Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 26

Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 26
ERLENT hlutverki. Þar sem heiður fjölskyldunnar byggist á sómakærri hegðun konunnar hvílir sú skylda á karlmönnunum að hreinsa af þá bletti sem geta rýrt heiður hennar. Óhlýðin kona er ögrun við vald eiginmannsins og réttlætir oft barsmíðar og þá gjarnan í allra augsýn til að sýna þorpsbúum hver sé húsbóndinn á heimil- inu. Sumir glæpir eru taldir það alvarleg- ir, t.d. ef kona gerist sek um hórdóm að ekkert getur hreinsað þann smánarblett af fjölskyldunni nema blóð. Iarabískum dagblöðum má ósjaldan lesa fréttir af slíkum glæpum (crime of honour). Meðal fátækari stétta í dreifbýli er þessi siður enn í fullu gildi og faðir eða bróðir verða að gjöra svo vel að sýna dug í sér til að framfylgja þessari skyldu ef stúlka innan fjölskyldunnar er grunuð um slíka synd. Ef þeir skorast undan þýðir það ævarandi mannorðsmissi og ásakanir um hugleysi jafnt frá körlum sem konum. Sumir hópar eru umburðarlyndari. I stór- borgum er þessi siður löngu aflagður og Karlmaðurinn skal ekki láta sér neitt fyrir brjósti brenna. sum ríki hafa jafnvel bannað slík morð með lögum en í reynd eru þessi lög hunds- uð og oft á tíðum ekki viðlagðar refsingar við þeim. Ungur drengur lærir því snemma að vera siðgæðisvörður systra sinna og stund- um fylgdarmaður ef þær fara út úr húsi. Innan veggja heimilisins er víst nokkuð algengt að drengir skipi systrum sínum fyrir og berji þær ef þær hlýða ekki fljótt og vel, jafnvel þó þær séu eldri en þeir. Kvenleiki kvennanna byggist á þeirri hugmynd að þær séu viðkvæmar og þarfn- ist verndar. Fjölskyldunni eða ættinni ber lagaleg og siðferðisleg skylda til að sjá fyrir þeim svo framarlega sem þær hegða sér innan velsæmismarka. Fyrst sér uppruna- fjölskyldan fyrir þeim, síðan fjölskylda eiginmannsins. Við skilnað ber fjölskyldu konunnar skylda til að taka við henni aftur en hún reynir undantekningarlaust að gifta hana aftur. Yfirleitt gengur það ágæt- lega því fyrrverandi eiginmaðurinn fær alltaf forræði yfir börnum þeirra. Hins vegar eru ekkjur lágt skrifaðar því þær mega ekki giftast aftur og eru því taldar baggi á eigin fjölskyldu. Hefðin krefst þess af konu að hún sé auðsveip, hlýðin, dugleg og hógvær og sé laus við alla forvitni um það sem henni „kemur ekki við“. Stúlkum er kennt að markmið þeirra í lífinu sé að giftast og eiga börn. Strax frá barnsaldri hjálpa þær móð- ur sinni við heimilisverkin og gæslu yngri systkina. Við giftingu flytjast þær svo inn á heimili tengdaforeldranna. Þeim ber að hlýða tengdamóður sinni umyrðalaust og alloft gengur það ekki átakalaust fyrir sig. Ungri tengdadóttur er oft tekið með mik- illi tortryggni og vökult auga tengda- móðurinnar vegur og metur hverja gjörð hennar. Margar sögur eru til af slíku mis- sætti milli tengdamæðgna og algengast er að sonurinn taki frekar upp hanskann fyrir móður sína en eiginkonu þegar slær í brýnu milli þeirra, þar sem lítil reynsla er komin á eiginkonuna. Frjósemi hennar er eina útgönguleiðin úr ánauðinni og þegar nokkur börn eru komin í heiminn eykst þrýstingur á eiginmanninn að þau stofni til eigin heimilis. Þó svo að Kóraninn banni ekki getnaðarvarnir undir vissum kringumstæðum vilja konur ekki nota þær því stór barnahópur er þeirra eina tæki til að öðlast betri stöðu. Meðan kona er á barneignaraldri er henni oft vantreyst og eðli hennar talið hvikult og veiklundað. Þær eru vaktaðar og rík áhersla er lögð á að þær beri slæðuna og jafnvel blæjuna rétt (fer eftir svæðum), noti ekki snyrtivörur 26 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.