Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 46

Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 46
MENNING WBM BRJALSEMI, FANGELSI, KYNFERÐI Michel Foucoult hefði orðið 65 ára á þessu ári. Skrifaði sögu brjálsemi og lœknisfrœði, fangelsis og kynferðis. Þessi umdeildi bókmenntamaður og heimspekingur lést úr „drephlœgilegum“ sjúkdómi fyrir sjö árum Michel Foucault fæddist í bænum Poit- iers í Frakklandi árið 1926. Hann fór ótroðnar slóðir í rannsóknum sínum, spurði spurninga sem engum hafði dott- ið í hug áður og skapaði með því glæsileg en umdeild verk. oucault lauk prófi í heimspeki frá École Normale Supérieure árið 1954 en bætti síðan við sig gráðu í sálfræði. Hann kenndi frönsku í Uppsölum í Sví- þjóð (hann hafði ekki efni á dýrara ,,fríi“) en einnig í Varsjá og Hamborg. Á þessum árum vann hann að doktorsritgerð sinni, Sögu brjálseminnar (Histoire de la folie) og sneri að henni lokinni aftur til Frakk- lands. Þótt hann hafi getað titlað sig heim- speking lagði hann ekki beinlínis stund á heimspeki heldur skrifaði hann sögu brjálsemi og læknisfræði, fangelsa og kyn- ferðis. Honum svipaði þannig meira til sagnfræðings en var það þó ekki. Árið 1970 fann hann sér sjálfur titil þegar hann fékk stöðu við Collége de France. Hann Foucoult: „Á klassískum tíma skipti „maður- inn“ engu máli í fræðunum“. PÉTUR MÁR ÓLAFSSON varð „prófessor í sögu hugsunarkerfa“. Foucault rannsakaði alla sína u'ð þau vísindi sem fjalla um manninn og þá til þess að draga í efa einhver grundvallarat- riði í sjálfsskilningi þeirra. Sem dæmi má nefna að sál- og geðlæknisfræði telja sig vera hlutlægar vísindagreinar sem hafi fundið hið hreina eðli brjálseminnar, þ.e. „geðsýki“. Ennfremur líta þær svo á að þær beiti þekkingu sinni á geðsjúkdómum af hreinni mannúð til þess að líkna þeim sem þjást. í fyrsta meiriháttar verki sínu, Sögu brjálseminnar, gróf hann upp rætur sál- og geðlæknisfræði og hélt því fram að hugmyndir nútímans um brjálsemi sem geðsýki væru ekkert betri en þær sem ríktu fyrr á öldum og reyndi að sýna að hinir brjáluðu væru meðhöndlaðir sem ógnun við samfélagið og að „læknis“með- ferðin snerist meira um félagslega stjórn- un en líkn. í næstu bók sinni, Fæðingu sjúkrastof- unnar (Naissance de la clinique), flutti Foucault sig frá sálinni yfir á líkamann. Læknisfræði nútímans lítur einnig á sig sem hlutlæga vísindagrein (þ.e.a.s. líf- færafræðin). Hún telur sig hafa komist að þessari þekkingu með því að skoða líkama mannsins og sjúkdóma án hleypidóma. Foucault hélt því hins vegar fram að lækn- isfræði nútímans væri ekkert fordóma- lausari en læknisfræðin t.d. á sautjándu og átjándu öld. í hvorugu tilvikinu byggðist þekkingin á hreinni reynslu, lausri við túlkun, heldur á ákveðinni leið til að skilja líkama og sjúkdóma sem grundvallist á fyrirfram gefnum hugmyndum. Árið 1966 sendi Foucault síðan frá sér Orð og hluti (Les mots et les choses) þar sem hann skrifar sögu vestrænnar þekk- ingar frá 16. öld til okkar daga. Utgefandi hans leit raunsætt á sölumöguleika bókar- innar og lét prenta 3000 eintök af henni. Þau ruku út á viku. Og áður en nokkur vissi af höfðu tugir þúsunda selst í Frakk- landi einu þótt hún sé síður en svo auð- melt. I bókinni skiptir hann sögunni upp í fjögur skeið sem hvert hefur sína djúp- þekkingu. Endurreisn nær yfir 16. öld og fram á þá næstu, klassík er frá miðri 17. öld til loka 18. aldar, þá kemur nútími sem nær fram á miðja þessa öld þegar það sem nefna má framtíð tekur við. Með djúp- þekkingu á hann við það sem segir til um hvaða setningar teljast réttar og rangar á hverjum tíma. Kannski er enginn sér meðvitaður um sína eigin djúpþekkingu og samferðamanna sinna. oucault hélt því fram að ólíkar fræð- igreinar stjórnuðust af sömu mynd- unarreglunum, þær réðu því hvort til- teknar setningar teldust gildar eða rugl. Þannig töldu menn á endurreisnartíman- um að skipulag heimsins grundvallaðist á líkingum, auga mannsins speglaði stjörnu, andlit hans himininn og þar fram eftir götum. Síðan skipti algjörlega um og slíkar fullyrðingar urðu að hindurvitnum. Hinn klassíski tími tók við. Þá réð mis- munur skipulagi fyrirbæra í stað líkingar. í bókinni fjallar Foucault líka um þekk- ingu nútímans á mannverum. Hér heldur hann því fram að öll slík þekking byggi á ákveðinni hugmynd um þessar verur sem hann kallar „mann“. Það sem gerir mann- inn í þessum skilningi sérstakan er að hann er viðfangsefni (objekt) í heiminum og um leið sjálfsvera (súbjekt) sem skapar þennan heim viðfangsefna. Þótt hugsuðir nútímans taki þessa hugmynd um okkur sem gefna heldur Foucault því fram að hún sé söguleg - og í raun að hverfa. Segja má að Orð og hlutir sé gagnrýni á hug-myndina „maður“ í þrennu lagi. I fyrsta lagi sýnir Foucault fram á að þessi hugmynd var algjört aukaatriði á klassísk- um tíma. Þá skipti maðurinn engu máli í fræðunum, - þau snerust ekki um hann. I öðru lagi greinir hann viðleitni heimspek- inga til að þróa samhangandi skilning á 46 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.