Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 40

Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 40
OKIINN DUFL -Stór Stuttmynd- Sigurbjörn Aðalsteinsson fékk styrkfrá Kvikmyndasjóði og Norrœna sjóðnum auk stuðnings Ríkissjónvarpsins til að gera sérstœða mynd Listamaðurinn Hrólfur scm Þröstur Leó Gunnarsson leikur. KRISTÓFER DIGNUS Nú er sumar og kvikmyndamenning á íslandi blómgast. Kvikmyndir Óskars Jónassonar, Kristínar Jóhannesdóttur og Asdísar Thoroddsen, Sódóma Reykjavík, Svo á himnum svo jörðu og Ingaló á grænum sjó í framleiðslu og mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar komin á hvíta tjaldið. En þetta er ekki allt og sumt. Kvikmyndasjóður Islands veitti einnig stuttmynd styrk, stuttmynd sem ber nafnið Ókunn dufl og er hugarfóstur leikstjórans Sigurbjörns Aðalsteinsson- ar. Það hefur ekki mikið farið fyrir Sigur- birni og verkum hans þó að hann hafi unnið sem kvikmyndagerðarmaður frá ár- inu 1988. í raun og veru er þetta hans stærsta verkefni til þessa þar sem hann hefur aðallega unnið við gerð auglýsinga og stuttmynda. Blaðamaður Þjóðlífs sótti Sigurbjörn heim til að fræðast nánar um Ókunn dufl og manninn sjálfan. Um hvað fjallar Ókunn dufl?„ Myndin fjallar um samskipti lista- mannsins Hrólfs sem er leikinn af Þresti Leó Gunnarssyni og lögfræðingsins Jó- steins sem Valdimar Örn Flygering leik- ur. Jósteinn vill fá landið sem Hrólfur býr á til að hefja þar byltingarkennt þorskeldi. Hrólfi lýst ekki á það og upp hefst stríð þeirra á milli. Á meðan er tundurdufl í nágrenninu sem bíður eftir að springa. Söguþráðurinn er dramatískur en inn í hann fléttast fyndin atriði.“ Hver er þróunarsaga Ókunnra dufla frá því að vera hugmynd í að verða handrit? Og hvert snerirðu þér í leit að fjármagni? „Samstarfsmaður minn og félagi Jón Ásgeir Hreinsson átti upphaflegu hug- myndina. Hún var um mann sem finnur tundurdufl og hann skrifaði hana niður í smásöguformi. Við handritaskrifm sjálf vorum við að hugsa um klukkutíma mynd ætlaða sjónvarpi með um 6 til 7 leikurum en seinna ákváðum við að stytta handritið, fækka leikurum og senda lögfræðing á Hrólf í stað allrar fjölskyldunnar. Kvik- myndasjóður styrkti myndina og eftir það fór ég í samstarf við kvikmyndafyrirtæki í Danmörku sem heitir Winther-Film. Saman sóttum við um úthlutun úr Nor- ræna kvikmyndasjóðnum. Síðan keypti Sveinn Einarsson hjá Ríkissjónvarpinu sig inní dæmið þannig að um síðir eignast hann íslenska sjónvarpsréttinn að mynd- inni.“ Hvernig ætlar þú að sýna þessa mynd, er hún ekki í raun kvikmynd fremur enn sjónvarpsmynd? „Eftir að hafa fengið styrk úr bæði Kvikmyndasjóðnum hér á landi og þeim Norræna þá finnst mér að það sé ekki hægt annað en að sýna hana fyrst í kvikmynda- húsi. Þó að hún sé stutt þá er hún samt kvikmynd.“ Nú hefur þú fengið verðlaun fyrir stutt- mynd þína, Hundur, hundur á stórri stuttmyndahátíð og önnur stuttmynd, Hljóð, verið sýnd í Ríkissjónvarpinu. Að hvaða leyti er Ókunn dufl frábrugðin fyrri myndum þínum? „Hún er gerð sem alvöru bíómynd með valinkunnu tökuliði og ekki farið fram á að fólk gefi sína vinnu eins og hefur verið í hinum stuttmyndum mínum. Ég var mjög heppinn með samstarfsfólk og öll fram- kvæmd, bæði skipulagsleg og tæknileg, var frábær. Það er mjög erfitt að gera bíó- mynd og byrðin sem hver góður maður getur borið er mikilvæg. Sú þekking sem hann flytur með sér inn í myndina er óm- etanleg og nauðsynleg til að allt gangi upp. Það er það sem stendur eftir hjá mér, hvað ég fékk gott fólk til að starfa með mér. Án þess hefði myndin aldrei orðið til.“ Er þróunin sú að við leitum meir og meir til erlendra aðila til að fjármagna myndir okkar? „Tvímælalaust er þróunin sú. Það sést best á þeim myndum sem verið er að gera hér núna, þær eru allar meira og minna samvinnuverkefni, fjármagnaðar með út- lenskum peningum." Hver er þín skoðun á þessari þróun? „Þetta er slæmt mál því að við missum meira og meira af hinum séríslensku ein- kennum og erum í raun að vinna myndirn- ar fyrir annan markað en þann íslenska. Aftur á móti er þetta betra en að gera engar myndir hér á landi. Þetta er nokkuð sem ráðamenn þjóðarinnar verða að gera upp við sig. Eiga Islendingar skilið að sjá ís- lenskar bíómyndir? Ein íslensk mynd er á við þrjátíu erlendar varðandi hvað það gef- ur okkur að sjá hana. Mestu áhrifavaldar í þjóðfélaginu eru jú þessir tveir fjölmiðlar: sjónvarp og bíómyndir." Hvenær verður svo myndin sýnd og hvað tekur við hjá þér? „Hún verður sýnd seinni partinn í októ- ber á þessu ári í kvikmyndahúsi í Reykja- vík. Ég er að fara út í undirbúning að næstu mynd minni sem heitir Camera Obscura. Þetta er um fimmtán mínúma stuttmynd sem ég geri fyrir Ríkis- sjónvarpið. Hún verður unnin hjá Saga Film. Handritið vann samkeppni sem sjónvarpið hélt. Annars er ég með nóg af hugmyndum í kollinum og maður veit aldrei, kannski geri ég „langa“ mynd í náinni framtíð.“ 0 40 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.