Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 15

Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 15
110 ARA GAMALT FYRIRTÆKI ✓ Uraverslun Magnúsar Benjamínssonar sennilega elsta fyrirtœki landsins. Hermann Jónsson núverandi eigandi þriðji eigandi frá upphafi í borg þar sem fyrirtæki eru gjörn á að ná ekki ýkja háum aldri má það tíðind- um sæta að heyra um verkstæði og verslun sem nú hefur starfað í sam- fleytt 110 ár. Fyrirtækið sem hér um ræðir er Ura og skartgripaverslun Her- manns Jónssonar í Veltusundi en það var stofnsett árið 1881 og nefndist þá Ursmíðaverkstæði Magnúsar Benja- mínssonar. Það var þá til húsa neðst á Vesturgötu. agnús Benjamínsson lærði iðn sín hjá Magnúsi Jónssyni, úr- smið á Akureyri en dvaldi síðan við framhaldsnám í Kaupmannahöfn í eitt ár. Árið 1881 voru íbúar Reykjavíkur u.þ.b. 3000 og fyrir í bænum voru tveir úrsmiðir, þeir Eyjólfur Þorkelsson og Guðmundur Lambertsen. Árið 1887 flutti Magnús sig svo um set niður í Velt- usund þar sem fyrirtækið hefur verið til húsa síðan. Árið 1933 þegar Magnús var á 81. aldursári fór hann að draga sig í hlé frá störfum og tók þá sem meðeigendur SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR Hermann við cina af hinum öldnu klukkum sem hann stundar viðgerðir á. sína Sverri Sigurðsson, tengdason sinn, Hjört Björnsson og Ólaf Tryggvason. Tveir þeir síðarnefndu höfðu lært úrs- míði hjá Magnúsi eins og margir aðrir úrsmiðir gerðu. Magnús smíðaði fjölda merkra gripa, klukkur af öllum gerðum og m.a. stjörnukíki sem hann notaði sér til aðstoðar við tímamælingar en honum var strax árið 1881 falin umsjón með kirkjuklukkunni í Reykjavík. Hann var einnig aðalhvatamaður þess að byggja Iðnaðarmannafélagshúsið í Reykjavík (Iðnó) og margt fleira mætti telja um þennan merka mann en hann lést árið 1941. Eigendaskipti hafa alls ekki verið tíð í þessu rótgróna fyrirtæki og núverandi eigandi, Hermann Jónsson er einungis sá þriðji í röðinni á 110 árum! Hermann lærði úrsmíði hjá Eggerti Hannah, úrsmið á Barónsstíg og stundaði síðan verslunarrekstur í Lækjargötu áður en hann keypti þetta fyrirtæki um áramótin 70-71 en síðan eru liðin 20 ár. Kona Her- manns og sonur, Sjöfn Bjarnadóttir og Jón Hermannsson, vinna með honum í versluninni en Jón sem er 25 ára gamall er að læra úrsmíðar í Danmörku. Hermann hefur haft ánægju af og sér- hæft sig í viðgerð á gömlum klukkum. Hann segir að hér á landi sé töluvert af 150 og upp í 200 ára klukkum, yfirleitt þýskum og svissneskum en á stríðsárun- um hafi verið algengt að menn keyptu klukkur á fornsölum í Englandi og Dan- mörku fyrir lítið verð. Það er sama fólkið sem kemur aftur og aftur í verslunina, jafnvel háaldrað fólk sem varla getur staulast yfir þröskuldinn og segir að fermingarúrið sitt hafi verið keypt í þess- ari verslun. Og fjölskyldan er bjartsýn á framtíðina. Eftir að Kringlan opnaði dróst umferð í miðbænum saman og þar með sala en það er að breytast aftur núna segir Hermann og miðbærinn á hraðri uppleið enda kveðast margir fá persónu- legri þjónustu þar. 0 Hjónin Sjöfn Bjarnadóttir og Hermann Jónsson ásamt syni sínumjóni Hermannssyni í verslun■ inni. ÞJÓÐLÍF 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.