Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 48

Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 48
—| LISTIÐN !■■»■■■■■■ „ÉG VIL AD FÓLK SKREYTI SIG" Katrín Didriksen gullsmiður vefur skartgripi úr silfri og kopar. „ Góður skartgripur breytir svip á flíkum og maður kemst af með miklu minni fataeign ef maður á góða skartgripi. Það vantar líka nýja og fjölbreyttari hönnun á skartgripum fyrir karlmenn... “ SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR hún stálþræði, hrosshár, garn og fleira í skreytingar. Við vefnaðinn notar hún litla vefstóla. Katrín segir að skartgripagerð með þessum hætti sé algerlega óplægður akur: „Mér er ekki kunnugt um nokkurn annann í faginu sem eingöngu vinnur með þessum hætti, hvorki hér né á hinum Norðurlöndunum en þessi aðferð býður upp á mjög mikla möguleika.“ í húsnæðinu við Skólavörðustíginn er samræmi á milli allra hluta, innréttingar eru hannaðar með sérstöku tilliti til skart- gripanna sjálfra og þess er gætt að jafnvel umbúðir séu í sama stíl. Allt er úthugsað. Katrín hannaði innréttingarnar sjálf með Hafdísi Hafliðadóttur, arkitekt sér til að- stoðar og þær fóru þá leið að spila á hið einfalda og ofurlítið hráa en það hæfir skartgripum Katrínar mjög vel. T.d. er notaður ómálaður (en lakkaður og bæsað- ur) krossviður í sýningarkassa, borð og skilrúm. Litirnir eru einnig sérstakir, veggir eru fallega bláir, krossviðurinn er aðeins bleikur en gólfið er úr gulleitum spóni og heldur sínum upprunalega lit. Ég spyr Katrínu hvað hafi orðið til að hún lagði stund á gullsmíði. „Ég hef alltaf viljað vinna með höndun- 48 ÞJÓÐLÍF Þegar voraði í lofti á þessu ári tók til starfa ný gullsmíðaverslun á Skóla- vörðustígnum. Hún nefnist Katrín gullsmiður eftir eiganda sínum, Katrínu Didriksen. Katrín útskrifaðist 1989 úr Guldsmedehöiskolen í Kaupmannahöfn sem er eins konar listaakademía í gull- smíði. Skartgripir Katrínar eru afar óvenju- legir því þeir eru nefnilega ofnir, úr silfur- og koparþráðum. Auk þess notar Samspil ólikra efna gerir hlutina sérstaka. Katrín gullsmiður. (Myndir: Katr/n Káradóttir) um. Þegar að því kom að ég skyldi gera upp hug minn um hvað ég vildi verða þá varð gullsmíðin fyrir valinu því ég vildi skapa og sjá beinan árangur verka minna. í gullsmíðinni vinnur maður hlut, klárar hann og hann sést. Það var erfitt að kom- ast á samning en ég var heppin og fékk samning hjá Reyni Guðlaugssyni,gull- smíðameistara. Eftir að samningstíma hjá honum lauk hélt ég til Kaupmannahafnar. Fyrsta árið sótti ég námskeið í ýmsum greinum innan gullsmíðaiðnarinnar en síðan sótti ég um að komast í hönnunarnámið við Gulds- medehöiskolen og var tekin inn. Katrínu sóttist námið vel og eftir fyrsta árið í hönnun hlaut hún Kunst og hand- værksprisen svokallaða sem veittur er listiðnaðarfólki sem þykir skara fram úr. Verðlaunin hlaut hún fyrir ofna skartgripi úr stálþræði og silfri en slíkt hafði ekki sést áður. „Danir eru gömul handverksþjóð og kunna handverkið afar vel. Þeir eru hins vegar frekar íhaldssamir í formi og hönn- un og þeim fannst það svo „íslenskt" að gera hlutina öðru vísi. Islenskir listamenn hafa orð á sér fyrir að vera kjarkmiklir og hráir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.