Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 51

Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 51
Búnaðurinn sem þarf til tengingar er upphringimódem, samskiptahugbúnaður og sá búnaður sem bankinn/netið krefst til tengingar, þ.e.a.s. áskriftarnetin. Módem eru til í milljón útgáfum eins og allur ann- ar tölvubúnaður en þó er svokallaður HAYES staðall það sem flestir bankarnir nota ásamt öðrum. Módem eru að sjálf- sögðu misjafnlega dýr, frá kr. 18—20.000 og uppí 50.000 krónur. Samskiptahug- búnaður er yfirleitt á verðbilinu 10-15.000 kr. og er auðvitað misgóður, en ég ætla ekki að dæma hann hér. Þó borgar sig ekki að ana að því að kaupa samskiptahugbún- að. Ymsir hugbúnaðarframleiðendur láta samskiptahugbúnað fylgja með sínum hugbúnaðarpökkum. T.d. fylgir með WINDOWS 3.0, hugbúnaðarpakka sem fylgir gjarnan með nýrri tölvum, hugbún- aður sem heitir TERMINAL og er hægt að nota við öll almenn tölvusamskipti. Einnig eru nettengdar tölvur innan fyrir- tækja útbúnar með kerfum sem notuð eru í þessum tilgangi, þannig að einhverjir gætu átt samskiptabúnað án þess að vita af því. Stofnkostnaður fyrir nýjan notanda, ef reiknað er með því að hann eigi eða hafi aðgang að tölvu, er því á bilinu 20-30.000 krónur fyrir módem og 10-15.000 fyrir samskiptahugbúnað, alls um 30-45.000 krónur. Þegar búnaðurinn hefur verið settur upp þarf ekkert annað en að láta módemið hringja í einhvern gagnabankann sem op- inn er almenningi og tengjast honum. Til að tengjast áskriftarbönkunum þarf yflr- leitt að hafa samband við þá og er hægt að finna heimilisföng eða símanúmer þeirra í erlendum tölvublöðum. Vandamál er svo símakostnaður því flestir bankanna eru erlendis og yfir tölvutengingar til útlanda í gegnum síma gildir venjuleg verðskrá um símtöl til út- landa. Kostnaði við sendingar er þó haldið í lágmarki með svokölluðum þjöppunar- eða pökkunar- forritum sem pakka miklu magni gagna saman í eina skrá sem getur orðið helmingi minni en upprunalegu skrárnar ópakkaðar. Þetta gefur kost á að senda mikinn fjölda gagna í einni send- ingu og á skemmri tíma en ella, og dregur þarmeð úr símakostnaði. ausn á þessu getur verið að gerast áskrifandi eða aðili að Islenska gagnaflutningsnetinu sem rekið er af Pósti og síma. Það er ekki gagnasafn heldur miðlunarnet með öllum almennum mögu- leikum á tengingum milli tölva og við tölvubanka erlendis. Að sögn starfsmanns gagnanetsins er mun ódýrara að tengjast við aðra í gegnum netið en beint í gegnum almenna símalínu. Til að öðlast aðild að Islenska gagnaflutningsnetinu þarf að greiða 2.490 króna stofngjald og eftir það aðeins ársfjórðungsgjald sem er tæpur þúsundkall. Við tengingu í gegnum það gildir önnur verðskrá sem ekki verður far- ið nánar útí. Notendur íslenska gagna- flutningsnetsins eru nú u.þ.b. 1500. Tölvur eru að sjálfsögðu mismunandi en þó er gerðin sjaldnast fyrirstaða. Með samskiptaforriti getur PC notandi „talað“ við Makka notanda án mikilla vandræða. 0 LISTAR í HÓLF 0G GÓLF Við hjá Listasmíöi sf. bjóðum þér lista af öllum stærðum og gerðum. - Ef listinn í gamla húsinu er skemmdur eða þarf að endurnýja. en halda a sama svip. sérsmíðum við fyrir þig. Eigum á lager mikid úrval lista. Einnig bjóöum við flaggstangir úr tré 'jj Okkur er margt til lista lagt LISTASMÍÐI SF. SUÐARVOGI 9- 104 REYKJAVÍK SÍMAR 679133 OG 985-32532 ÞJÓÐLÍF 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.