Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 47

Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 47
Michel Foucoult. Þekking, einkum nútímafélagsvísindi, er rammflækt í vald samfélagsins yfír einstaklingnum. manninum eftir að hann „varð til“ um 1800 og sýnir fram á hvernig þeim mis- tekst það en á 19. öld fóru allar fræðigrein- ar að snúast um þetta fyrirbæri. Loks fjall- ar hann um árangursríkari tilraunir mann- vísinda á því skeiði sem hann kallar framtíð til að öðlast þekkingu á mannin- um og sýnir fram á að þau byggja sjálf á vísindagreinum sem grafa undan hug- myndinni „maður“. Hann segir að öld hugsunarinnar, 19. öldin, sem stjórnaðist af þessari hugmynd um mannlegan veru- leika sé að renna sitt skeið og við séum í þeirri aðstöðu að geta rifið af okkur þá hlekki sem hún lagði á okkur. Á eftir Orðum og hlutum sendi Foucault frá sér Fornminjafræði þekking- arinnarjLarchaéologie du savoir 1969) þar sem hann fjallaði um þær aðferðir sem hann beitti í fyrstu bókunum þremur, - að mæta fortíðinni á hennar eigin forsendum en dæma hana ekki út frá samtímanum. Hún markaði endalok ákveðins skeiðs á ferli Foucaults. Nú liðu sex ár þangað til næsta bók kom út. Þá birtist Agi og refs- ing (Surveiller et punir) þar sem hann heldur áfram gagnrýni sinni á mannvís- indi en með meiri áherslu á félagslegt og stofnanalegt vald. Hér reynir hann eink- um að sýna hvernig þekking - einkum nútímafélagsvísindi - er rammflækt í vald samfélagsins yfir einstaklingnum. Þessari þekkingu er ekki beitt sem valdatæki heldur er staða hennar sem þekkingar háð valdi. í bókinni fjallar hann t.d. um það hvernig afbrotafræðin dafnaði samhliða þróun fangelsa á 19. öld og hann bendir á svipuð tengsl milli annarra félagsvísinda og hliðstæðra félagslegra fyrirbæra, t.d. milli uppeldisfræði og skóla. Þetta tengist því sem hann sagði í Orðum og hlutum um að maðurinn sem hugmynd hafi ekki orðið til fyrr en um 1800 þegar hann verður viðfangsefni þekkingar, - það sem hún snýst um. Þá fæðist einstaklingurinn og um leið verða lýsingar og nákvæmar yfir- heyrslur á honum, sjúkraskýrslur um hann og alls kyns skjöl hluti af vísindun- um. Það eru m.ö.o. ekki her, lögregla eða miðstýrt og sýnilegt ríkisvald sem stjórna samfélaginu heldur tamning og ögun á einstaklingunum og valdið sem er að verki í þessum „fangelsum", valdið er allstaðar að verki. Samfélagið öðlast vald yfir lík- ama mannsins, látæði hans og hegðun. Bókin fjallar eiginlega um „uppgang hels- isins". Ifyrsta bindi Sögu kynferðisins (Histoi- re de la sexualité) segir Foucault að „kynferðisvísindin“ sem döfnuðu á 19. og 20. öld séu þáttur í afskiptum nútímasam- félags af fólki. Með hæfilegri einföldun má segja að þekking sem tengist „vísinda- greinum" á borð við afbrotafræði og upp- eldisfræði stjórni með því að gera mann- inn að viðfangsefni sínu en „kynferðisvís- indin“ láti hann hafa eftirlit með sjálfum sér. í Sögu kynferðisins kemur fram að um 1800 varð grundvallarbreyting í þess- um málum. Áður voru athafnir manna löglegar eða ólöglegar, menn brutu þá gegn lögum Guðs og manna, t.d. með framhjáhaldi, sódómsku og þvíumlíku. Eftir 1800 tóku læknisfræði, sálfræði og önnur slík vísindi stöðu þessara lagabók- stafa og þá hættir hjónabandið að vera miðpunkturinn. Áherslan færist yfir á það sem telst eðlilegt og óeðlilegt, hómós- exúalismi fellur þá saman við hið óeðlilega í stað þess ólöglega áður. Valdið styrkir stöðu sína, áður var miðað við athafnir manna en nú hneigðir og má nefna að glæpahneigðin verður til um leið og kyn- hneigðin. Vald samfélagsins nær nú inn í innstu kima sálarinnar, - lögin létu þó staðar numið við athafnir. Foucault hafði í ýmsum fyrri verka sinna komið inn á samband valds og þekk- ingar en það sem er nýtt í Aga og refsingu og Sögu kynferðisins er hugmynd hans um eðli valdsins. Hann hafnar þeirri við- teknu skoðun að valdið sé algjörlega nei- kvætt, bælandi félagslegt afl sem sé ögrað og sigrað af frelsandi ljósi sannleikans. Samkvæmt Foucault er valdið vissulega oft eyðileggjandi og alltaf hættulegt en er líka uppspretta jákvæðra þátta. Og hann hafnar því einnig að valdið komi frá einni ráðandi miðju (t.d. ríkjandi stétt eða ein- valdi) heldur lítur hann svo á að það sé út um allt í samfélaginu, - í huga mannsins og utan hans. í síðari bindum Sögu kynferðisins breikkaði Foucault sviðið og lét sér ekki nægja að fjalla um vestrænar hugmyndir heldur fór allt aftur til Grikkja og Róm- verja. Hann fléttaði líka siðfræðilegu efni saman við þetta sögulega verk, - bjó til valkosti við nútímasiðgæði. Tvö bindi um viðhorf Grikkja og Rómverja til kynlífs birtust árið 1984, skömmu fyrir fráfall hans. Hann náði þó að skrifa eitt bindi í viðbót um þetta efni þar sem hann fjallar um þann kaþólska sið að skrifta. Sökum þess að hann lagði blátt bann við því fyrir dauða sinn að nokkuð yrði birt af óprent- uðum verkum hans nema þeim væri full- lokið er óvíst hvort það kemur nokkru sinni fyrir sjónir lesenda. Kunnugir halda því fram að bókin sé svo gott sem tilbúin til útgáfu en ættingjar Foucaults eru á öðru máli og þeir hafa síðasta orðið. Foucault lést árið 1984 úr eyðni. Þegar hann heyrði fyrst um þennan illvíga sjúkdóm varð honum að orði að þetta væri drephlægilegt, - sjúkdómur sem legðist aðeins á homma! en hann var sjálfur hommi. Þá þegar hafði hann líklega smit- ast. Um Foucault ganga ýmsar sögur og er t.d. sagt að hann hafi verið virðulegur há- skólaprófessor á daginn en að loknum vinnudegi hafi hann klætt sig í leðurdress- ið, farið á hommabarina og lifað allskraut- legu lífi. Það er hins vegar hæpið að maður sem var svo frjór í hugsun og sendi frá sér slíkan fiölda af bókum sem þar að auki eru hver annarri magnaðri hafi haldið það út að lifa slíku lífi. Eða var þessi óvenjulegi hugsuður kannski líka öðruvísi en aðrir að þessu leyti? 0 ÞJÓÐLÍF 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.