Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 40

Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 40
KVIKMYNDIR ÞÖGNIN KRISTÓFER DIGNUS PÉTURSSON I' nýjustu kvikmynd sinni hefur leik- stjórinn Jonathan Demme breytt um stíl og fæst við efni sem er ólíkt fyrri myndum hans. Demme er þekktur fyrir litríkar og fjörugar myndir sem vekja upp góða stemningu hjá áhorfendum en skilja ekki mikið eftir. Myndir eins og „Wild Thing“, með Melanie Griffith, og „Marr- ied to the Mob“, með Michele Pfieffer hafa sýnt að Demme er frumlegur og ör- uggur leikstjóri gamanmynda og virðist hafa sérstaka hæfileika til að fá leikkonur til að skína í hlutverkum sínum. Viðfangs- efni Demme að þessu sinni er af allt öðrum toga en það er mynd byggð á metsölubók- inni The Silence of the Lambs eftir Thomas Harris. Sagan fjallar í stuttu máli um nýliða hjá FBI leyniþjónustunni og leit hans að miskunnarlausum fjöldamorðingja sem í fjölmiðlum er kallaður „Buffalo Bill“ af þeirri einföldu ástæðu að hann húðflettir öll sín fórnarlömb, ungar stúlkur í þéttara laginu. Það gengur ekkert hjá nýliðanum að hafa hendur í hári Bill og virðist sem öll Nýliðinn hjá FBI, öryggið uppmálað. Jodie Foster í Þögninni. sund séu lokuð. Þrýstingurinn eykst enn meir þegar dóttir öldungadeildarþing- manns hverfur og grunað er að Bill sé búinn að krækja í hana. Nýliðinn bregður á það ráð að biðja um hjálp frá einum versta morðingja sem um getur í þeirri von að hann geti betur sett sig inní hugarheim Buffalo Bill og gefið einhverja vísbend- ingu um hvar hann er niðurkominn. Sá er harðlæstur og bundinn á bak við lás og slá í sérstöku öryggisfangelsi fyrir geðveika fjöldamorðingja. Þessi maður er Hannibal Lecter, eða „Hannibal the Cannibal“, lærður sálfræðingur og heimspekingur sem myrti fjölda fólks og gæddi sér á hin- um ýmsu bragðgóðu líkamspörtum fórn- arlamba sinna. Nýliðinn vekur áhuga Hannibal og fyrir viss fríðindi segir hann FBI mönnum hvernig Buffalo Bill hugsar og hagar sér en aðeins lítinn hluta í einu því að allt þetta umstang hefur gefið Hannibal aukna möguleika á að flýja. r þessu efni hefur Jonathan Demme spunnið mynd sem er full af sál- rænni spennu og djúpum hugleiðingum um hið innra eðli mannskepnunar. Sér til aðstoðar hefur hann fengið valinkunnið lið í aðalhlutverkin. FBI nýliðinn, Clarice Starling, er leikin af Jodie Foster sem hefur allt frá tólf ára aldri leikið hvert hlutverkið á fætur öðru með öryggi og sannfæringu og sem dæmi má nefna myndir einsog „Taxi Driver“ og „The Accused“. Þá má til gamans geta að hin bráðþroska Foster er rétt í þessu að leggja síðustu hönd á kvikmyndina „Little Man
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.