Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 47

Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 47
annars vegar að óhlýðnast fjölskyldunni sem gæti leitt til þess að henni væri hafnað alveg, hins vegar að hlýðnast hefð sem brýtur algerlega í bága við samfélagið sem hún lifir í, hið danska samfélag. Þetta dæmi er öfgakennt og kannski með þeim illviðráðanlegri. Það er þess eðl- is að fólk tekur eftir því og veltir yfir því vöngum. En dæmin eru mýmörg og ólík. í öllum löndum í Evrópu nema á íslandi og til skamms tíma í Portúgal eru svokallaðir málminnihlutar. Fólk sem tilheyrir málminnihluta neyðist oft til að læra mál meirihlutans, það hefur í rauninni ekkert val. Fólk sem tilheyrir meirihlutanum þarf hins vegar yfirleitt ekki að læra mál minnihlutans nema að það langi sérstak- lega til. Þýskumælandi minnihlutahópar eru í Danmörku, Belgíu, Frakklandi, Ital- íu, Júgóslavíu, Rúmeníu, Sovétríkjunum, Ungverjalandi, Tékkóslóvakíu og Póll- andi, grískumælandi hópa er að fmna í Ítalíu, Júgóslavíu, Albaníu, Rúmeníu og Sovétríkjunum, um 350.000 manns í Finnlandi eiga sænsku að móðurmáli og þannig mætti lengi telja. Hins vegar eru mál sem hvergi eru töluð nema af minni- hlutahópum. Meðal þeirra eru samíska sem töluð er í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Sovétríkjunum, baskneska á Spáni og í Frakklandi og Velska í Englandi. Þessum minnihlutahópum gengur mis- vel að halda í tungu sína en þó má segja að „litlum málum“ vegni best ef þau eiga sér ritmál. Mörg indíánamál eru í hættu vegna þess að þau eiga sér ekkert ritmál og enga rithefð. En það hvernig málið hefst við ræður yfirleitt úrslitum um hvort þess- ir minnihlutahópar halda sér eða hvort þeir renna saman við ríkjandi meirihluta. Þannig hefur tvítyngi í gegnum tíðina tengst þáttum eins og yfirráðum stórþjóða yfir minni þjóðum, andspyrnu smáþjóð- anna gegn slíku og baráttu þeirra fyrir tilvist sinni. Hvað varðar þessa hópa hefur tvítyngi fengið á sig neikvæðan stimpil, tengst valdaleysi, undirokun og fátækt. Meðlim- ir slíkra minnihluta sem hafa valið að taka virkan þátt í lífi meirihlutans og „verða eitthvað“ á hans mælikvarða mega líka gæta sín vel ef þeir vilja ekki missa tengsl sín við minnihlutann sem þeir uppruna- lega tilheyra. Það er því ljóst að hinar ýmsu tegundir tvítyngi eru afar ólíkar. Hún getur tengst sjálfsmynd einstaklings eða fjöl- skyldna eins og við sjáum í meðfylgjandi viðtölum en hún tengist líka pólitískum spurningum um tilvist heilla þjóða. 0 „Ég missti af þvíað læra svo margt afþvísem „hvert mannsbarn“ veit.“ „Mér finnst ég vera tvær persónur..." Melkorka Gunnarsdóttir kveður reynsluna af tvítyngi einnig vera jákvœða: sjóndeUdarhringurinn verður opnari Melkorka Gunnarsdóttir er 26 ára Reykvíkingur. Hún ólst upp í Svíþjóð frá því að hún var 6 ára og til 15 ára aldurs. Öll fjölskyldan bjó í Svíþjóð þar sem faðir hennar var við nám og störf. Hún varð fljótlega tvítyngd, heima var töluð íslenska en sænska allt í kring. „Eg féll strax inn í sænskt umhverfi“, segir hún. „Ég var eins og hinir krakkarnir í útl- iti og talaði sænsku fljótlega eins og hver annar Svíi. Núna finnst mér ég vera tvær persónur, Melkorka á íslandi og sænska Melkorka sem reyndar er alltaf kölluð Mellis. Það er erfitt að útskýra í hverju munurinn liggur, þetta er upplifun sem stundum er erfið en ég get ekki sagt nákvæmlega af hverju. Mér finnst stundum eins og ég hafi verið og sé jafn- vel meira afslöppuð úti en það er erfítt að meta það, ég var barn og unglingur þá og fullorðin hef ég aðeins verið í Svíþjóð sem gestur.“ „Ég missti af því að læra svo marga af þessum hlutum sem „hvert mannsbarn“ veit. Sem dæmi má nefna að þegar við fluttum heim þá byrjaði ég í 9. bekk í Reykjavík og fékk hjálparkennslu í ís- lensku. Oftast var ég ein með kennaran- um. Við ræddum um ýmislegt og einu sinni fór hún að tala um einhvern Gretti. Ég hafði aldrei heyrt manninn nefndan og spurði hver þessi Grettir væri. Kennarinn fór fyrst að skellihlæja en baðst síðan fyrirgefningar, henni fannst bara fyndið að manneskja sem virtist vera eins íslensk og hver annar þekkti ekki Gretti. Ég get hins vegar talið upp runu af sænskum kóngum sem fáir þekkja hér. En þekkingarskortur af þessu tagi getur komið út sem fávísi og jafnvel heimska, stundum held ég að fólk hugsi með sér að það vanti nú einhverjar blaðsíður í hana þessa! “ „Ég hef hins vegar ákveðna reynslu sem fólk hefur ekki svona almennt, reynslu sem hefur kennt mér ýmislegt, t.d. skilning á ólíkri menningu þjóða. Það sem er rétt hér er kannski rangt þar, sjóndeildarhringurinn verður opnari.“ „Spurningin um hver ég væri hrjáði mig lengi vel mikið. Mér fannst ég meiri Svíi en íslendingur og þegar ég flutti heim 15 ára fannst mér allt ómögulegt hér. Reykjavík sveitó, byggingarnar ófrágengnar og annað eftir því. En þetta hefur breyst, sérstaklega eftir að ég fór að læra sænsku í háskólanum hérna en ég er nú að ljúka öðru ári þar. Það hefur hjálpað mér mikið, mér finnst ég hafa lokið einhverju sem ég átti ógert, eins og ég hafi klárað dæmið. Núna langar mig að fara að læra íslensku frá grunni, mér finnst ég vera að byggja hús án grunns ef ég geri það ekki. Ég býst við að ég muni eiga heima á Islandi í framtíðinni. Síðast þegar ég var í Svíþjóð velti ég fyrir mér spurningunni um búsetu, mig langar í rauninni til að búa þar í stuttan tíma og upplifa landið sem fullorðin. En ég held ég myndi ekki ílengjast þar því þrátt fyrir aOt finnst mér gott að búa á ís- landi.“ 0 ÞJÓÐLÍF 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.