Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 43

Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 43
húsi. Orðahnippingum þessum lauk með þv£ að Alfur laust konunni kinnhest. Fékk hann harðar ávítur fyrir og sá mjög eftir þessum verknaði. Nokkru síðar fékk kon- an bólu á sömu kinn og Álfur hafði slegið og vegna vanhirðu eða af öðrum ástæðum fékk hún illt undan bólunni svo úr varð blóðeitrun sem varð henni að bana. Sá orðrómur komst á kreik að löðrungurinn sem Álfur veitti konunni hafi verið orsök að dauða hennar. Jónas Jónassen læknir bar þennan róg til baka og fullyrti að milli þessara tveggja atburða væri ekkert sam- band. Orðrómurinn varð samt ekki kveð- inn niður og fylgdi þessi söguburður Álfi alla u'ð síðan. Kunnugir sögðu þennan viðburð hafa ráðið miklu um líf hans og giftuleysi þaðan í frá. Uppfrá þessu drakk hann nokkuð og eins og áður sagði háði fátækt honum til náms. Um haustið á hann að hafa stungið af frá Reykjavík með hrossatökuskipi sem var á leið vestur um land. Sú er líka sögn að hann hafi verið rekinn úr skóla fyrir drykkjuskap en mun tæplega eiga við rök að styðjast. Skömmu síðar fréttist af honum við barnakennslu í Önundarfirði. Þar var hann m.a. á heimili sr. Janusar Jónssonar á Holti og vann sem vinnumaður á milli þess sem hann kenndi. Álfi á að hafa mis- líkað við prestsmaddömuna sem honum þótti hofmóðug og var stórættuð. Sagt er að hann hafi skilið eftir sig undir diski hjá prestsfrúnni kvæðið „Vinnumanns- lífið“ Vinnumannslífið er þrælkun og þraut. hvar þekking og frelsi er bannað. Að vinna fyrir skammir og gutla í sig graut— ég get ekki kaliað það annað. Vinnumannslífið að vettugi ég met, því vinnumannslífið er sprengur, og heilsu og krafta og lánið sitt lét í lífi því fjölmargur drengur—. Og víst er það hörmung og sorglegt að sjá----, af sannfæring tala égminni, — er danskir og hálfdanskir dónar oss hjá dramba af fúlmennsku sinni. I síðustu vísunni á að vera sneitt að því að móðir prestsmaddömunnar var dönsk. Prestsfrúin hét Sigríður Halldórsdóttir yfirkennara Friðrikssonar. Þjóðsagan segir að sr. Janus hafi heyrt kveðlinginn og kallað Álf fyrir sig og beðið hann að sýna sér fleiri kvæði sem hóflegar væru orðuð. Það gerði Álfur og fékk góðar við- tökur hjá presti. Eftir það hafi viðurgjörn- ingur hans verið góður. Guðlaugur Kristjánsson frá Rauð- barðaholti kynntist Álfi í Bolungarvík og var oftsinnis með honum til sjós. Hann lýsir honum á svipaðan veg og skólafélagar hans: „Hann var fríður sýnum og vel eygður. Það einkenni hafði hann, að augu hans voru mislit. Var annað dökkbrúnt en hitt ljósblátt. Hann var dökkur á hár með miklar brúnir og dökkar, en fölur í and- liti.“ Inokkur ár kenndi hann og var til sjós víða um Vestfirði. Kveðlingar hans flugu víða og sögur sagðar af vínhneigð hans og kvennafari. Þykir kvæðið „Álfs- kvæði“ vera lýsandi um lifnað hans og sálarástand á þessum árum. Þar segir m.a. í fyrsta erindi: Mín huggun erstærsta að ég heiti Álfur, og hafa þá afsökun jafnan ég skal. Ef náunginn segir: Ja nú ertu hálfur, ég neita að virða hans siðferðishjal. Ég svara því engu og segi með mér: Hann sannlega hálfur af vitleysu er! En hvað er að undra þó Álfur séhálfur, sá auli, það nafnið hans flytur með sér. Skriflegum heimildum ber ekki alveg saman um orðalag á þessu kvæði né ýms- um öðrum eftir Álf. En klárlega vann hann sér hylli vestfirskrar alþýðu fyrir kerskni sína gagnvart yfirvaldi og klúrt orðbragð hefur ekki orðið til þess að draga úr þeim vinsældum. En kvæðin voru þó þeirrar gerðar að gleymast með næstu kynslóðum. Aðeiga viðkaupmenn er andskotans níð, éta þeir blóðið úr fátækum lýð. Lítillar undrunar aflar það mér—, æðstur af kaupmönnum djöfullinn er. Sú er sögn að Álfur hafi haft þann vana er hann hafði drukkið mikið að falla í dauðasvefn hvar sem vera kynni og vakna ekki fyrr en af honum var runnið. Var því beygur í honum að drekka fjarri öðru fólki hvort sem var á ferð eða fjarri mönnum er hann var með víni. Þó hann á hinn bóginn nyti þess að drekka í næði, í einsemd sinni. Það mun hafa verið af þessari á- stæðu að Álfur þorði ekki einn yfir Klofn- ingsheiði milli Önundarfjarðar og Súg- andafjarðar og bað Salomon Jónsson um samfylgd. Á bakaleiðinni fékk Salomon samfylgd Sigurðar skurðs og varð til þarna á heiðinni, sumir töldu af völdum Sigurðar. Af því máli spunnust svokölluð Skurðsmál og Skúlamál er urðu til þess að skipta þjóðinni í tvær fylkingar um Skúla Thoroddsen en málið var notað til þess með öðru að bola honum frá ísafirði. Einhverju sinni er þeir voru samskipa, Guðlaugur frá Rauðbarðaholti og Álfur á skútunni Lilju sem gerð var út af Ásgeir- sverslun á Isafirði urðu þeir að leita inn til Siglufjarðar. Þar týndist Álfur og sendi skipstjóri nokkra menn að leita hans að kveldi þess dags sem hann sást síðast. Leituðu þeir inn með sjónum og um fjall og fjöru. Þeir fundu Álf innst í fjarðar- botninum þar sem hann lá milli þúfna ölvunardauður með tóma flösku í annarri hendi. Ekki var viðlit að vekja hann og báru þeir hann í marga klukkutíma með ÞJÓÐLÍF 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.