Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 46

Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 46
TUNGUMÁL Leyniþráður milli tungumáls, hugsunarháttar og menningar. Vandamálið snertir menningarlega kúgun meirihluta á minnihlutahópum og sjálfstœðisbaráttu smáþjóða. —Vandamálið við að vera „bœði og“ Nú á dögum alþjóðlegra samgangna þegar orðið er tiltölulega auðvelt að flytja sig á milli landa þá fjölgar stöðugt því fólki sem á rætur sínar í tveim eða jafnvel þrem löndum og er alið upp með fleiri en einu tungumáli. Auk þess fjölgar innflytjendum og flóttamönnum hvar- vetna, heimurinn minnkar stöðugt og skilin á milli ólíkra kynþátta og þjóðerna breytast smám saman og fá á sig aðra mynd. En hvað er tvítyngi? Tvítyngi er í stuttu máli það þegar einstaklingur er alin upp við tvö tungumál þannig að í stað þess að eignast eitt „móðurmál“ þá eignast hann tvö. Þetta getur gerst á mjög marga ólíka vegu en hér eru nefndar þrenns konar aðstæður sem gjarnan leiða til tvítyngi: 1. Fjölskyldur búa tímabundið í erlendu landi og börnin verða tvítyngd. 2. Hjónabönd fólks af ólíku þjóðerni. Tvítyngi varðar spurninguna um tilvist þjóða. SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR 3. Minnihlutahópar. T.d. Samar á Norð- urlöndum, innflytjendur. Og þá má spyrja „hvað með það?“. Skiptir þetta einhverju máli? Börnin læra þá tvö mál og ekki meir um það. En svo einfalt er það ekki. Hér er um að ræða flókið fyrirbæri sem snertir hluti eins og rætur manna, sjálfsmynd og jafnvel sjálfs- virðingu og spurninguna eilífu: „hver er ég?“ Við getum velt því fyrir okkur hvernig lífið væri ef við hefðum ekkert tungumál. Sennilega væri það talsvert öðruvísi en við eigum að venjast. Þó við hugsum kannski ekki um það dagsdaglega þá er samband okkar við annað fólk að miklu leyti byggt á tungumálinu. Með tungumálinu berst okkur arfur kynslóðanna sem hver kyn- slóð umskapar síðan á einhvern hátt, velur úr og bætir við. Á milli tungumáls, menn- ingar og hugsunarháttar fólks hangir leyniþráður svo að þetta þrennt verður ekki að skilið. í heimi sem breytist hraðar og hraðar verður mikilvægi upprunans og rótanna sífellt meira. Við heyrum um Vestur-íslendinga sem jafnvel tala litla eða enga íslensku leggja á sig langar og dýrar ferðir til íslands og reyna að hafa uppi á ættingjum sem þeir hafa aldrei haft neitt samband við. Það er þessu fólki mikilvægt að komast í tengsl við uppruna sinn, það gerir það að heilli manneskjum. Og í bandarískum háskólum er það algengt að t.d. fólk af rússneskum uppruna leggi stund á rússnesku, fólk af norrænum uppruna leggi stund á norræn mál o.s.frv. Raunverulegt tvítyngi er hins vegar þegar fólk er alið upp með tveimur tungumálum. I gegnum tíðina hafa tengst því ýmsar „goðsagnir“. T.d. hefur það gjarnan verið skoðun fólks að það væri gæfa að fá fleiri en eitt tungumál í vöggu- gjöf en það hefur reyndar einkum átt við ef um hefur verið að ræða eitthvert heims- málanna svokölluðu. Hins vegar voru for- eldrar af tvennu þjóðerni lengi vel varaðir við því að kenna börnum sínum fleiri en eitt tungumál. Það átti að geta verið skað- legt fyrir börnin. Nú á dögum er farið að líta þessa hluti öðrum augum, það eitt og sér að alast upp við og læra tvö tungumál er ekki talið skaðlegt börnum (sjá viðtal við Einar Hjörleifsson), hins vegar getur tvítyngi haft í för með sér vandamál sem venjulegir eintyngdir þurfa ekki að hafa áhyggjur af. Tilfinning sem margir tala um í þessu sambandi er sú að þeir séu tvær persónur, tilheyri tveimur heimum en hvorugum alveg, séu einhvers konar „bæði og“ eða „ hvorki né“, hvorki fugl né fiskur. Dæmin um þetta eru mismunandi slá- andi. I hópi erfiðustu mála af þessu tagi má telja þau sem koma upp meðal innflytj- enda í Evrópu sem koma frá löndum þar sem ríkir gerólík menning. Tökum sem dæmi tyrkneska fjölskyldu í Kaupmanna- höfn. Dóttirin í fjölskyldunni er fjögurra ára þegar fjölskyldan flyst búferlum. Heima er alltaf töluð tyrkneska og tyrk- neskum siðum og venjum fylgt. Hún er alltaf klædd samkvæmt tyrkneskum venj- um og í skólanum má hún ekki fara í leikfimi því að strákar og stelpur eru sam- an í leikfimi. En skólinn er danskur, hún eignast danska vini og félaga og hún verð- ur ekki síður dönsk en tyrknesk. Síðan kemst hún á táningsaldur en þá er það samkvæmt tyrkneskum venjum réttur föðurins að velja handa henni mann, nokkuð sem hinn danski hugsunarháttur hefur kennt henni að sé fáránlegt. Ef faðir- inn og fjölskyldan stendur fast á sínu getur farið svo að hún standi frammi fyrir vali, 46 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.