Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 42

Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 42
MENNING „STRÍÐ ÉG SJÁLFUR HEYJA MÁ" Frásögn af alþýðuskáldinu Alfi Magnússyni I' íslenskum æviskrám segir að Álfur Magnússon skáld sé fæddur 26.feb- rúar 1871 en dáinn í ágúst 1898 aðeins 27 ára gamall. Hann er sonur Magnúsar Magnússonar á Gauksstöðum í Garði og Þuríðar Jónsdóttur. Þar kemur og fram að Álfur hafi verið tekinn í Lærða skólann 1885 en hætt námi í fjórða bekk. Síðan hafi hann stundað kennslu og sjómennsku ásamt fleiru á Vestfjörðum. „Gervilegur maður, en ekki gæfusamur. Orti kvæði og kviðlinga, er víða flugu.“ Mannlýsing af þessu tagi, skömm ævi og óræð örlög hins unga skáldmennis vekja óneitanlega forvitni. í nokkrum bókum og frásögnum samtíðarmanna er vikið að þessum sérstæða manni, Álfi Magnússyni. í bókinni Minningar úr menntaskóla, sem gefin var út árið 1946 er frásögn eftir sr. Jes A.Gíslason af skóla- lífinu 1885—91. Þar segir að Álfur hafi verið einna mest áberandi skólasveina, hann hafi verið fálátur, líkamlega sterkur, greindur vel og hagmæltur. Honum er lýst sem mjög fullorðinslegum unglingi á skólaárunum þó hann hafi verið innan við tvítugt þegar hann var í skóla. Þannig seg- ir að hann hafí engu svarað þegar kennarar ávítuðu hann heldur settist hann niður Reykjavíkurskóli og umhverfi fyrir aldamótin, -á dögum Álfs Magnússonar. ÓSKAR GUÐMUNDSSON kaldur og rólegur þegar hviðurnar liðu hjá. „Fljótt þreyttist hann á lestri og gaf sig óskiptan kveðskap." Álfur færði kveð- skap sinn inn í þykka bók og öðru hvoru las hann upp úr henni fyrir skólabræður sína. Síðast var vitað til bókarinnar í hönd- um sr. Júlíusar Þórðarsonar sem starfaði í Noregi og Svíþjóð til æviloka. Álfur var félítill í skóla og undi því illa. Hann lang- aði m.a. til að eignast erlendar kvæða- bækur og framan á slíka bók skrifaði hann: Ég átti gamlan, gráan jakka, sem gerður var ei handa mér. Ég lét hann núna íljúga, flakka og fékk mér Winther þennan hér. Álfur fékk ekki oft ákúrur eða nótur í skóla þrátt fyrir vafasama ástundun náms- ins. Þó er fært í letur að einu sinni þegar hann átti að tóna við morgunbænir hafi hann gert það harkalega en hann var mað- ur raddsterkur. Auk þess gretti hann sig í framan á bakvið bókina þannig að nem- endur skelltu uppúr í salnum. „Þá var Álfur nóteraður án líknar.“ Þar kom sögu að Álfur tók að selja námsbækurnar og sýnt að hverju stefndi. Sr. Jes segir svo frá: „Þegar við vorum að byrja að lesa undir vorpróf 4.bekkjar, kom Álfur til okkar Sveins Guðmunds- sonar og sagðist ætla að kveðja okkur, hann væri uppgefinn á þessu öllu saman. Hann var þá fúll og félaus, að undanteknu smáglasi, sem hann var með í vasanum. Hann fór síðan til Isafjarðar. Þar hvarf hann. Eftir mörg ár skaut honum upp í Ameríku. Þar var hann síðast, er ég frétti. En hvort hann er lífs veit ég ekki.“ neitanlega er það fyrir seinni tíma menn leyndardómsfull ráðgáta hvort hið uppreisnargjarna skáld hafi farið til Ameríku eða endað ævi sína á sundi vestur á fjörðum. En einmitt þessi ráðgáta er dæmigerð fyrir lífshlaup Álfs Magnús- sonar. Álfur tók inntökupróf í menntaskólann fermingarárið sitt og var í skólanum í þrjá vetur. Hann þótti fremri skólabræðrum sínum um flesta hluti. En þó hann hafi verið skapmikill og þótt grófur í kveðskap sínum og kerskinn, var hann einnig við- kvæmur og dulur. Hann missti föður sinn í skipstapa einmitt þegar hann var á fyrsta ári í skólanum og hafði það mikil áhrif á ungan drenginn. Annar atburður átti þó eftir að fylgja honum sem skuggi það sem eftir lifði lífsins. Þegar Álfur hafði verið þrjá vetur í skóla fór hann á sumarmála- fagnað og drakk áfengi, sumir segja í fyrsta sinni. Þegar hann kom ör af víni af þessari skemmtun lenti hann í orðasennu við miðaldra kvenmann sem bjó í sama 42 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.