Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 30

Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 30
ERLENT GLÆPUM GEÐSJÚKRA FJÖLGAR í DANMÖRKU Sífellt fleiri geðsjúklingar í dönskum fangelsum. Orsakir taldar vera stöðugt meiri niðurskurður við geðhjúkrun. Af 4000 heimilislausum eru um 1000 geðsjúklingar BJARNI ÞORSTEINSSON DANMÖRKU Ömurleg lífskjör margra geðsjúklinga í Danmörku hafa verið nokkuð til umfjöll- unar þar í landi. Og eins og á Islandi hefur umræðan m.a. snúist um þá ákvörðun að koma geðsjúkum afbrota- mönnum fyrir í fangelsum en það er brot á samþykkt Evrópuráðsins. ýlega leitaði örvæntingarfull kona til danskra fjölmiðla eftir aðstoð til að fá geðklofa (schizofren) son sinn nauðung- arinnlagðan á geðsjúkrahús áður en hann fremdi einhvern skelfilegan glæp. Yfir- völd létu ósk móðurinnar sem vind um eyru þjóta. Skömmu seinna misþyrmdi hann unnustu sinni gróflega. Nú situr sonurinn í fangelsi og bíður eftir dómi. Fjöldi geðsjúklinga í dönskum fangels- um hefur aukist gífurlega á síðustu árum. í Vestre Fængslet sem er eitt af stærstu fangelsum í Danmörku var sjúkradeildin á árum áður, þ.e.a.s. fyrir um 10 árum yfirfull af föngum með skotsár, beinbrot, astma og ýmsa líkamlega sjúkdóma. Nú er sjúkradeildin að umbreytast í geðdeild; á síðasta ári voru um 40% af hinum sjúku föngum geðsjúklingar. Fjöldi geðsjúk- linga í dönskum fangelsum hefur aukist þrátt fyrir að fangelsisreglur Evrópuráðs- ins segi: „Það má ekki koma einstakling- um sem greindir eru geðveikir fyrir í fang- elsum og það skal gera ráðstafanir eins fljótt og unnt er til að flytja þá yfir á geð- sjúkrahús.“ Starfsfólk fangelsanna hefur ekki þá þekkingu sem nauðsynleg er til að geta veitt geðsjúkum þá umönnun sem þeir þurfa og eru fjöldamörg dæmi þess að geðsjúkir fangar hafi verið settir í einangr- un sem getur haft mjög slæm áhrif á sjúk- linginn og gert sjúkdóminn enn erfiðari viðureignar. Vist í einangrunarklefum fangelsanna er mjög auðmýkjandi og nið- urbrjótandi; fangarnir þurfa m.a. í mörg- um fangelsum að vera naktir í klefunum. Rannsóknir sem danskir læknar hafa staðið fyrir hafa leitt í ljós að glæpir framd- ir af geðsjúklingum í Danmörku urðu sí- fellt tíðari á síðasta áratug. Á þessum tíma hefur fjöldi glæpa á ári verið nokkurn veg- inn sá sami. Og það sama gildir um fjölda geðsjúklinga; fjöldi þeirra í Danmörku hefur verið nokkurn veginn sá sami síð- asta áratug. Fjöldi geðsjúklinga í fangels- unum eykst án þess þó að geðsjúklingum fjölgi og fjölda afbrota frömdum af geð- sjúklingum fjölgar án þess að fjöldi af- brota í þjóðfélaginu fari vaxandi. Og fjölg- unin á ekki bara við um smáafbrot. Morð- um sem framin eru af geðklofa sjúklingum hefur á síðasta áratug fjölgað úr einu á ári í fjögur til fimm morð á ári. Þegar leitað er að ástæðum fyrir hinni vaxandi glæpatíðni geðsjúkra eru flestir sérfræðingar í geðlækningum og afbrota- fræðum sammála um að orsakanna sé að leita í þeim niðurskurði og þeim umbreyt- ingum sem hafa átt sér stað innan geðkerf- isins á undanförnum árum. Asl. 15 árum hefur fjöldi þeirra sjúkl- inga sem geðsjúkrahúsin geta annast fækkað um helming. Samtímis hefur verið veitt fé til að koma upp svokölluðum hverfisathvörfum þar sem sjúklingar geta tekið þátt í ýmiss konar meðferð, rætt saman, unnið að ýmiss konar verkefnum og fengið aðstoð frá sérþjálfuðu starfs- fólki. Hugmyndin er að hverfisathvörfin geti gert það mögulegt fyrir geðsjúklinga að lifa utan geðsjúkrahúsanna með örugg og föst tengsl við geðkerfið. En hverfis- athvörfin eru aðeins opin á daginn auk þess sem þau hafa engan veginn getað veitt öllum þeim geðsjúklingum aðstoð sem þurfa þess með. Athvörfin eru fá og geta ekki veitt öllum þeim aðstoð sem vilja. En það vegur enn þyngra að þau geta aðeins veitt aðstoð þeim sjúklingum sem eru sæmilega á sig komnir og þ.a.l. geta sjúklingar sem eru verr haldnir ekki leitað þangað. Þar sem niðurskurðurinn á sjúkrahúsunum hefur verið mikill er fleiri og fleiri sjúklingum sem leita til móttökudeilda sjúkrahúsanna vísað frá og því fer þeim sjúklingum fjölg- andi sem hefur verið vísað bæði frá at- hvörfum og frá mótttökudeildum sjúkra- húsanna. 30 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.