Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 55

Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 55
Aldurinn markar andlit fólks, einkum við munn og augu. Það sem ræður mestu um aldursbreytingar eru hormónabreytingar, fæðið, sól- arljósið, sjúkdómar og lífsreynslan. einu barni þurfti að vinna vaxtarhormón úr heiladingli 50 manna á ári. í upphafi níunda áratugsins tókst hins vegar að framleiða hormónið með erfðatæknilegum aðferð- um og um leið varð það bæði auðfengnara og margfalt ódýr- ara. Segja má að tilkoma þeirr- ar tækni sé forsenda þeirra rannsókna sem Daniel vinnur nú að. Ef það reynist svo að gjöf vaxtarhormóns leiði til bættrar heilsu og aukinnar vel- líðunar er ljóst að þessi aðferð mun valda byltingu í háttum roskins fólks, hvort sem litið er til félags-, fjárhags- eða menningarlegra þátta og enn- fremur verður breyting á starfsgetu þessa aldurshóps. Um leið er vert að hafa í huga að menn sjá nú fyrir sér veru- leg vandkvæði í nánustu fram- tíð vegna þess að svo margt aldrað fólk verður óvinnufært en um leið fækkar í yngri ald- urshópum sem hljóta óhjá- kvæmilega að annast þá eldri. Ef unnt verður að lengja starfs- ævina verður þessi vandi um leið smærri og viðráðanlegri. Því er þó ekki að leyna að því fer víðs fjarri að allir taki þessum tíðindum fagnandi, margir hafa lýst yfir ótta sínum um að mikil hætta sé samfara þessu hormónavafstri því að sjálfsögðu er hér gripið inn í eðlilegt hormónavægi líkam- ans og slíkt kann ekki alltaf góðri lukku að stýra. Þar nægir að minna á ýmsar aukaverkan- ir sem notkun getnaðarvarnar- pillunnar hefur reynst hafa í för með sér. Margir kollega Daniels Rudmans hafa lýst yfir því að búast megi við ýms- um fylgikvillum hormónagjaf- ar af þessu tagi. Þeir telja m.a. að fjörugri og sprækari elli geti fylgt sykursýki, aukinn blóð- þrýstingur, liðbólga og jafnvel krabbamein. Aðrir telja að ynging vegna vaxtarhormónsins verði aðeins skammvinn en síðan hellist ellihrörnun yfir af auknum þunga. Verkun hormóna til yngingar líkamans er í and- stöðu við kenningu sem felur í sér að það séu m.a. innkirtlar líkamans (sem mynda hor- món) sem valda ellihrörnun. Sú kenning er einkum byggð á fjölmörgum tilraunum sem fram hafa farið á dýrum. Þær rannsóknir hafa m.a. leitt í ljós að ef heiladingull (sem stýrir öðrum innkirtlum) og aðrir innkirtlar, t.d. skjaldkirtill og kynkirtlar eru numdir brott úr líkama dýra halda líkamsvef- irnir yfirleitt lengur æsku- þrótti sínum. Samkvæmt öðr- um rannsóknum má einnig ná sömu yngingaráhrifum með því að neyta lítillar fæðu. Hóf- leg fæðuneysla sýnist draga úr framleiðslu hormóna í líkam- anum og hún virðist einnig minnka líkur á krabbameini. Rannsóknir sem fram fóru árið 1969 sýndu fram á að geld- ingar ná hærri aldri en kyn- hvatir menn. Því má hins veg- ar velta fyrir sér hvort ágóðinn af kynleysi vegi þyngra en tap þeirra eiginleika og hvata sem vissulega á sér stað við brott- nám þessara mikilvægu kirtla sem eistun eru. Því fer fjarri að ljóst sé hvað það er sem framkallar elli- hrörnun. Fjölmargar rann- sóknir hafa farið fram á þessu sviði og niðurstöður þeirra hafa einungis aukið glundroð- ann en ekki fært menn nær hinum endanlega sannleika. Elstu rannsóknir á þessu sviði eru um aldargamlar. Árið 1889 gerði rúmlega sjötugur lífeðlisfræðingur, Brown Sequard að nafni, til- raun þar sem hann í fyrirlestri drakk vatnsseyði af eistum hunds. Árangurinn kom fram að fám dögum liðnum og lýsti sér með auknum styrkleika og vellíðan. Niðurstöðurnar hafa ekki enn verið skýrðar á vís- indalegan hátt. Sú vitneskja sem menn búa nú yfir gerir mönnum kleift að skilja að nokkru leyti það ferli sem að lokum leiðir til hrörn- unar og dauða. Lykillinn að þeim skilningi er innan vé- banda frumunnar, nánar til- tekið í genum hennar. Hæsti aldur sem hundur hefur náð er þrjátíu ár, mús getur elst orðið þriggja ára og vitað er til að maður hafi náð 113 ára aldri og 215 dögum bet- ur. Þess skal getið að hér er um sannanlegan og skráðan aldur en óstaðfestar sagnir eru til af mönnum sem hafa orðið mun eldri. Þessi upptalning felur í sér að hver lífverutegund hef- ur afmarkað og takmarkað ald- ursskeið. Þessum takmörkun- um verður eingöngu rutt úr vegi með því að breyta erfða- efninu. Sú kenning um öldrun sem mestrar hylli hefur notið er að hún stafi af því að gallar komi fram í líkamanum eftir því sem á ævina líður. í mannslíkam- anum deyja um 18 milljónir fruma á hverri mínútu en ámóta margar nýjar koma í þeirra stað. Nýjar frumur verða til við það að gamlar frumur skipta sér og tvöfalt fleiri frumur sjá dagsins ljós. Það er þó ljóst að frumur eru ekki óskeikular fremur en páf- inn. Við skiptinguna verða mistök eins og gengur og gerist og eftir því sem skiptingum fjölgar eykst fjöldi þeirra fruma sem eru með einhvern galla í genum sínum. Stundum raska gallarnir störfum frum- Þreytueinkennin hurfu hjá þeim sem tóku vaxtahormóninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.