Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 13

Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 13
kenni á Skaftfellingum. Það kom t.d. fram í því að þeir voru ekki það fljótir að þeir lentu í loðdýraævintýrinu og sluppu þannig við það. Og ef að er gáð þá eru hér ýmsir möguleikar, t.d. ágætir möguleikar á garðrækt, rófu, gulrófna og kartöflurækt og bleikjueldi er aðeins farið af stað hér. Það tengist fiskeldisbraut hér á Kirkju- bæjarklaustri sem rekin er í samvinnu við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Það er tveggja ára nám og 10-12 nemendur á hvoru ári, teknir inn eftir tveggja ára fjölbrautarnám. Þeir yngstu koma inn í skólann í kringum 18 ára aldur en einnig er fólk allt upp í fertugt.“ „Vatnið er náttúruauðlind hjá okkur, þ.e.a.s. kalda vatnið því að við höfum ekkert heitt vatn. Þess vegna er hér gott veiðisvæði, bæði ár og vötn. Það er mikið um venjulega sölu veiðileyfa en einnig eru árnar leigðar út, hópum og einstökum að- ilum. Við höfum sjóbirting í ám en það er sérstök tegund af silungi sem veiðist ekki víða annars staðar og svæðið er þekkt fyrir. Þetta er einnig eitt helsta álaveiðis- væði landsins og hér eru að fara af stað álarannsóknir. Áll hefur ekkert verið nýtt- ur á íslandi síðustu árin og ekkert rann- sakaður en atvinnumálanefnd hreppsins og Fiskeldisskólinn standa saman ásamt fleirum að þessum rannsóknum.“ „Það er býsna margt sem tínist til og mér finnst fólk vera bjartsýnt á framtíð héraðsins og staðarins. Búseta hefur verið nokkuð jöfn þó að hún hafi reyndar færst dálítið til þéttbýlisins, Klausturs, úr sveit- unum. Raunar fækkaði hér eitthvað á síð- asta ári en það var ekki síst vegna harðn- andi reglna um hvar menn skrá lögheimili sitt. Við höldum líka að fólki muni fjölga með tilkomu nýs hjúkrunarheimilis sem verður einn stærsti vinnustaðurinn hér þegar allt er komið upp. Það verður tekið í notkun á næsta ári og verður 20 manna vinnustaður en það er stórt á okkar mæli- kvarða.“ 0 n u Reyndum að koma í veg fyrir sameiningu Hreinn Þórðarson fyrrverandi hreppstjóri í Auðkúluhreppi sem var sameinaður Þingeyrarhreppi: Hefði hentað betur að sameinast Bíldudalshreppi — Bíldudalshreppur vildi taka upp umræður um sameiningu en komst aldrei svo langt vegna þess að nefnd- in sem skipuð var til að kanna þessi mál sá aldrei né ræddi aðra mögu- leika en sameiningu við Þingeyrar- hrepp, segir Hreinn Þórðarson bóndi á Auðkúlu: Þann 1. apríl 1990 gekk í gildi sam- eining tveggja hreppa í Vestur-ísa- fjarðarsýslu, Auðkúluhrepps og Þing- eyrarhrepps. Hreinn Þórðarson, bóndi á Auðkúlu var hreppstjóri í Auðkúluhreppi síðustu árin sem hann var við lýði: „Það var farið út í sameininguna vegna þess að núverandi sveitarstjórn- arlög kveða á um lágmarksfjölda sem megi vera í einu sveitarfélagi. Form- lega var ekki um valdboð að ræða og meirihluti sveitarstjórnar Auðkúl- uhrepps samþykkti sameininguna. Hins vegar var það búið að ganga á undan að Félagsmálaráðuneyti skrif- aði sveitarstjórn okkar og fór fram á að við tilnefndum menn í nefnd til að kanna möguleika á sameiningu hreppsins við nærliggjandi sveitarfé- lög. Ef sveitarfélagið hefði neitað þessu þá var það samkvæmt lögum verkefni Félagsmálaráðuneytisins að skipa þessa nefnd í stað sveitarfélags- ins. Af tvennu illu vildum við heldur gera það sjálfir. Við reyndum það sem við gátum til að koma í veg fyrir þessa sameiningu og vorum með undir- skriftalista gegn henni sem allir íbúar í Auðkúluhreppi sem áttu þess kost skrifuðu undir að einum undanskildum, þ.e. um fimmtán manns. „Við vorum á móti þessu vegna þess að eins og samgöngumálum er háttað hjá okkur þá eru engir möguleikar á að við getum myndað það sem kallað er í lögum félagsleg heild með íbúum í Þingeyrar- hreppi. Það er yfir Hrafnseyrarheiði að fara og á venjulegum vetri er hún lokuð frá því í byrjun desember og fram í apríl, maí. Reyndar var keyptur snjóbíll í vor en það er engin reynsla komin á hann ennþá.“ „Við vorum alls ekkert í vandræðum með að reka sveitarfélagið sem slíkt því að Auðkúluhreppur var tiltölulega vel staddur fjárhagslega og átti peninga í sjóði sem sennilega fá sveitarfélög eiga. Og við töldum okkur geta fært rök fyrir því að við gætum vel sinnt okkar málum, a.m.k. þangað til samgöngur væru komnar á það stig að við gætum myndað þessa félagslegu heild með Þingeyri. Raunar taldi ég að ef við kæmumst ekki hjá sameiningu þá hentaði okkur betur við þessar aðstæður að sameinast við Bíldudalshrepp. Bíldudalshreppur vildi taka upp umræður um sameiningu en komst aldrei svo langt vegna þess að nefndin sem skipuð var til að kanna þessi mál sá aldrei né ræddi aðra mögu- leika en sameiningu við Þingeyrar- hrepp. I þessari nefnd sátu lögum sam- kvæmt tveir menn á vegum hreppsins, tveir á vegum sýslunnar og síðan odda- maður á vegum Félagsmálaráðuneytisins.“ 0 Eyjafjarðarsveit „Allt öðru vísi sveitarfélag" Birgir Þórðarson í Eyjafjarðarsveit: Þetta er í raun allt öðru vísi sveitarfélag en þau gömlu voru —Það er miklu auðveldara að fást við öll mál á þessum grundvelli heldur en í þrennu lagi áður, segir oddviti Eyjafjarð- arsveitar sem er nýlegt tæplega 1000 manna sveitarfélag og til orðið úr þrem- ur hreppum. Um síðustu áramót gekk í gildi samein- ing þriggja hreppa í Eyjafirði, Önguls- staðahrepps, Hrafnagilshrepps og Saur- bæjarhrepps. Birgir Þórðarson var odd- viti Öngulsstaðahrepps fyrir sameiningu og er nú oddviti hinna sameinuðu hreppa sem nefnast einu nafni Eyjafjarðarsveit: „Það lágu margar ástæður til þess að farið var út í sameiningu og þær má rekja dálítið aftur í tímann. Það hafði lengi verið talað um að það lægi mjög vel við að sam- eina þessi þrjú sveitarfélög hér framan Ak- ureyrar og árið 1985 var skipuð samstarfs- nefnd þeirra sem kannaði kosti við sam- einingu. Sú nefnd var skipuð að frumkvæði sveitarfélaganna sjálfra og það má segja að þessi sameining hafi orðið al- gerlega án utanaðkomandi þrýstings, frá ráðuneyti eða slíkum aðilum." ÞJÓÐLÍF 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.