Þjóðlíf - 01.08.1991, Qupperneq 87

Þjóðlíf - 01.08.1991, Qupperneq 87
'< ■* * j* 4) étf v v % Hörpulaufið á Madagaskar (efst) býr yfir efni sem er virkt gegn krabbameini. Ur fíngurbjargar- blómum er m.a. unnið bjartalyfíð dígoxín. I Níkaragúa vexgæsajurt sem leggur til efni er kemur að gagni við niðurgangi. kepnan, sjálfskipaður herra jarðarinnar, líklega allmörg- um tegundum plantna og dýra og meðal þeirra leynast án nokkurs vafa mikilvægar lækningajurtir og -dýr. Vits- munaleg fæda Réttfœða getur aukið greind barna ú örfáum mánuðum Rannsóknir benda til þess að vítamín og steinefni í fæðu barna hafi áhrif á greind þeirra. Sagt er að eitt epli á dag komi heilsunni í lag og haldi læknum víðs fjarri. Þetta er ef til vill nokkuð orðum aukið en nýleg rannsókn hefur styrkt þær kenningar að það sé mjög mikilvægt að neyta vítamína og steinefna í ríkum mæli. Að líkindum á þetta einkum við um börn en í ljós hefur komið að ef þau neyta réttrar fæðu megi merkja aukningu á greind þeirra á nokkrum mán- uðum. Rannsóknir í Bandaríkjun- um, á Englandi og í ísrael hafa beinst að neyslu barna í þrem- ur sex hundruð barna hópum. Rannsóknunum var ætlað að kanna áhrif 13 vítamína og 10 steinefna. Börnunum var skipt í fjóra hópa. Einn hópurinn fékk fullan skammt allra efn- anna en aðrir tveir hópar ann- ars vegar hálfan skammt stein- efna og vítamína og hins vegar tvöfaldan skammt. Fjórði hópurinn var viðmið rann- sóknarinnar og fékk enga við- bót næringarefna í fæðuna. Börnin gengust undir fimm ólík greindarpróf bæði áður en tilraunin hófst og síðan fjórum mánuðum síðar. Börn í þeim Vítamín ogsteinefni efla vit. Börn sem neyta vítamín- og steinefnaauð- ugrar fæðu verða greind og úrræðagóð. hópum sem fengu fullan skammt vítamína og steinefna hækkuðu í greindartölu um fjögur stig og sum um allt að 11 stigum. Börnin reyndust eink- um fljótari að setja sig hratt og vel inn í hvers kyns vanda. Tilraunirnar hafa vakið mikla athygli, einkum vegna þess að börnin eru í ólíkum löndum þar sem grunnfæðan er breytileg. Tekið er fram að ekkert barnanna bjó við van- næringu áður en til tilraun- anna kom. Menn vita ekki gjörla hvert eða hver vítamínanna og stein- efnanna hafa mest áhrif í þá átt að efla greindina. 0 Þess vegna roftnar þú Andlitsroði er eingöngu fé- lagslegtfyrirbæri. Þeir sem roðna gera það einungis í návist annarra, aldrei með sjálfum sér einum. Þetta er niðurstaða bandarískrar rannsóknar sem beindist að 220 nem- endum. Rannsóknin leiddi ennfremur í ljós að þeir sem roðna hafa öllu jöfnu minna sjálfstraust en hinir sem sjaldan eða aldrei verða rjóðir í vöngum. Sjálfs- traustið er svo lítið vegna þess að þeir eru sí og æ að velta því fyrir sér hvernig aðrir líta á þá. Slíkar hugs- anir næra eingöngu þann ótta að vera útskúfað úr samfélagi við annað fólk. Sálfræðingar telja því að kinnroði og aðrar birtingar- myndir feimni og vand- ræðagangs gegni því hlut- verki að fá fram jákvæðari viðbrögð nærstaddra við óframfærninni og að komast hjá því að vera vísað á bug. ÞJÓÐLÍF 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.