Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 41

Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 41
Við tökur á kvikmyndinni Ókunn dufl. „Ég var mjög heppinn með samstarfsfólk“. STJÖRNUR The silence of the lambs (Lömbin þagna) - ***l/2 að er samspil þriggja megin- þátta sem gera kvikmyndina Lömbin þagna ógleymanlega mynd. I fyrsta lagi er handritið sem byggt er á samnefndri skáldsögu Thomas Harris stórgott. í öðru lagi tekst leikstjóranum Jonathan Demme mjög vel til við að skapa sérstakan stíl og andrúmsloftið er sambærilegt og hjá meistara Hitchcock. í þriðja lagi er leikurinn hjá Anthony Hopkins í hlutverki Lecters frábær og sömuleiðis hjá Jody Foster sem er nýlið- inn hjá FBI. Þó að langt sé í Óskarinn þá veðja ég á þessa mynd sem eina af þeim sigurstranglegri. Sýnd í Háskólabíó. Robin Hood-The prince of thieves (Hrói Höttur) - ** Að kalla Kevin Kostner stórleikara er eins og að segja að Lada bifreið sé tækniundur. Maðurinn getur bók- staflega ekki leikið fleiri en eina pers- ónu, þ.e.a.s. sjálfan sig. Mér fannst ég vera að horfa á John Dunbar úr Dansað við úlfa spranga um í trjám Skírisskógs skjótandi örfum hingað og þangað. Sem ævintýramynd er Hrói Höttur klassísk og eru brellur og spennuatriði vel af hendi leyst. Söguþráðinn þekkjum við öll og höfum séð í ýmsum útgáfum í ýmsum myndum en í þessari mynd er skemmtilegt hliðarspor tekið og auka- persónu er bætt við. Hana leikur Morg- an Freeman og gefur hann myndinni sérstöðu og frumleika. Ástkona Hróa, Marion, er mjög vel leikin af hinni fögru Elisabeth Mastrantonio. Hún er eina stjarna myndarinnar sem nær sannfær- andi enskum hreim. Aðrir leikarar, svo sem Christian Slater og Alan Rickman (bófinn í Die Hard) eru vandræðalegir í hlutverkum sínum og kenni ég slakri leikstjórn um. í raun og veru er eins og að persónan sem Rickman leikur, hinn illi sýslumaður, eigi heima í allt annarri mynd, t.d.„ carry on“ mynd því leikur hans er nánast farsakenndur. Kvikmyndin er í glæsilegum umbúðum en meginþættir innihaldsins eru ósann- færandi og skemma fyrir spennandi og rómantískri sögu. Sýnd í Regnboganum. Desparate Hours (Á valdi óttans) - *l/2 Leikstjóranum Michael Cim- ino mistekst sem endranær að setja saman sannfærandi spennumynd þó að hann hafi úr góðu efni að moða hvað söguþráð og leikara varðar. Það er ótrúlegt hvað jafn reyndur og hæfileik- aríkur maður og Cimino á erfitt með að rífa sig upp úr þeirri langvarandi lá- deyðu sem hann hefur verið í allt frá gerð Hjartabanans. Sú er ein af þeim allra bestu og erfitt að ímynda sér að hér sé sami leikstjóri að verki. Á valdi óttans er nokkurs konar endurgerð útgáfa af eldri mynd þar sem Bogart er í því hlutverki sem Mickey Rourke er í nú. Ég mæli með því að reyna að komast yfir þá eldri á einhverri leigunni frekar en að eyða dýrmætum tíma í að horfa á hóp af fólki öskra og væla í tvo tíma í þessari nýju. Sýnd í Bíóborginni. Edward Scissorhands (Eddi Klippikrumla) - *** Eg vil taka fram ánægju mína vegna íslenskrar nafngiftar á mynd Tim Burtons (Beetlejuice), Edward Scissorhands og þykir mér hún sæma vel svo frumlegri og skemmtilegri mynd. Að segja frá og gagnrýna slíka mynd er eins og að tala um góðan draum. í raun og veru túlkar hver og einn drauminn á sinn máta og læt ég þar við sitja. Eitt þó. Þetta er ekki mynd ætluð börnum, frekar fullorðnum, ung- um í anda. Sýnd í Bíóborginni KDP. ÞJÓÐLÍF 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.