Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 22

Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 22
ERLENT Erkibiskups boðskapur Jean-Marie Lustigererkibisk- up í París lét hinn vinsæla leikstjóra Robert Hossein telja sig á athyglisverða markaðshugmynd. Framhlið Saint-Augustine kirkjunnar var lögð undir auglýsingu á nýjasta leikverkinu undir stjórn Hosseins. Undir mynd- inni af Jesú og fylgisveinum hans sem lýst er upp að kvöldlagi er hægt að lesa nafnið á leikverkinu —en það er úr Mattheusarguðspjalli: ...,,og nafn hans var Jesús“. Friðarsinninn Hossein taldi staðsetninguna tilvalda: „ég hef aldrei vitað til þess að þarna væri neins konar aug- lýsing um vopn eða vopna- skak“. Og erkibiskupinn getur einnig verið ánægður, því auglýsingaspjaldið þekur skemmdir og byggingasár á kirkjubyggingunni... (Spiegel/óg) 26 ára gömul sýningarstúlka, Yasmin Le Bon sem gift er poppsöngvar- anum Simon Le Bon (Duran, Duran) misheppnaðist að slá í gegn á uppboði sem haldið var fyrir skömmu ígóðgerðarskyni. Á uppboðinu sem „Vinir jarðarinnar" héldu til styrktar umhverfísvernd var til sölu mynd af Yasmin nakinni og á sjöunda mánuði meðgöngu sinnar af frumburði þeirra hjóna. Von þeirra var sú að myndin myndi seljast háu verði en andvirðið átti að nota íherferð gegn útrýmingu regnskóganna. En einungis einn maður bauð ímyndina; hún var slegin Simoni á ríflega 100 þúsund krónur... Samir við sig Það er sagt á Vesturlöndum að japanskir ferðamenn taki Ijósmyndun eða kvikmyndun á ferðalögum fram yfir allt annað. Og þetta sannaðist á Taro Nakayama utanríkisráð- herra Japana á dögunum.Á fundi sjö voldugustu iðnríkja heims í Lundúnum á dögun- um varð hann sjálfur sér út um minningarbrot sem kol- legar hans hefðu tæpast haft hugmyndaflug til. Eftiraðjap- anski ráðherrann hafði leyft sér í viðurvist hinna utanríkis- ráðherranna að fara í taug- arnar á Bessertnych utanrík- isráðherra Sovétríkjanna með kröfu um að Sovétmenn afhentu Japönum Kurileyj- arnar hugðist Rolland Dumas utanríkisráðherra Frakklands ganga frá kvöldverðarborði þessa herlega selskaps á undan öðrum. En Nakayama lét stöðva Dumas við dyrnar og bað alla félaga sína um að stilla sér upp til myndatöku, dró litla myndavél upp úr em- bættistösku sinni og kvaðst endilega vilja eiga mynd til minningar um þennan fund. Japanski túlkurinn tók síðan myndina þannig að Naka- yama gæti verið með á henni með Bessertnych og hinum strákunum.... (Spiegel/óg) 22 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.