Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 16

Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 16
RAUÐI BARÓNINN Á TÖLVUSKJÁNUM „Rauði baróninn" og aðrir nýir leikir frá Sierra On-Line fyrirtækinu gleðja tölvuleikmenn — og ný útgáfa, númer 5 af DOS er komin á markað. Nú í vor sendi hinn bandaríski fram- leiðandi afþreyingarhugbúnaðar, Sierra On-Line, frá sér slatta af nýjum leikjum auk nýrra leikja frá dótturfyrirtækjum Sierra, Dynamix, og hinu japanska Game Arts. Þar ber hæst framhaldið af King’s Quest og Space Quest. Sierra tekur talsverða áhættu með útgáfu þessara leikja. Þessar seríur hafa verið söluhæstu afurðir fyrirtækisins en þessar nýjustu útgáfur eru með allt öðru stýrikerfi en fyrri leikirnir. í stað þess að rita inn skipanir á lyklaborðið eins og áður var er öllu stýrt með mús eða stýripinna. Ég varð afskaplega svekktur á þessu nýja kerfi þegar ég ræsti leikina í fyrsta sinn en viti menn, eftir nokkurn tíma var ég kom- inn á kaf í leikinn og var alveg sama um nýja kerfið. Eini ókosturinn sem ég fann í fljótu bragði var að þegar átti að halda norður, sem er að sjálfsögðu upp á skján- um, átti stýri„stikan“ til að spretta upp og er það ansi bagalegt þegar slíkt gerist á krítísku augnabliki og allt fer í klessu. Þessir nýju leikir hafa ýmislegt til að bera sem sættir mann við nýja kerfið. Báð- ir voru leikirnir gefnir út í sérstökum VGA útgáfum og eru þær vægast sagt glæsilegar. Bakgrunnsmyndir leikjanna eru handmálaðar og stuðst er við kvik- myndir af lifandi fólki til að gera hreyfing- ar persónanna sem raunverulegastar. Tónlistin er að sjálfsögðu stórkostleg enda er þessi „tölvukvikmynda" tónlist löngu orðin að vörumerki Sierra leikjanna. Flughermirinn Red Baron er annar stórgóður leikur frá Sierra eða öllu heldur Dynamix. Eins og nafnið gefur til kynna er um stríðsleik að ræða og er sögusviðið Fyrri heimsstyrjöldin. Hermirinn sjálfur er með nokkuð hefðbundnu sniði en ýmis- legt er við þennan leik sem ekki er hefð- bundið. í fyrsta lagi má telja að leikurinn er byggður á Fyrri heimsstyrjöldinni en þá var í fyrsta skipti barist í lofti og er það greinilegt á þeim flugvélum sem valið er á PÉTUR BJÖRNSSON milli í leiknum. Flestar eru þær margþekj- ur og eru stjórntækin sett upp á skjánum á nákvæmlega sama hátt og í raunverulegu vélunum. Annað er að fá að fljúga söguleg- ar orustur, annað hvort sem breskur eða þýskur ás, og berjast jafnvel með eða á móti Rauða baróninum sjálfum, Manfred Von Richthofen eða einhverjum álíka. Mikil vinna var lögð í rannsóknir á bæði vélunum og flugmönnunum sem flugu þeim til að gera leikinn sem raunverulega- stan. Upplýsingar um flugmennina og hvernig þeir flugu voru síðan notaðar til að láta flugmennina í leiknum fljúga á sem raunverulegastan hátt, auk þess sem ljós- myndir af þeim birtast þegar um þá er rætt. I stuttu máli, enn einn pottþétti leikja- pakkinn frá Sierra. Jæja, þá hefur Microsoft loksins sett útgáfu 5 af DOS á markað. Þetta er fyrsta uppfærsla á DOS sem unnin er af forritur- um Microsoft síðan DOS 3.30 kom út 1987. Að vísu kom DOS 4.0 í millitíðinni en það var ekki á snærum Microsoft held- ur IBM til að byrja með og síðan kom hún endurunnin hjá Microsoft. Þessi útgáfa, 5, er hugsanlega sú mikilvægasta sem komið hefur síðan útgáfa 2.2 kom á mark- að 1983. DOS 5 hefur að sjálfsögðu margt til að bera sem ekki fyrirfannst áður. Eitt helsta framfarasporið er það að geta loksins not- að aukaminni tölvunnar en DOS 5 er fáan- legt til að hlaða stýriskrár sínar og annað slíkt í svokallað æðra minni sem skilar sér í auknu vinnsluminni. Þetta er aðgerð sem ekki var hægt að framkvæma áður nema með utanaðkomandi hugbúnaði, s.s. QEMM. Auk þessa notar DOS 5 nú minna minni en DOS 4.0 og er það í fyrsta sinn sem uppfærsla DOS tekur minna minni en forverinn. Auk þessa ræður DOS 5 við stærri harða diska en 32mb eins og DOS 4 og þarf því ekki á SHARE.EXE að halda og bætast þar við nokkur bæti í vinnsluminni. Skelin sem fyrst fylgdi með DOS 4 hef- ur verið algerlega endurnýjuð og er nú meira Windows 3.0 yfirbragð á henni en áður. Eitt það sem fylgir skelinni í DOS 5 er framkvæmdalisti (Task List) sem gerir kleift að hafa fleira en eitt forrit í gangi í einu og skipta milli þeirra á einfaldan hátt. Þá „frýs“ fyrra forritið meðan annað fer í gang. Fyrir þá sem taka skipanalínuna fram yfir skelina eru einnig nýjungar. Hin klassíska skipun DIR hefur nú nýja möguleika á flokkun, s.s. eftir stafrófsröð, stærð eða dagsetningu. Einnig leit og kembingu eftir einhverjum sérstökum eiginleikum um allt tré. Einnig er hjálp á skipanalínunni sem er tiltæk hvar og hve- nær sem er. Gamlir fylgifiskar DOSins, EDLIN og GWBasic, eru nú horfnir á braut og ný forrit tekin við. í stað EDLIN er kominn ritari sem sver sig meira í ætt við „stóru bræður“ sína, ritvinnslurnar en EDLIN gamli gerði. í stað GWBasic kemur Qu- ickBasic en mun þar á ætla ég ekki að reyna að útlista enda ekki mikill forritari. Annað sem DOS 5 hefur en forrennarar ekki eru möguleikar á endurheimtingu eyddra skráa og forsniðinna diska. Þessi forrit eru að vísu ekki gerð hjá Microsoft heldur Central Point Software en eru þó innan DOS 5. Uppfærsla úr einhverri útgáfu DOS í útgáfu 5 fæst hjá Microsoft umboðinu á Islandi sem er hjá Einari J. Skúlasyni. 0 16 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.