Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 54

Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 54
NATTURA/VISINDI UMSJÓN: HÁLFDAN ÓMAR HÁLFDANARSON OG ÞURÍÐUR ÞORBJARNARDÓTTIR ELU VÍSAÐ Á DYR Er œskubrunnunnn fundinn? Elli kerlingu vísað á dyr með vaxtahormón. Fólk yngist um 15 ár á sex mánuðum. Erfðatœknin auðveldar rannsóknirnar. Otti við neikvœð áhrif hormónagjafar. Rannsóknir á krabbameinsfrumum geta varpað Ijósi á ellihrörnun Tylft bandarískra karla hefur hlotnast sú náð að endur- heimta æskuþrótt sinn að hluta. Þeim var gefið vaxtar- hormón í hálft ár og heilsa þeirra tók umtalsverðum stakkaskiptum. Þeir jukust að afli, urðu mun glaðværari en áður, líkamleg þreyta minnk- aði verulega og hrukkur hurfu sem og fitufellingar. Þessi að- ferð verður reynd frekar áður en öllum sauðsvörtum al- múganum verður gefmn kost- ur á að bergja á æskubrunnin- um. I' júníhefti danska tímarits- ins Illustreret videnskab segir frá nýrri aðferð sem lík- legt þykir að geti seinkað nokkuð komu Elli kerlingar. Bandarískir rannsóknarmenn hafa fundið yngingaraðferð sem fær sjötuga karla til að finnast þeir ungir í annað sinn. Tólf rosknir herramenn gerðust sjálfboðaliðar í hor- mónatilraun sem fram fór fyrir ári við Læknaskólann í Wisconsin í Bandaríkjunum. Karlarnir tólf voru allir frískir en aldurinn hafði vissulega sett mark sitt á þá. Að lokinni hálfs árs hormónameðhöndlun þar sem þeir fengu inngjöf af vaxt- arhormóni lýstu margir þeirra því yfir að þeir hefðu endur- heimt lífslöngunina og finnd- ust þeir að ýmsu leyti hafa yngst um ein fimmtán ár. Vaxtarhormón mannsins stýrir vexti og þroska barna og unglinga en gegnir einnig veigamiklu hlutverki í við- haldi líkamans. Þegar fertugs- aldri er náð dvínar framleiðsla vaxtarhormónsins í líkaman- um til mikilla muna, líkt og gildir um myndun margra annarra hormóna í líkaman- um. Á sextugsaldri myndast til dæmis einungis um fimmt- ungur þess magns af vaxtar- hormóni sem tuttugu árum yngri líkami framleiðir. Ibandarísku rannsókninni fengu sjálfboðaliðarnir sem voru 60-80 ára hormóna- sprautur þannig að styrkur vaxtarhormóns í blóði var mjög áþekkur því sem á sér stað í líkama manns á þrítugs- aldri. Hormónaskammtar voru gefnir þrisvar í viku en viðmiðunarhópur níu jafn- gamalla manna fengu engin virk efni. Mjög fljótlega kom fram greinilegur munur á hóp- unum tveimur. Engin breyt- ing varð hjá viðmiðunarhópn- um en hjá hormónaþegunum tólf jókst vöðvavefur um níu af hundraði og jafnframt rýrnaði fituvefur um 14 hundraðs- hluta. Bein sömu manna styrktust og húð þeirra þykkn- aði og styrktist svo nam sjö prósentum. Yngingarkúrinn verður nú reyndur til fullnustu og eink- um verður kannað hvort hann hefur einhverjar óæskilegar aukaverkanir í för með sér. Ekki er talið að þessi aðferð verið almennt leyfð fyrr en í fyrsta lagi eftir fimm ár. Höfuðpaur þessarar aðferð- ar er Daniel Rudman en hann hóf rannsóknir sínar á börnum sem þjáðust af dvergvexti. Or- sök þess er oft ónóg myndun vaxtarhormóns í heiladingli. Daniel hóf rannsóknir sínar fyrir um þremur áratugum en þær voru verulegum ann- mörkum háðar vegna þess að allt fram til ársins 1981 var ein- ungis unnt að afla vaxtarhor- móns úr heiladingli látins fólks. Til þess að hjálpa mætti Hvernig liti mannlífíð út ef enginn yrði gamall? 54 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.