Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 27

Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 27
Konur eru eins og ósnertanlegar verur. o.þ.h.. Ef kona hins vegar þræðir hinn þrönga veg dyggðarinnar og er trúföst og frjósöm getur hún notið umtalsverðrar virðingar. Með aldrinum þegar hún hættir að vera kynvera öðlast hún oft á tíðum stöðu sem er jafnvíg stöðu karlmannsins. Hún ein hefur óskorað vald yfir heimilinu og sínu verksviði. Inni á heimilinu er langt frá því að henni finnist hún kúguð. Full- orðin kona hefur oft mjög mikið vald yfir börnum sínum, jafnvel löngu eftir að þau verða fullorðin. Einnig getur hún mörgu ráðið gagnvart eiginmanni sínum með dyggilegri aðstoð sona sinna. Þessi mikli aðskilnaður milli karla og kvenna hefur það í för með sér að samstaða kvenna er oft mjög mikil og í reynd hafa þær þróað með sér ákveðna stjórnunarlist sem byggist á klókindum og hvítri lygi. Sjálfsagt er sú aðferð þeirra eina leið til að fá sitt fram því að tala hreint út væri alltof ögrandi við húsbóndavaldið og beinlínis hættulegt. Uppreisnargjörn kona yrði rekin út á guð og gaddinn og á í raun hvergi höfði sínu að halla. Engin stofnun er til að hjálpa konu í slíkri stöðu. I fyrsta lagi er hæpið að hún fengi vinnu, m.a.sök- um lítillar menntunar en menntun stúlkna er oftast mikið minni en drengja. Auk þess yrði fyrirlitning alls samfélagsins svo mik- il að henni yrði óvært það sem eftir væri. Algengt bragð sem konur nota ef þær eru óánægðar með eitthvað hjá bónda sínu er að vanrækja heimilið og koma kvitt á kreik um að bóndinn standi sig ekki í bólinu. Flýgur fiskisagan og maðurinn verður að- hlátursefni allra þorpsbúa. Frá sjónarhóli íslam er kynlíf litið já- kvæðum augum og þá innan ramma hjónabandsins. Hórdómur er hins vegar fordæmdur og réttlætir oft grýtingar og dráp, jafnt á konum sem körlum. í raunveruleikanum er samfélagið til- tölulega afslappað gagnvart körlum en mjög miskunnarlaust gagnvart konum á þessu sviði. Sannur karlmaður á að lifa fjörugu kynlífi, a.m.k. láta líta út fyrir að svo sé. Kynferðisleg bæling karla frá kynþroskaaldri til hjónabands er erfitt mál fyrir unglingsstrák sem um leið þarf að sanna sig félagslega og þá auðvitað á kynferðissviðinu sem á að undirsrika karl- mennsku hans. Hann er því staddur í nokkurs konar „Catch 22“-ástandi. Á þessu tímabili eru konur ekki á hverju strái. Maður getur ekki kvænst nema eiga dágóða upphæð í brúðarverð og oft geta liðið mörg ár áður en hann getur kvænst, einkum í fátækari stéttum. Heiðvirðar konur halda sig innan veggja heimilisins og sjást ekki á almannafæri nema með slæðu eða blæju og eru næstum aldrei ein- ar á ferð. Konur eru hluti af öðrum heimi og „hættulega“ forboðnar. Frá sjónarhóli samfélagsins eru tengsl kynjanna alger- lega óhugsandi nema ættarleg eða kyn- ferðisleg. Það er litið niður á karlmenn sem stunda vændishús og oft er það ekki á hvers manns færi að nálgast slíkt. Þessi fjarlægð við kvenfólk virkar sem olía á eld og kynferðisleg þráhyggja eykst að sama skapi. Enda er það kannski engin furða að samkynhneigð er mjög algeng meðal Ar- aba og er alveg laus við að vera talin sjúk- leg eða afbrigðileg eins og gjarnan á Vest- urlöndum. Hún er að vísu ekki talin æski- leg þar sem hún leiðir ekki til mannfjölgunar en það er eitt aðalmarkmið samfélagsins. Reyndar er hægt að tala um tvær tegundir af samkynhneigð. Sú fyrri tengist fágun og er stunduð af efri stétt- um. Smekkur fyrir ungum drengjum er víðþekktur í hinum íslamska heimi og birtist oft í arabískum og tyrkneskum bókmenntum. Slík sambönd eru talin sem góð ábót við kynferðislegt samneyti við konur. Hin tegundin er hins vegar tíma- bundin samkynhneigð, stunduð af fátæk- ari stéttum í dreifbýli. Þar sem skortur er á konum leita menn á þessi mið en hætta venjulega þegar þeir giftast. Það er engin skömm að því að vera virki aðilinn í slíkum samböndum. Hins vegar er litið niður á þann óvirka sem oft á tíðum er unglingsstrákur. Honum er strítt og líkt við konu en það eykur skömm hans ennþá meira. Hann hefur hins vegar tök á því að endurheimta mannorð sitt þegar hann verður eldri og fær tækifæri til að verða sá virki eða þá þegar hann giftist. Kynferðisleg þráhyggja Araba kemur einnig vel í ljós við vestrænar konur. I því tilviki tengist kynlíf nokkurs konar þjóðernishyggju. Arabískir karlmenn ál- íta sig æðri öllum þjóðum á þessu sviði og þar sem vestræn kona er ekki innan ramma fjölskyldunnar og hegðar sér á hátt sem myndi verða talinn ósiðlegur í ara- bísku samfélagi þá er það túlkað sem svo að hún sé að gefa grænt ljós. Aðeins hegð- un arabískra kvenna er talin siðsöm. Sér- hverri neitun af hálfu vestrænnar konu er umsvifalaust tekið með undrun, reiði og jafnvel ofbeldi. Arabísk kona á ekki að hafa nein sam- skipti við aðra karlmenn en föður sinn og bræður. Hógværðin sem hún á að sýna felur í sér að hún á að líta undan í návist ókunnugra karlmanna eða hylja sig með blæju. Sú sem sýnir einhvern áhuga á kyn- lífi eða sýnir merki þess að hún sé ástfang- in er líkleg til að vekja tortryggni hjá eigin- manninum, sérstaklega í upphafi hjóna- bands. Ráðið sem móðir hennar gefur henni þegar hún er leidd til brúðarsængur er umfram allt að liggja kyrr því annars heldur eiginmaðurinn að hún hafi verið með öðrum manni. 0 ÞJÓÐLÍF 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.