Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 58

Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 58
NÁTTÚRA/VÍSINDI Bankað eftir maka Nábjallan fínnur maka með hjálp sérstakra skynfæra á öllum stnum sex fótum sem nemur bank annarra bjallna. Suður-England er m.a. þekkt fyrir margar fallegar kirkjubyggingar frá miðöld- um. Oft snýst lífið í þorpum á þessum slóðum um viðhald og björgun þessara bygginga. I flestum tilfellum eru það eik- arbjálkar í loftinu sem liggja undir skemmdum og er söku- dólgurinn nábjallan, Xest- obium rufovillosum. Nábjallan er talin vera plága djöfulsins í kirkjum og göml- um húsum. Hún kemur þó víða fyrir í náttúrunni og lifir í mörgum trjátegundum þótt uppáhaldsviðartegundir henn- ar, í Bretlandi a.m.k., séu eik og víðir. Bjallan ræðst á við sem rotsveppir hafa unnið á. Þannig verða rakir hlutar viðar fyrir barðinu á henni fyrst, þ.e. endarnir sem út úr standa og hlutar sem eru nálægt lekast- öðum, t.d. lekum þakrennum. Fullorðnar bjöllur koma úr holum í viðnum á vorin. Þær makast einu sinni og deyja. Mökunin varir frá hálftíma og allt upp í rúman klukkutíma. Einni eða tveimur vikum seinna verpa kvendýrin eggj- um í litlar sprungur í yfirborði viðarins, oftast um 50 talsins. Fullorðnu dýrin nærast ekki heldur lifa á forða sem þau söfnuðu meðan þau voru á lirfustigi. Þannig ráða líkams- stærð og efnaskipti hversu lengi fullorðnu dýrin lifa. Kvendýrin lifa yfirleitt ekki lengur en 10 vikur en karldýrin oftast 8-9 vikur í 20 gráðu hita. Eftir 2-5 vikur klekjast egg- in út. Lirfurnar skríða um og leita að heppilegum sprungum þar sem þær geta borað sig inn í viðinn. Það tekur síðan 2-10 ár fyrir þær að ná fullum þroska. Þá púpast þær síðsum- ars eða í haustbyrjun rétt undir yfirborði viðarins. Eftir 2-3 vikur rífa óþroskaðar bjöllurn- ar sig út úr púpuhýðinu en haldast í dvala innan í púpu- hylkinu þar til næsta vor. Þá sagar þroskuð bjallan ná- kvæmlega kringlótt gat í við- inn, 3-5 mm í þvermál og birt- ist á yfirborðinu þakin fínu lagi af viðardufti. En af hverju heitir þetta kvikindi nábjalla? Hún er þekkt fyrir sérkennilegt bank- hljóð sem fullorðnu dýrin gefa frá sér. Þegar hljótt var í göml- um húsum mátti heyra þetta hljóð úr innviðum þeirra. Oft var hljóðið sett í samband við dauða ættingja sem vakað var yfir og hjátrúin gerði ráð fyrir að hljóðið væri maðurinn með ljáinn að banka óþolinmóður í húsið á meðan hann beið eftir að ástvinurinn gæfi upp and- ann. Það er þó langt síðan að fyrstu efasemdir um þetta komu fram. Árið 1695 ritaði Benjamin Allen grein þar sem hann heldur því fram að þetta hljóð heyrist einnig í húsum þar sem enginn sé feigur. Langt er síðan að menn settu hljóðið í samband við sam- skipti bjallna fyrir mökun. Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að náhljóðið myndast er dýrin slá fremsta hluta höfuð- sins í viðinn. Karldýrið byrjar að banka, kvendýrið svarar oftast innan tveggja sekúndna og karlinn færir sig í átt að kvensunni. Komið hefur í ljós að dýrin nema banktitringinn í viðnum með sérstökum púð- um á fótunum. I púðunum eru sérstök næm skynfæri sem nema titring viðarins. Vonast hefur verið til að þessa vitneskju megi nota á einhvern hátt í framtíðinni til að halda nábjöllunni í skefjum og koma þannig í veg fyrir skemmdir á gömlum, fögrum byggingum. Það hefur nefni- lega ekki reynst kleift að nota náttúruleg rándýr til að eyða nábjöllunni þar sem a.m.k. önnur þeirra tveggja tegunda rándýra sem vitað er að leggj- ast á nábjöllur getur einnig bit- ið fólk, auk þess sem erfitt er að sleppa rándýrunum lausum þar sem dýrin lifa, þ.e. djúpt í viðnum. Með einhvers konar sjálfvirkum titringsbúnaði í viðnum væri e.t.v. hægt að trufla banksamskipti kynj- anna og þar með koma í veg fyrir að þau hittist og makist. Einnig er hugsanlegt að með upptökum af bankandi bjöll- um verði hægt að fá bjöllur í viðnum til að banka á móti og koma þar með upp um sig áður en þær ná að valda miklum skaða. Þjónusta alla leið ■s TOLLVORU - GEYMSLAN HF FRlGEY USLA ■ VÖRUHÓTEL Við önnumst flutninga • SAFNSENDINGAR • FLUTNINGSMIÐLUN Við sækjurn vörur • FRAKTFLUG • SKirAAFCREIDSLA • PÓSTAFCREIÐSLA Við sjáum um skýrslugerð • TOLLSKÝRSLA • ALMENN' TOLLSKÝRSLA • TRANSIT • ENDURSENDINGAR • VERÐBREYTINCAR • ÚTFLUTNINGUR Við meðhöndlum vörur 0 • GÁMALOSUN • VÖRUMERKINGAR • VÖRUFLOKKUN •PÖKKUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.