Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 14

Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 14
INNLENT PIKKALÓAR Pikkalóar þurfa að kunna margt fyrir sér til að gegna störfum á virðulegum hótelum. Munaði minnstu að þeir björguðu manni sem leit útfyrir að œtla að fleygja sér út um glugga Táknræn staða pikkalóa. Þegar við heyrum orðið pikkaló sjáum við fyrir okkur drengi á unglingsaldri sem bugta sig og beygja og eru á fleygi- ferð með þungar ferðatöskur í sitt hvorri hendi. En hvernig er starf pikkalósins í raun og veru? Á Hótel Sögu í Reykjavík eru níu pikkalóar starfandi á vöktum sem þeir skipta á milli sín og tveir porterar. Porter- arnir eru yfirmenn pikkalóanna, eldri en þeir og þurfa helst að vera með bílpróf. Pikkalóarnir hins vegar eru strákar á aldr- inum 13-16 ára, klæddir í virðulegan græn- an einkennisbúning og samsvara fyllilega hugmyndinni um hvernig pikkaló eigi að líta út enda eiga þeir í rauninni alls ekki minnstan þátt í ímynd hótelsins út á við. Porterarnir heita Jón Birgir Valsson og Sveinbjörn Þ. Jónsson en pikkalóarnir heita Örvar Þór Ólafsson, Benedikt Tó- masson, Egill Egilsson, Gunnar Þ. Óf- eigsson, Haraldur Ársælsson, Jón Gunnar Stefánsson, Magnús Svein- björnsson, Sigurður Óli Þorleifsson og Jónas Hvannberg. Starf þeirra felur í sér ýmislegt fleira en að flytja töskur, þeir bera á sér píptæki þannig að hægt er að kalla þá upp hvar og hvenær sem er og flest mögulegt og ómögulegt virðist koma inn á borð hjá pikkalónum. Þannig segja þeir söguna af því þegar það var kallað á tvo þeirra til að bjarga manni sem ætlaði að fleygja sér út um glugga af 7.hæð. Pikkalóarnir ruku til en sem betur fer reyndist þetta vera glugga- þvottamaðurinn. Hin daglegu störf eru þó yfirleitt ekki svo dramatísk en fjölbreytt Sveinbjörn Jónsson porter sinnir virðulcgum viðskiptavini. 14 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.