Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 14

Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 14
INNLENT Reynslan jákvæð Húnbogi Þorsteinsson í Félagsmálaráðuneytinu: Reynslan er jákvœð en hin gamla sveitarfélagaskipan á djúpar rætur í vitund fólksins Það sem hefur áunnist síðan 1986 er að sveitarfélögunum hefur fækkað um 23, þau voru 223 en eru núna 200, segir Hún- bogi Þorsteinsson skrifstofustjóri í Fé- lagsmálaráðuneytinu. Húnbogi Þorsteinsson er sá starfsmað- ur sem mest hefur unnið með sameining- armál á þeim bæ. Hann hefur auk þess starfað sem sveitarstjóri í Borgarnesi í 17 ár og þekkir málin frá mörgum sjónar- hornum. Hann var spurður til hvers væri yfirleitt verið að sameina sveitarfélög: „Sameiningin ein er í sjálfu sér ekkert markmið en á íslandi er ákaflega mikið af litlum sveitarfélögum og tilgangurinn með því að sameina þau er sá að skapa sterkari heildir, bæði félagslega, atvinnu- lega og stjórnunarlega séð til hagsbóta fyrir íbúana. Mörg þessi minni sveitar- félög geta ekki ein og sér sinnt þeim verk- efnum sem sveitarstjórnarlögin gera ráð fyrir að sveitarfélögin sinni. Þetta hefur verið leyst þannig að sveitarfélögin hafa unnið þessi verk í samvinnu, t.d. verkefni á sviði heilbrigðismála, skólamála, bruna- mála og öldrunarmála. Þó að þessi sam- vinna hafi oft á tíðum gengið vel þá hafa gjarnan verið ákveðnir annmarkar á henni, t.d. þeir að þótt kjörnir sveitar- stjórnarmenn hafi átt að hafa síðasta orðið í slíkum verkefnum og hið endanlega vald þá hefur reyndin orðið sú að hinar ýmsu nefndir og ráð hafa stjórnað of miklu og sveitarstjórnirnar síðan staðið frammi fyrir gerðum hlut. Stjórnkerfið hefur verið svo þungt í vöfum.“ „Á milli 1960 og 70 fór fyrst af stað veruleg umræða um sameiningu sveitarfé- laga og fyrstu lögin um þetta mál voru sett 1970. í þeim lögum voru kannski ekki mjög ákveðin ákvæði sem hvöttu til sam- einingar enda urðu ekki sameiningar á grundvelli þeirra nema í tveimur tilvikum á árunum 1970 til ársins 1986 þegar nýju sveitarstjórnarlögin voru sett. Það voru sameiningar ísafjarðar og Hnífsdals og tveggja sveitarfélaga í Vestur-Skaftafells- sýslu. „Árið 1986 tóku gildi ný sveitarstjórnar- lög og þá voru lagðar miklu ákveðnari skyldur á ráðuneytið um sameiningu sveitarfélaga. Þýðingarmest var kannski að það voru sett lög um lágmarksíbúa- fjölda sveitarfélags, 50 manns. Þar með var lögð sú skylda á ráðuneytið að sameina þau sveitarfélög sem hefðu færri íbúa svo fremi sem ekki væru fjarlægðir eða sam- gönguerfiðleikar sem gerðu það að verk- um að íbúar gætu ekki myndað félagslega heild með öðru sveitarfélagi.“ „Það sem hefur áunnist síðan 1986 er að sveitarfélögunum hefur fækkað um 23, þau voru 223 en eru núna 200. Ráðuneytið hefur yfir takmörkuðum starfskrafti að ráða og hefur því fyrst og fremst einbeitt sér að þeim sveitarfélögum sem hafa undir 50 íbúa. Síðan höfum við aðstoðað þau sem af frjálsum vilja hafa sameinast þótt Húnbogi Þorsteinsson. Stjórnkerfíð hefur verið þungt í vöfum. þau væru stærri. Það er auðvitað ekki komin löng reynsla á þessar sameiningar en sú reynsla sem fengin er er jákvæð og engir verulegir annmarkar virðast hafa komið fram. En auðvitað á hin gamla sveitarfélagaskipan djúpar rætur í vitund fólksins, margir eru dálítið fastir í henni og ekki er hægt að horfa fram hjá því.