Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 22

Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 22
ERLENT Stressaðir karlmenn hættulegastir í umferðinni Loksins er þaö vísindalega sannað. Karlmönnum er hættara viö aö lenda í um- feröaróhöppum en konum. Ef bornir eru saman hópar karla og kvenna sem aka jafn mikið kemur í Ijós aö karlmönnum er 25% hættara viö aö lenda í umferðaróhöppum en kon- um. Karlmenn undir 25 ára aldri og þeir sem hafa náö sjötugsaldri eru hættulegir í umferðinni auk bílstjóra strætisvagna. Þaö eru tveir sálfræðingar viö Lundarhá- skóla sem komast að þess- um niöurstööum í doktorsrit- gerð sinni. Þeir hafa í nokkur ár boriö saman einstaklinga sem ítrekaö hafa lent í um- feröaróhöppum og reynt að fá svar við því hvort þessi hópur eigi sér einhvern samnefnara. Nú þegar niður- stööur þeirra liggja fyrir telja þeir sig geta séö aö ákveðnum persónuleikum hætti fremur til aö lenda í um- ferðaróhöppum en öörum. Þessir eru að sögn sál- fræðinganna fremur fljótfær- ir, þunglyndir og árásargjarn- ir. Þeir eru margir hverjir óá- nægöir meö vinnu sína, eru oft frá vinnu vegna veikinda og eiga viö svefnerfiðleika og magasjúkdóma aö etja. Þeir taka því gjarnan svefnmeöul og jafnvel eitthvaö róandi. Þeir sem lenda sjaldan í um- feröaróhöppum eiga aftur á móti auðveldara meö aö vinna úr ýmsum vandamál- um og álagi en sá hópur sem lendir oft í slíkum óhöppum... (GLR/Svíþjóð) Stokkið til einskis Frami í krafti fjölskyldunnar? Dóttir Aquino forseta Filips- eyja hefur fengið góö hlutverk í kvikmyndum í heimalandi sínu. Móöir hennar hefur veriö því velviljuð aö hún leiki í kvikmyndum. Nýjasta mynd hennar,, (Hjartans útvaldi..)" sló öll aðsóknarmet á Filip- seyjum og fjölmiðlar kváöu hina tvítugu Kris Aquino „mestu vonarstjörnu kvik- myndanna" þar í landi. Sjálf segir leikkonan aö vafalaust hafi þaö hjálpaö henni til fremdar að hún sé dóttir for- setans en engu aö síður búi hún sjálf yfir fegurö og hæfi- leikum sem hafi komið henni áfram. Á hinn bóginn hefur móöir hennar lýst yfir áhyggj- um sínum yfir hinu Ijúfa lífi í kvikmyndaheiminum og hættunum sem því fylgja. „Ég vona að dóttir mín hagi sér í samræmi við það uppeldi sem hún hefur fengiö..." (Spiegel/óg) Danskafyrirtækiö Scangroup hefur staöiö fyrir sérstæöri tegund íþrótta að undan- förnu. Umeraðræða svokall- aö „Bungy Jumping", stökk úr krana sem ungir ofurhugar sækjast eftir. Á útihátíö í Stuttgart á dögunum vílaöi unga fólkið ekki fyrir sér aö bíöa í yfir tvær klukkustundir í biöröö til að geta stokkið úr 62 metra háum krana með þess- um hætti. Hundruð áhorf- enda hrópuðu húrra fyrir þeim sem stukku og því meiri uröu fagnaðarlætin sem áhættan virtist meiri. Þeir sem hættu hins vegar viö vegna hræöslu þegar á hólm- inn var komið voru „púaöir" niður. Margt ungt fólk viröist fíkið í þessi áhættusömu stökk og greiðir án athuga- semda um 4000 krónur fyrir að fá aö stökkva, 1600 krónur fyrir myndbandsupptöku af stökkinu og 1200 krónur fyrir „ minningarbol“ með áletrun- inni „I did it“, — mér tókst þaö... (Spiegel/óg) Kris Aquino kvikmyndastjarna. 22 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.