Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 24

Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 24
UMBROTI BOKAUTGAFU Straumar á breskum bókamarkaði. Allt að tvö hundrað bókatitlar gefnir út daglega. Hillulíf bóka verður œ skemmra. Mikil uppstokkun meðal forlaga, fjöldi forlaga sameinaður og yfirtekinn GUÐMUNDUR JÓNSSON, BRETLANDI rátt fyrir ítrekaðar spár um yfirvof- andi dauða bókarinnar eru ýmis teikn á lofti í breskri bókaútgáfu um að enn sé nokkurt líf í tuskunum. Nýir útgefendur eru sífellt að bætast í hópinn; margir óháð- ir bókaútgefendur synda ótrauðir gegn straumnum, óháðir í þeim skilningi að þeir þora að gefa út bækur með óvissa sölumöguleika og hafa ekki verið innlim- aðir í stóru fyrirtækjakeðjurnar, unglingar virðast vera að auka bóklestur á undan- förnum árum ef marka má gróskuna í unglingabókunum, sala á myndskreyttum skáldsögum og bókum um alþýðleg vís- indi og umhverfismál færist í aukana. Sumir halda því meira að segja fram, t.d.Joanna Mackle hjá Faberforlaginu, að vandaðar skáldsögur seljist betur en áður. Ekki eru þó allar fréttir jafn uppörvandi fyrir bókaunnendur. Útlánum bókasafna hefur fækkað verulega, ekki síst vegna niðurskurðar á opinberu fé til safnanna. Þau verða því að takmarka innkaupin meir og meir við bækur vinsælli höfunda á borð við Jeffrey Archer, Barböru Cart- land, Catherine Cookson, Len Deig- thon, og Stephen King. Á síðasta áratug setti hinn harði heimur viðskiptanna mark sitt á bókaútgáfu sem aldrei fyrr. Sjálfstæðum bókaútgefendum fækkaði mjög á kostnað stórra fjármála- fyrirtækja sem nú drottna á markaðnum. Þau helstu eru Reed International sem tók yfir Secker and Warburg, Heinemann og almennu útgáfuna hjá Methuen, fræði- bókaútgáfa Methuen var hins vegar sam- einuð Routledge sem er í eigu Internation- al Thomson. Hutchinson, Cape, Chatto and Windus og Bodley Head var steypt saman í Random House sem er hluti RCA- samsteypunnar. Fjölmiðlafyrirtæki Ruperts Murdoch, News Corporation á Collins útgáfuna en Penguin, Longman, Hamish Hamilton og Michael Joseph heyra undir Pearson Group. Orsakir þessarar þróunar hafa meðal annars verið harðnandi samkeppni sem minni útgefendur hafa ekki haft fjárhags- legt bolmagn til að standa í, allt að því stöðnun í bóksölu innanlands, aukin hlut- deild bandarískra fyrirtækja í útgáfu á bókum á ensku og þrýstingur frá bóksöl- um og rithöfundum um stærri skerf af tekjum. Samþjöppun bókaútgáfunnar hefur þó ekki leitt til þess að styrkja forlögin gagn- vart bóksölum. Stóru forlögin telja að besta vörnin gegn óvissunni sem bókaút- gáfu óhjákvæmilega fylgir sé að framleiða nógu mikið og dreifa áhættunni svo að tryggja megi árvissan gróða. Þetta hefur þýtt stórfjölgun á titlum en um leið minnkandi upplag á mörgum bók- um, oft ekki nema tvö til þrjú þúsund eintök. í raun er mikil offramleiðsla á bók- um og lætur nærri að út séu gefnar 200 bækur á hverjum einasta degi. Stóru bóksalarnir taka kannski við rúmum fjórðungnum og sérhæfðari bókabúðir taka við slatta af öðru tagi en óhjákvæmi- lega verður þetta til þess að margar bækur sjá dagsins ljós í örskamma stund og hverfa síðan, hillulíf þeirra verður æ styttra. Fyrir vikið geta útgefendurnir ekki lagt eins mikla alúð við hverja bók og æskilegt væri. Ritstjórar og umsjónar- menn bóka eru framkvæmdastjórar sem verða að sýna eigendunum fram á vaxandi framleiðni sem mæld er í fjölda titla sem þeir sjá um. Þetta á sérstaklega við um stórfyrirtækin. Það er ekki óalgengt að ritstjórar annist útgáfu á tuttugu bókum yfir árið og að eyða tíma í að sitja með rithöfundi yfir handriti er að verða lúxus sem ritstjórar geta sjaldan veitt sér. tóru fyrirtækin keppast um bækurnar sem hafa mestu veltuna en það kostar peninga að koma upp metsöluhöfundum. Litlu góðu útgáfufyrirtækin munu eins og endranær koma mörgum góðum rithöf- undinum á framfæri en hversu vel tekst þeim að halda í þá? Þau „eru að verða eins og fjórðudeildar fótboltalið, missa upp- rennandi stjörnur strax og þær fara að skína“ skrifar John Sutherland um þróun bókaútgáfunnar á seinni árum. „Sama gildir um stjórnendurna" bætir hann við. Hliðstæð þróun er í bóksölunni. Water- stones and Pentos sem eiga meðal annars Dillonsbókabúðirnar eru að koma á versl- unarkeðjukerfi að hætti Bandaríkja- manna, staðla útlit og framboð í verslun- um, fækka bókatitlum, auka umsetningu, auglýsa upp metsölubækurnar, raða öll- um bókum í nokkra rekka eftir einfaldri flokkun. Þetta hefur færst í aukana eftir að fyrirtækið var keypt upp af einni frægustu verslunarkeðjunni í Bretlandi, W.H. Smith en hún hefur gagnrýnt Waterstones and Pentos fyrir að „ halda of miklar birgðir“. I gildi er samkomulag milli smá- sala, The Net Book Agreement, sem skuldbindur þá að hafa lágmarksálag- ningu á bókum. Tilgangur þess er sá að styrkja stöðu smærri bóksala og auðvelda þeim að bjóða fram fjölbreytt úrval bóka í stað þess að hafa bara þær auðseljanleg- ustu á boðstólum. Nú er vaxandi þrýsting- ur frá sumum bóksölum á að brjóta þetta samkomulag á bak aftur og hefur Dillons verið þar í fararbroddi. Á þessu ári hefur Dillons selt þó nokkrar bækur undir sam- komulagsverði smásala. Þróun þessa má svo sem túlka þannig að bókin sem menningarafurð sé sífellt að láta undan verslunarsjónarmiðum. En það væri ekki rétt að leggja að jöfnu sölu á bókum og hamborgurum, bókinni svipar miklu fremur til hljómplötunnar með sín- um metsölulistum og auglýsingaskrumi. Samt er ennþá hægt að hlusta á góðar plöt- ur. 0 24 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.