“ „Þegar fór að saxast á þessi litlu sveitar- félög sem hafa innan við 50 íbúa þá fóru menn að ræða hvað ætti að taka við og það hefur mikið verið rætt við Samband ís- lenskra sveitarfélaga. Þeir hafa gert sam- þykktir um að þessi lágmarksíbúatala eigi að færast upp í 400 en þó í áföngum. Áður en farið væri í að breyta lögunum tók ráð- herra þá ákvörðun að skipa mjög fjöl- menna nefnd til að gera tillögur um áfram- haldið. I þessari nefnd eru fulltrúar þing- flokkanna sem voru á þingi síðastliðinn vetur og einnig frá Byggðastofnun og Sambandi sveitarfélaga. Sú nefnd á að gera tillögur um framhaldið í þessum mál- um og þá er bæði verið að tala um hækkun lágmarkstölunnar og fleiri atriði. Þessi nefnd hefur haldið fundi með flestum sveitarstjórnum á landinu til að finna út viðhorf sveitarstjórnarmannanna til sam- einingarmála, bæði almennt og einnig staðbundið. Þannig eru menn að reyna að gera sér mynd af öllu landinu, viðhorfum til sameiningarmála og skynsamlegum sveitarfélagamörkum í framtíðinni. Það er von á niðurstöðum úr þessu nefndarstarfi í haust og á því verður framhaldið trúlega byggt.“ „Það var haldin skoðanakönnun um hvort menn vildu fara út í sameiningu eða ekki. Niðurstaðan varð sú að 80% af þeim sem greiddu atkvæði voru hlynntir henni. Þar sem niðurstaðan var svo einróma þá ákvað sveitarstjórnin sem kosin var 1990 að stefna að sameiningu um næstu áramót. Það var kosið um málið og sameiningin samþykkt með miklum meirihluta. “ Birgir Þórðarson. Sé ekki fram á að farið verði út í enn stærri sameiningar við Eyjafjörð á næstunni. „Nú er þetta orðið talsvert stórt sveitar- félag, 977 íbúar um síðastliðin áramót og það krefst þess að það starfi nokkuð stór stjórnsýslustöð. Hún er nú staðsett á Laugalandi og við erum hér þrír í nokk- urnveginn fullu starfi.“ „Við höfum rekið okkur á að þetta er í raun allt öðru vísi sveitarfélag en þau gömlu voru. Það er miklu auðveldara að fást við öll mál á þessum grundvelli heldur en í þrennu lagi áður, þetta hefur mikla kosti í för með sér og jafnvel þeir sem voru andvígir eru orðnir mjög ánægðir með þetta. Enginn sérstakur styr hefur orðið um nein málefni og í raun hefur þetta gengið betur en við bjuggumst við. Hins vegar hefur vinnan við sjálfa sameining- una orðið mikil, það er talsvert flókið mál að vinna úr mismunandi aðstæðum og jafnvel reglugerðum sem voru í gömlu sveitarfélögunum og samræma þær.“ „Ég sé ekki fram á að það verði farið út í enn stærri sameiningar hér við Eyjafjörð á næstunni. Sameiningar sveitarfélaga hljóta að fara eftir aðstæðum á hverjum stað og ekki er hægt að gefa neina forskrift fyrir slíku. Hjá okkur skiptir miklu máli að svæðið er félagslega ein heild og íbúarn- ir umgangast mikið innbyrðis. Ef svæðið stækkaði þá yrði það talsvert aðskilið fé- lagslega en auðvitað má sjá fram á að á næstu 10-20 árum verður mjög mikil breyting á bæði sveitarstjórnarmálum og öðru í landinu og ekki er gott að spá um framtíðina.“ 0 14 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.