Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 52

Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 52
VIÐSKIPTI Milljarðar í trygg ingafyrirtæki Stærsta tryggingafyrirtæki í Evrópu, Allianz í Munchen hefur grætt gífurlega á brott- flutningi sovéska hersins frá hinu fyrrverandi Austur- Þýskalandi. Þetta gerist þannig aö Sovétherinn skilur eftir sig um 40 þúsund auðar íbúöir sem falla í hendur þýska ríkisins. En fjármála- ráöherra Þýskalands hefur enga ástæöu til að gleðjast vegna þessa. íbúðirnar eru ekki mikils viröi en mjög mikl- ar skuldir hvíla á þeim. Á sín- um tíma voru þær byggðar fyrir lánsfé frá ríkistrygginga- félagi Þýska Alþýöulýöveldis- ins. Þaö félag féll hins vegar eftir sameiningu þýsku ríkj- anna í hendur þýsku trygg- ingasamsteypunnar DVAG sem er aö 51% í meirihluta- eign Allianz félagsins. Til aö ná meirihluta í samsteypunni greiddu Allianzforstjórarnir um tæplega tíu milljaröa króna í fyrra. En samkvæmt útreikningum þýska efna- hagsráðuneytisins á Allianz nú rétt á vaxta og afborgunar- greiöslum vegna áöur- nefndra íbúða og nemur sú upphæö átján og hálfum millj- arði króna. Það kann aö tefja útborgun þessa gífurlega gróöa aö saksóknara- embættiö í Berlin hefur hafið rannsóknarmál til aö kanna lögmæti sölunnar á gamla austur-þýska tryggingafélag- inu til Allianz og hvort þar hafi verið maðkur í mysu... (Spiegel/óg) Bandarísk tímarit bönnuð? Vasso Papandreou sem er háttsett hjá Evrópubanda- laginu vill ganga hart fram í banninu á tóbaksauglýsing- um sem gengur í gildi 1993 fyrir öll blöð og tímarit í lönd- um EB. Frú Papandreou vill aö banniö nái til allra blaöa og tímarita sem dreift er í EB en það myndi leiða til þess aö bandarísk blöö eins og Time og Newsweek mættu ekki vera í umferð í Evrópu. Flest 52 ÞJÓÐLÍF Papandreou. bandarísk tímarit eru mjög háð tóbaksframleiöendum um auglýsingar. Gríski kommisarinn: „Viö krefjumst þess aö öll prentuö útgáfa sé í samræmi við lög og reglur Evrópubandalagsins.“ Ef þetta bann gengur eftir munu bandarísk tímarit veröa úti- lokuð frá Evrópubanda- lagslöndunum... (Spiegel/óg) Rússneskar íbúðir í Chemnitz. Nýr alþýðuvagn Svissneski úrakóngurinn Nicholas Hayek (á í fyrirtækj- unum sem framleiöa Omega, Tissot og Swatch) hefur eftir langa leit fundiö samstarfs- aðila í bifreiðaiönaöinum; Volkswagen verksmiöjurnar ætla að þróa og framleiða svokallaðan Swatch-bíl í samvinnu viö Hayek. í þess- um tilgangi hafa Volkswag- enverksmiöjurnar stofnaö með Hayek sérstakt fyrirtæki í eigu VW og auðhringsins SMH sem Hayek á meirihluta í. Samkvæmt hugmyndum Hayeks á Swatchbíllinn aö vera „léttur, þægilegur borg- arbíll, menga lítiö og á aö bera tvo menn og tvo bjór- kassa“. Enn er ekki Ijóst hvort bíllinn á aö veröa rafmagns- bíll eöa þannig útbúinn að geta gengið fyrir rafmagni og bensíni til skiptis. Þróun og hönnun bílsins á aö veröa mun ódýrari en venja er til samkvæmt þessum hug- myndum. í bílaiðnaðinum þekkist varla aö nýtt módel sé hannað fyrir minna en 70 milljarða króna og tekur sjö til átta ár. En í þessu tilfelli á hönnunarkostnaðurinn að verða mun minni og tíminn sem á að fara í hana nemur þremur til fjórum árum. VW verksmiðjurnar vilja meö þessu samstarfi komast inn í nýjar og óhefðbundnar framleiösluaöferöir og þaö á aö opna möguleika fyrir verk- smiöjurnar aö mæta höfuö- keppinautunum frá Japan í þessari tegund framleiöslu, þ.e. á smábílum. En innan Volkswagenhringsins er þetta alls ekki óumdeilt verk- efni. Nokkrir VWhönnuöir hafa látiö hafa eftir sér að þeir telji þetta verkefni „hreinustu fjarstæöu"... (Spiegel/óg) Hayek úrakóngur og smábíla- áhugamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.