Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 54

Þjóðlíf - 01.02.1991, Blaðsíða 54
NATTURA/VISINDI UMSJÓN HÁLFDAN ÓMAR HÁLFDANARSON OG ÞURÍÐUR ÞORBJARNARDÓTTIR Standandi vandræði Bjöllur, spanskfleygir froskar og standandi vandrœöi franskra legíónera Frygðarauki eða lostavaki nefnist hvert það efni sem menn hafa álitið að sé þeirrar náttúru gætt að örva kynlöng- un og kyngetu manna. Spanskfluga er einn þekktasti frygðarauki sem til er. Hvort áhrif hennar eru þau sem sögur herma skal hins vegar ósagt látið. í ótilgreindri fræðibók er reyndar sagt að virka efnið í spanskílugu, kantaridín, geti framlengt reð- urstinningu, en sá böggull fylgi skammrifi að það verði óhjákvæmilega á kostnað lostakenndar karlsins. Hvernig tengjast bjöllur og froskar frönskum legíónerum? Franskir legíónerar voru þeir hermenn stundum nefndir sem tilheyrðu frönsku útlend- ingahersveitinni. Og hvað kemur spanskfluga þessu máli við? Þetta tvinnast allt saman, eins og nú verður rakið. Aður verður þó að draga fram á völl- inn líffræðing nokkurn sem er viðriðinn þetta mál fremur en flestir aðrir. Hann er Thomas Eisner og starfar við Háskól- ann í Cornell í Bandaríkjun- um. Thomas hefur skordýra- fræði að sérgrein og er frum- kvöðull í efnavistfræði sem felst í rannsóknum á því hvernig ýmis efni koma við sögu í samskiptum dýra og plantna. Auk þessa er Thomas áhugamaður um franska sögu. Títtnefndur Tómas vakti at- hygli vegna tilraunar sem hann gerði og byggðist á óljósri frétt sem hann rakst á í frönsku her- læknatímariti frá 1861. Þar segir frá annars óþekktum lækni, M. Vézien, sem kynnti sér heilsufar hermanna á her- sjúkrahúsum í Norður-Afr- íku. Það vakti furðu hans hversu margir hermannanna kvörtuðu undan sérkennileg- um kvilla sem á máli hans nefnist: „Erections doulour- esuses etprolongues“. I orða- safni lækna heitir þessi kvilli sístaða reðurs og er skýrð sem „óeðlileg, stöðug reðurstaða með þrautum, án lostakennd- ar“. Það vakti athygli Véziens hversu langvarandi ástandið var og hve þrautir sjúkling- anna voru miklar og hann kynnti sér málið nánar. Tómas rakst á frásögn Véziens árið 1970 og hún hefur æ síðan verið honum ráðgáta og jafnframt ofarlega í huga. „Eg sá gæjana fyrir mér liggj- andi á bakinu uppi í beddun- um og syngjandi marseijasinn (franska þjóðsönginn)." Vézien bauð í grun að legíón- erarnir hefðu neytt efnis sem vísast hefði ekki verið á lyfja- skrá, nefnilega kantaridíns. Það er eiturefni unnið úr spanskflugu (Lytta vesicator- ia) og öðrum olíubjölluteg- undum og er frygðarauki. Neysluefnið er venjulega unn- ið á þann hátt að þurrkaðar bjöllurnar eru malaðar í duft, en duftið er einnig nefnt spanskfluga. Vézien grófst fyrir um það hvort hermennirnir hefðu fikt- að við matargerð að hætti inn- fæddra. Þeir játtu því, en nei, þeir höfðu alls ekki lagt sér bjöllur til munns, „við erum nú Fransmenn". Hins vegar höfðu þeir snætt með góðri lyst froska sem veiddir voru á staðnum og matreiddir að hætti staðarbúa. Vézien fann urmul froska í nágrenninu og þar var krökkt af ýmsum olíu- bjöllum og hann komst að því að froskarnir höfðu fengið sér magafylli af þeim. Nú er vitað að kantaridín er öflugt eiturefni. Tíundi hluti úr millígrammi af efninu næg- ir til að valda blöðrumyndun á húð ef efnið snertir hana og maður deyr af því að neyta inn- an við 100 millígramma af efn- Þrautum þrungin sístaða franskra Icgíóncra á 19. öld gæti hafa stafað af olíubjöllum í maga spanskfleygra froska sem herkokkurinn bar á borð. Inn- skotsmyndin er af spanskflugu. 54 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.