Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.05.2009, Side 14

Víkurfréttir - 14.05.2009, Side 14
14 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 20. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR WWW.N1.ISN1 er leiðandi verslunar- og þjónustufyrirtæki á sviði bílatengdrar starfsemi fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Liðsmaður óskast Nánari upplýsingar veitir Dagur Benónýsson í síma 440-1030 eða dagur@n1.is Áhugasamir geta sótt um starfið á www.n1.is fyrir 24. maí 2009 N1 óskar eftir að ráða starfsmann á hjólbarðaverkstæði sitt í Reykjanesbæ. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Hæfniskröfur: � Reynsla og þekking af smur- og hjólbarðaþjónustu � Rík þjónustulund � Öguð vinnubrögð C M Y CM MY CY CMY K Hjólbaraðverkstæði Reykjanesbæ 1_4.pdf 11.5.2009 14:19:32 Við sameiningu sveitarfélag- anna og stofnun Reykjanes- bæjar var ákveðið að fara í stór- framkvæmdir í Helguvík fyrir iðnaðarsvæði. Í l o k á r s i n s 1994 var fyrsta skipið tekið upp að nýjum 150 metra viðlegu- kanti í Helgu- vík. V i ð h ö f u m tekið á móti 30-40 erlendum fjár- festum á þessum tíma með að- stoð Fjárfestingarstofu Íslands, Hitaveitu Suðurnesja, Kadeco og fleiri innlendum aðilum. Aðeins eitt erlent fyrirtæki Aal- borg Portland með sementsinn- flutning hefur fest rætur sínar í Helguvík. Undirritaður var samningur við Norðurál (Century Aluminium) 26.4. 2006 um byggingu álvers, og framkvæmdir hafnar 13.05. 2008. Loksins var samþykktur fjárfest- ingarsamningur af ríkisstjórn- inni fyrir 360 þúsund tonna ál- ver, en framkvæmdir við álverið hafa tafist um 7 mánuði m.a. vegna þessa. Áætlað er að byggingarfram- kvæmdir verði komnar á fulla ferð í haust, en heildar fjárfest- ingarkostnaður álversins eru 225 milljarðar króna. Fyrsti áfangi er áætlaður að fara í notkun á árinu 2011. Unnið er að fjárfestingarsamn- ingi við ríkið fyrir Kísilflöguverk- smiðju (Icelandic Silicon Cor- poration), sem hefur fengið sam- þykkt umhverfismat í Helguvík. Vonandi gengur það eftir, og þá verður hægt að hefja þær fram- kvæmdir á árinu 2010. Rekstur hafnarinnar hefur alltaf skilað hagnaði fyrir afskriftir og fjármagnsliði frá stofnun Reykja- neshafnar 1.1.1990. Einnig eftir hvarf Varnarliðsins, sem var töluverður samdráttur í tekjum af vörugjöldum, en í staðinn komu tekjur af vörugjöldum af olíuinnflutningi í Helguvík sem eru enn að aukast. Reykjaneshöfn hefur þurft að fjármagna framkvæmdir við væntanlega álvershöfn og iðn- aðarsvæðið í Helguvík með lántökum. Reiknað er með ríkis- styrki í þær hafnarframkvæmdir eins og með sambærilegar hafn- arframkvæmdir á Reyðarfirði og Húsavík. Þegar álverið verður komið í fulla stærð, kísilflöguverksmiðja og önnur hafnsækinn starfsemi kominn til Helguvíkur munu tekjur hafnarinnar og fasteigna- gjöld greiða upp fjárfestingu hafnarframkvæmda á 12-15 árum. Það er ekki nóg að samþykkja að fá álver eða önnur stóriðjufyr- irtæki til Reykjanesbæjar. Það þarf að framkvæma hafnargerð o.fl. til að svo megi verða, og það kostar tímabundna skuld- setningu. Sumir bæjarfulltrúar minnihlutans eru með álveri þegar það hentar þeim, en móti hafnargerð og skuldum sem því fylgja. Uppbygging Reykjaneshafnar í Helguvík mun skila fjölda nýrra starfa strax á þessu ári þegar framkvæmdir fara á fulla ferð í uppbyggingu álversins. Jafnframt munu tekjurnar af ál- verinu renna bæði í hafnarsjóð og sem útsvarstekjur af starfs- mönnum við uppbyggingu og rekstur álversins. Nú eru 1900 manns á atvinnu- leysisskrá á Suðurnesjum og eru bæjarbúar orðnir mjög óþreyju- fullir og vilja drífa áfram þessa stærstu stóriðjuframkvæmd sem við höfum staðið fyrir og koma því á fulla ferð. Því ekki veitir af í þeirri mjög erfiðu stöðu sem Suðurnesin og íslenskt þjóðfélag stendur frammi fyrir. Síðastliðin 5 ár höfum við unnið ötullega að uppbyggingu álvers í Helguvík og verið óhræddir við að taka afstöðu með álverinu í bæjarstjórn og opinberri um- ræðu. Því þó nokkrir eru á móti þessari atvinnustarfsemi, en við trúum að hún muni stuðla að fjölbreyttu atvinnulífi og stöðu- gri vinnu. Þar sem reglubundnar siglingar til Helguvíkur munu laða að fyrirtæki, sem jafnt eru úrvinnslufyrirtæki áls eða með léttari iðnað. Einstakt er að hafa stórskipahöfn og alþjóðaflugvöll í 10 km fjarlægð. Þorsteinn Erlingsson skipstjóri, form. Atvinnu- og hafnaráðs RNB. Klaas Kloosterboer í Suðsuðvestur: „Pulp Machineries“ Næstkomandi laugardag 16. maí kl.16:00 opnar Suðsuð- vestur í samvinnu við Galerie van Gelder (Amsterdam) einkasýningu á verkum hollenska listamannsins Klaas Kloosterboer. Sýningin tilheyrir Listahátíð í Reykjavík 2009 og ber yfirskriftina „Pulp Machineries“. Sýningin stendur til 14. júní. Ókeypis aðgangur og allir eru velkomnir. Suðsuðvestur er til húsa á Hafnargötu 22 í Kefla- vík, þar er opið um helgar frá kl. 14-17 og eftir samkomu- lagi. – sjá nánar á vf.is Þorsteinn Erlingsson skrifar: Rekstur Reykjaneshafnar ÚTKALLSSÍMI VÍKURFRÉTTA LJÓSMYNDARI OG KVIKMYNDATÖKUMAÐUR Á BAKVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN EF ÞÚ VERÐUR VITNI AÐ FRÉTT!

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.