Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 11

Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 11
Séð yfír Njarðvík: „Sveitarfélögin á Suðurnesjum voru mjög nálægt því að sameinast árið 1986 en eru nú fíær því en þá. “ „Vonlaust mál" Sigfús Jónsson lcindfrœðingur og formaður sameiningarnefndar sveitarfélaga: Nœst aldrei samstaða meðal fólks á landsbyggðinni um víðtœkari sameiningu ukerfi til að tengja á milli þessara staða og þar kemur jarðgangnagerðin inn í. —Ef við hugsuðum svona gætum við kannski sagt sem svo; hér spörum við eitt sjúkrahús. Eða sparað í skólauppbygg- ingu með því að breikka ákveðinn veg og gera hann færan allt árið. Síðan myndum við gera 2-3 jarðgöng sem við vissum fyrir- fram að væru þjóðhagslega hagkvæm í stað þess að vera skipulagslítið í öllum þessum framkvæmdum í einu og líka að bora göt. Það má þó ekki gleyma þeirri staðreynd að mesta og dýrasta hreppapóli- tíkin á landinu er á höfuðborgarsvæðinu en það er skoðað í ljósi landsmálanna vegna þess að þjóðfélagsviðmiðið er orðið svo reykvískt. — Stórbættar samgöngur frá því sem áður var eru að breyta algjörlega sál- fræðinni í búsetumunstrinu á Islandi. Hin harða skipting á milli dreifbýlis og þétt- býlis er sem betur fer mjög að hverfa. En með núverandi skilningi stjórnvalda á þessum málum þá er ég ekkert bjartsýnn á þróunina, mér finnst aðeins að við höfum staðið lengi í stað. Það er svo sem ekkert skaðlegt að sameina sveitarfélög með þeim hætti sem nú er gert en það gerir ekkert gagn, við þurfum svo miklu róttækari að- gerðir. —Á meðan engin stefna ríkir um mark- vissa staðbundna uppbyggingu þá munu þeir sem ráðstafa fjármagni - sérstaklega ef það er þeirra eigið - vilja setja það í at- vinnuuppbyggingu þar sem áhætta vegna staðsetningar er minnst. Það er auðvitað á höfuðborgarsvæðinu í flestum tilfellum. Ríkisvaldið sjálft hefur lengst af verið mesti áhættuþátturinn í íslenskum at- vinnurekstri og þegar við bætist áhættan vegna rangrar staðsetningar þarf eldheita átthagasinna til að festa mikið fé á lands- byggðinni. Alþingi Islendinga á að sjálf- sögðu að taka ákvörðun um hvernig eigi að skipuleggja héraðastjórnsýsluna yfirleitt en það er nokkur valkvíði í alþingismönn- um vegna þessa. Þegar sveitarstjórnarlög voru afgreidd árið 1986 og að því kom að ákveða mörk héraðsnefnda þá gáfust þeir upp, köstuðu málinu út úr þinghúsinu og sögðu: „Nú er málið í höndum sveitar- stjórnarmanna“. En þeir eru kannski svona 1400 talsins! Þarna brást Alþingi gjörsamlega því hlut- verki sínu að vera sá aðili sem ræki smiðs- höggið á þessa margra áratuga umræðu sem er löngu komin í hring. Vissulega er þetta mál sem allir hafa skoðun á og sumir verða nokkuð heitir en Alþingi þarf líka að taka ákvarðanir í slíkum málum. 0 Ef það á að verða einhver bylting í þessum málum verður að breyta sveit- arfélögunum úr því að vera hreppar í að verða heil héruð. Og það næst aldrei samstaða meðal fólks um það, það er vonlaust mál, segir Sigfús Jónsson fyrrverandi bæjarstjóri og formaður sameiningamefndar sveitarfélaga: „Stærstu sveitarfélögin sem núna eru að ræða um hugsanlega sameiningu eru Stöðvarfjörður og Breiðdalsvík. Varð- andi spurninguna um af hverju stærri svæði á borð við Suðurnes, utanvert Snæfellsnes og Austur-Húnavatnssýslu eru ekki sameinuð í eitt sveitarfélag þá er það að mínu áhti vegna þess að flest viðfangssefni eru leyst með samstarfi í stað sameiningar. Það er ekki fyrr en menn eru orðnir þreyttir á samstarfinu að farið er að huga að sameiningu en þá koma gjarnan nýjar sveitarstjórnir til sögunnar." „Sveitarfélögin á Suðurnesjum, Keflavík, Njarðvík og nágrannasveitar- félög voru komin mjög nálægt því að sameinast árið 1986 en eru nú fjær því en þá.“ „Fólk myndar félagslegar heildir og þær eru aðgreindar á milli byggðarlaga. Á landsbyggðinni byggist hin félagslega heild mjög mikið á fjölskyldutengslum og menn hafa einfaldlega takmarkaðan áhuga á að vera að blandast öðru byggð- arlagi. Og annað sem oft gleymist er að þær byltingar í samgöngumálum sem við höfum orðið vitni að hafa einungis gerst á síðustu 10-15 árum. En samfé- lagslegar breytingar þurfa lengri þróun- artíma. Fyrir 15 árum voru menn enn að berjast við að lyfta vegunum upp úr snjónum og fóru almennt ekki á milli byggðarlaga að vetri til.“ „Til að efla sveitarfélögin svo ein- hverju nemi og fá þangað fjármagn og atvinnutækifæri þá duga engar smása- meiningar. Til þess dygði ekkert minna en að sameina t.d. allan Skagafjörð svo við tökum hann sem dæmi. Eða aðrar slíkar stærðargráður. En ég er hræddur um að í framtíðinni verði enn meira mis- vægi á milli höfuðborgarsvæðis og lands- byggðar. Ef það á að verða einhver bylt- ing í þessum málum verður að breyta sveitarfélögunum úr því að vera hreppar í að verða heil héruð. Og það næst aldrei samstaða meðal fólks um það, það er vonlaust mál. Það þarf ekki að tala við marga íbúa á landsbyggðinni til að kom- ast að því.“ 0 ÞJÓÐLÍF 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.