Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.08.2009, Side 12

Víkurfréttir - 20.08.2009, Side 12
12 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 33. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Nú þegar skólar fara að hefjast mun umferð a u k a s t t i l muna, bæði a k a n d i o g gangandi veg- farenda. Þar á meðal eru börn sem eru að hefja skóla- göngu og óvön mikilli um- ferð og því ber að huga sér- staklega að þeim en sumir eru alls óvanir að vera í kringum farartæki. Umhverfis- og skipulagssvið vinnur nú að árlegu umferðar- átaki á götum bæjarins. Átak þetta er unnið í góðu samstarfi við Lögregluna á Suðurnesjum og munum við hjá Umhverfis- og skipulagssviði ásamt lög- reglu vera áberandi á götum bæjarins þegar skólar hefjast. Sérstök áhersla verður nú sem endranær í skólahverfum en auk þess að setja upp merk- ingar mun lögreglan vera með hraðamælingar á þeim götum sem liggja næst skólum. Rétt er að minna ökumenn á að hámarkshraði í öllum hús- götum í Reykjanesbæ er 30 km sem og við grunnskóla. Gatnakerfið er skipulagt þannig að stofngötur hafa 50 km hámarkshraða en safn- götur og húsagötur 30 km. Við hjá Umhverfis- og skipu- lagssviði Reykjanesbæjar vinnum nú að umferðarörygg- isáætlun í samstarfi við Um- ferðarstofu þar sem kortlagðir verða allir þeir staðir sem valdið hafa umferðaróhappi, eða hafa fengið ábendingu um hættu. Með þessari vinnu er gerð tilraun til að útrýma hættum í okkar ágæta gatna- kerfi. En það verður þó aldrei gert án aðstoðar frá vegfar- endum og þeim ökumönnum sem um göturnar aka. Oft og tíðum virðast ökumenn ekki taka nokkurt mark á merkingum og hraðatakmark- andi hindrunum og virðist þá engu skipta aðstæður og um- hverfi. Þessir ökumenn keyra langt yfir löglegum hámarks- hraða og virða að vettugi að- stæður. Fyrir þessa ökumenn er svipting eina úrræðið og munum við vonandi ná að stöðva sem flesta á næstunni áður en þeir verða sjálfum sér eða sem verra er öðrum að fjörtjóni. Allar ábendingar um úrbætur má senda á usk@reykjanes- baer.is. Guðlaugur H. Sigurjónsson framkvæmdastjóri Umhverfis- og skipulags- sviðs Reykjanesbæjar Vogar eru rólegur, vina-legur og fjölskylduvænn bær með rúmlega 1.200 íbúa. Þar af eru um 400 börn og ungmenni undir 18 ára aldri og eru þau mikið á ferðinni um bæinn, bæði hjólandi og gangandi. Það hefur verið stefna sveitar- félagsins um árabil að hlúa sem best að fjölskyldunni og börnum í samfélaginu. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur tekið enn eitt skrefið í þá átt með því að lækka umferðar- hraða í þéttbýlinu í Vogum í 30 km frá og með 21. ágúst næstkomandi. Ákvörðunin er tekin í kjölfar skýrslu sem Sjóvá Forvarnar- hús vann fyrir bæinn um um- ferðaröryggi og merkingar í Vogum. Breytingin er gerð í góðu samstarfi við lögregluna á Suðurnesjum, en frá því í vor hefur lögreglumaður haft aðstöðu í íþrótta- og félags- miðstöðinni og vinnur hann í nánu samstarfi við frístunda- og menningarfulltrúa að for- varnarmálum í bænum. Jafn- framt hefur reglubundnum eftirlitsferðum lögreglu um bæinn fjölgað. Hámarkshraði á f lestum götum í Vogum er nú þegar 30 km á klukkstund. Aðeins á Hafnargötu, hluta Stapavegar og hluta Vogagerðis er 50 km hámarkshraði. Breytingin er því jafnt til einföldunar fyrir ökumenn og til að bæta um- ferðaröryggi, en hámarkshraði verður 30 km/klst í öllu þétt- býlinu frá gatnamótum Hafn- argötu og Stapavegar. Ég vil beina eftirfarandi orðum til ökumanna í Vogum. Í Vogum búa mörg börn, okkur þykir vænt um þau öll. Vinsamlegast akið varlega. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Vogum, skrifar: Hámarkshraði í Vogum lækk- aður í 30 km á klukkustund Hægjum á okkur Guðlaugur H. Sigurjónsson skrifar:

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.