Þjóðlíf - 01.08.1991, Qupperneq 50

Þjóðlíf - 01.08.1991, Qupperneq 50
ERLENT UMDEILANLEGUR ÁVINNINGUR Reynslan af einkavœðingu í Bretlandi: Aðförin mikla að opinberu eignarhaldi GUÐMUNDUR JÓNSSON LUNDÚNUM Þann 1. janúar 1947 var mikill hátíðar- dagur hjá námamönnum í Brctlandi. Þá voru flestar kolanámur yfírteknar af hinu nýstofnaða ríkisfyrirtæki National Coal Board. Námamenn höfðu lengi mátt þola harðstjórn voldugra námueigenda, kaldrifjað arðrán við einhverjar erfið- ustu vinnuaðstæður í heimi. Nú voru bjartari tímar framundan, stjórn Verka- mannaflokksins hét betrumbótum í krafti opinbers eignarhalds á kolanám- unum. þessum árum var ýmisleg önnur mikilvæg starfsemi þjóðnýtt, Eng- landsbanki, símaþjónustan, stjórn flug- valla, vegagerð, járnbrautirnar, gasfram- leiðslan, járn- og stáliðnaðurinn. Frá 1945 til 1949 voru hvorki meira né minna en 20% hagkerfisins þjóðnýtt. Draumurinn um opinbera eign á fram- leiðslugögnum þjóðarinnar átti sér langa sögu. Á síðari hluta 19. aldar beindu menn sjónum aðallega að jarðnæði en eftir alda- mót var líka krafist þjóðnýtingar á kola- námum. Með sókn Verkamannaflokksins óx þjóðnýtingarhugmyndum ásmegin en það var ekki fyrr en 1937 að flokkurinn einsetti sér að koma mikilvægum fyrir- tækjum í þjóðareign, einmitt þeim sem eru nefndar hér að ofan. Hverju átti ríkiseign á þessum fyrir- tækjum að ná fram? Annars vegar féll hún vel að hugmyndum um áætlunarbúskap sem voru vinsælar á fjórða og fimmta ára- tugnum en með því að skipuleggja fram- leiðslu á mikilvægum sviðum efnahags- lífsins töldu menn að hægt væri að draga úr þeirri sóun og óhagkvæmni sem óheft samkeppni hafði í för með sér. Þjóðnýting myndi líka bæta ómanneskjuleg vinnu- skilyrði sem verkafólki voru búin, hið op- inbera skyldi hafa velferð almennings að leiðarljósi en ekki hámarksgróða. Enda þótt þjóðnýting bætti vinnuskil- yrði verkamanna og samskipti við stjórn- endur urðu ríkisreknu fyrirtækin ekki gildur hlekkur í langtímaefnahagsáætlun- um hins opinbera eins og sumir ætluðu. Ekki juku þau heldur áhrif verkafólks á stjórn þjóðnýttu fyrirtækjanna sem kom- ust í hendur skriffinnskubákns og varð rekstur þeirra þunglamalegri og miðstýrð- ari með tímanum. Mörg fyrirtækjanna urðu fjárhagsleg byrði á ríkinu enda hafði þjóðnýting þeirra ekki alltaf sprottið af sósíalískum hvötum; oft var um að ræða björgunaraðgerðir ríkisins í hnignandi at- vinnugreinum eins og í kolanámi, þar sem einstökum atvinnurekendum var um megn að fjárfesta í nýtísku tækni til að gera fyrirtækin hagkvæmari. Meira að segja stjórn íhaldsflokksins stóð fyrir svona björgunaraðgerðum með þjóðnýt- ingu Rolls Royce fyrirtækisins og skipa- smíðastöðva í Skotlandi upp úr 1970. argir hagfræðingar vilja trúa því að ónóg þjónusta og slæmur rekstur hafi verið óhjákvæmilegir fylgifiskar þessa opinbera reksturs en alhæfingar í þessu efni eru óáreiðanlegar. British Telecom og British Gas skiluðu til að mynda árvissum hagnaði. Athugun á viðhorfum stjórnenda fyrrverandi ríkisfyrirtækja leiðir í ljós að helstu vandkvæðin í rekstri hlutust af því hve háð þau voru þinginu og ríkisstjórn- inni um rekstrarfé, að gjaldskrám var haldið niðri af pólitískum ástæðum, lang- tímaáætlanir voru vanræktar og að þau svöruðu ekki kröfum neytenda nógu vel. Á síðasta áratug var blaðinu algerlega snúið við. Dregið var úr ríkisumsvifum og markaðsöflunum veitt meira svigrúm í efnahagslífinu. Hvergi varð afskiptaleys- isstefnu í efnahagsmálum fylgt fram af meiri einurð og í Bretlandi, þar sem ríkis- stjórn Thatchers veitti nýfrjálshyggjunni forystu. Einn merkilegasti þátturinn í stefnu stjórnarinnar var einkavæðingin svokallaða sem felst í því að færa verkefni úr opinberum rekstri í hendur einkaaðila. Hefur stjórn íhaldsflokksins getið sér slíkt orðspor að einkavæðing er orðin að út- flutningsvöru. Erindrekar annarra ríkis- stjórna, nú síðast frá Austur-Evrópu, koma í stríðum straumum til að leita ráða Eftir því scm á leið einkavæðingartímann fjölgaði óánægðum þjóðfclagsþegnum. 50 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.