Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 53

Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 53
Of lítið fjármagn til Austur-Evrópu Ríki Austur-Evrópu vantar nauösynlega fjármagn en fjárfestingaraðilar frá Vestur- löndum eru tregir, þeir óttast áhættuna. Sama er hvort um er aö ræöa Ungverjaland, Tékkóslóvakíu eöa Pólland; hvarvetna setja menn allt traust sitt á kapíta- lismann. En án þess aö fjár- magn aö vestan komi til vofir hrunið yfir, algert hrun segja menn á þeim bæjum. Það ætlar hins vegar aö ganga erfiðlega aö fá vestræna fjár- festa til aö taka við sér. Gott dæmi um þetta er nýleg ferð forstjóra Campell-samsteyp- unnar í Bandarkjunum til Ték- kóslóvakíu (m.a. þekktir fyrir súpur). Hann kannaði mögu- leikana en strax á flugvellin- um í Prag þegar hann sté upp í einkaþotu fyrirtækisins lét hann hafa eftir sér: „Um fyrir- sjáanlega framtíð munum við ekki fjárfesta hér“. Banda- ríkjamönnunum þykja mark- aðirnir of litlir og pólitísk óvissa of mikil. Þeir þekkja Vestur-Evrópu betur og telja að þar bíði spennandi mark- aðirog vaxandi. Þannig ætlar Campell t.d. að koma fyrir verksmiðjum í hinum „nýju“ Evrópubandalagsríkjum, á Spáni og Portúgal. Ótal ráð- stefnur og fundir hafa verið haldnir til að reyna að sann- færa Vesturlandabúa um hagkvæmni þess að hasla sér völl eystra en allt kemur fyrir ekki. En þeir halda áfram að einblína á þennan kost. Það kemur ekki til af góðu. í engu þessara landa geta umbyltingasinnarnir reiknað með sparnaði almennings, í engu þeirra er til fjármagns- markaður eða -fyrirtæki sem geta séð um enduruppbygg- inguna. Fjármagnið í nýjar verksmiðjur og vélar verður að koma að vestan — en það verður bið á því. Fram að þessu hafa ein- ungis alþjóðlegir sjóðir og stofnanir veitt fjármagni til Austur-Evrópu. Þetta fjár- magn hefur aðeins slegið á gjaldeyrisþörfina en til að hefja eitthvað nýtt til markað- slegrar framtíðar hefur sama og ekkert fjármagn borist. Vestrænir bankar halda að sér höndum, þeir segjast ekki vilja endurtaka sömu mistök- in og í Suður-Ameríku. Auk þess kvarta þeir undan fram- komu austur-evrópskra leið- toga; „þeir biðja ekki um láns- fé, þeir krefjast þess“. Og fyrirtækin eru enn treg- ari. Eina umtalsverða undan- tekningin er Volkswagen- verksmiðjurnar sem fjárfestu í Skoda (sjá listann). Það eru helst fyrirtæki í Ungverjalandi sem hafa fengið smáræðis fjármagn enda segja sér- fræðingar að Ungverjaland sé mun betur í stakk búið fyrir markaðsþjóðfélag heldur en nágrannaríki þess eystra. Þrátt fyrir lág laun og væntan- legan mikinn hagvöxt vega ókostirnir og pólitíska óvissan þyngra í mati vestrænna fjár- festa. Stjórnmálamenn í Austur- Evrópu eiga í miklum vanda; þeir vita að ef þeir geta ekki fullnægt vilja kjósenda varð- andi velferð og velmegun á tiltölulega skömmum tíma munu þeir verða hraktir frá völdum. Þversögnin er að einmitt þessi pólitíska óvissa fælir vestræna fjárfesta frá Austur-Evrópu. Og enn vant- ar kapítalið sem gæti snúið dæminu við... Ferðamenn á Suðurskautinu. Ótti við vaxandi túrisma Síðustu ósnortnu blettir jarð- arkringlunnar verða í vaxandi (Spiegel/óg) Fjármagn Fjárfestir Land Samherji Land Atvinnu- grein Upphœðir í mUlj. dollara Volkswagen Þýskaland CBS Frakkland General Electric Bandar. General Motors Bandar. Pilkington Bretl. Guardian Bandar. Suzuki, C.Itoh Japan Linde Þýskaland Elektrolux Svíþjóð Hamburger Austurríki Ford Bandar. Sanotl Frakkland Oberoi Indland U.S. West, Bell Bandar. Sara Lee Bandar. ABB Sviss Skoda, BAZ Tékkósl. Tourinvest Tékkósl. Tungsram Ungv. Rába-Gvör Ungv. HSO Póll. Magyar tíveg Ungv. Ikarus Ungv. Technoplvn Tékkósl. Lehel Ungv. Dunapack Ungv. Videoton Ungv. Chinoin Ungv. Hungar Hotels Ungv. (Staatl. Behörden) Tékkósl. Compack Ungv. Zamech Pólland Bflaiðnaður 6630 Hótel 175 Lýsing 150 Bflar.vélar 150 Gler 140 Gler 120 Bflaiðnaður 110 Tsekni 106 Kæliskápar 83 Pökkun 82 Bflhlutar 80 Lyf 80 Hótel 80 Símakerfi 80 Matvörur 80 Túrbínur 50 mæli eftirsóttir af ríkum ferða- mönnum; ísbreiðurnar á Suð- urheimskautslandinu. Þeir koma með ísbrjótum, flugvél- um og jafnvel á snekkjum. Þannig komu á liðnu ferða- mannatimabili um 1500 ferðamenn á bandarísku ferðamannastöðina Plamer Station sem er 50% aukning frá því í fyrra. Kostnaðurinn fyrir manninn fer léttilega yfir 50 þúsund krónur á dag. Um- hverfisverndarmenn hafa miklar áhyggjur af þessari þróun. Skipin menga sjóinn, lágflug flugvéla truflar eðlileg lífsskilyrði dýra á svæðinu. „Það verður að takmarka um- ferð ferðamanna á Suður- heimskautslandinu“ segja sérfræðingar í Suður- heimskautssvæðinu... (Spiegel/óg) ÞJÓÐLÍF 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.