Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.09.2009, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 03.09.2009, Blaðsíða 25
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 3. SEPTEMBER 2009 25STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í um fjöll un und an farna daga hefur borið á veru- legum rangfærslum varðandi tímalengd nýtingarsamnings um jarð hita- rétt indi sem Reykjanesbær e r e i g a n d i að en gerð ur h ef ur ver i ð l e i g u s a m n - ing ur um til HS Orku. Margir hafa vísvit- andi látið hafa eftir sér að samningurinn sé til 130 ára sem er alrangt. Hið rétta er að samningurinn er til 65 ára og er algjörlega orðaður í samræmi við lög sem um slíka samninga gilda. Í lögunum sem sett voru í júní 2008 segir: „Ríki, sveitar- félögum og félögum í þeirra eigu, sbr. 3. mgr., er heimilt að veita tímabundið afnota- rétt að réttindum skv. 2. mgr. til allt að 65 ára í senn. Hand- hafi tímabundins afnotaréttar skal eiga rétt á viðræðum um framlengingu réttarins þegar helmingur umsamins afnota- tíma er liðinn.“ Í samningum Reykjanesbæjar og HS orku segir m.a.: „Með samningi þessum lýsir landareigandi (Reykjanesbær, innsk.höf.) því yfir að hann framselji rétthafa (HS Orka, innsk.höf.) allan rétt til þess að nýta eða sækja um rann- sóknarleyfi og nýtingarleyfi að jarðhita og grunnvatni á eftir- farandi landareignum sínum til næstu 65 ára.“ Enn fremur segir: „Það er jafn- framt grundvallarforsenda samnings þessa að viðræður um framlengingu afnotasamn- ingsins munu eiga sér stað þegar helmingur þessara 65 ára er liðinn, þ.e.a.s eftir u.þ.b. 32 ár. Skulu þær viðræður taka mið af þeirri forsendu beggja aðila þessa samnings, að HS Orka hf. eigi rétt á framleng- ingu réttarins eftir lok þessa samnings í samræmi við gild- andi lög“. Eins og leiðir af þessum til- vísunum er rétt að benda á að Reykjanesbær hefði aldrei fengið að kaupa lönd og auð- lindir á Reykjanesi og í Svarts- engi nema um leið hefði verið gerður samningur um nýtingu auðlindarinnar sem áður var alfarið í höndum HS Orku. Fyrir tilstuðlan meirihluta bæj- arstjórnar Reykjanesbæjar eru löndin og auðlindirnar hins vegar nú í eigu Reykjanes- bæjar en samið hefur verið við HS Orku um nýtingu til 65 ára og fær Reykjanesbær tugi milljóna króna á ári í afgjald fyrir þá nýtingu. Böðvar Jónsson. Höfundur er bæjarfull- trúi í Reykjanesbæ og formaður bæjarráðs Böðvar Jónsson bæjarfulltrúi skrifar: Samningar algerlega í samræmi við lög Nýr organisti Grindavíkurkirkju Kári Allansson hefur verið ráðinn nýr organisti í Grindavík- urkirkju í stað Tómasar Guðna Eggertssonar sem hefur ráðið sig til Seljakirkju. Kári er 27 ára og hefur verið organisti við Óháða söfnuðinn undanfarin tvö ár. Hann er að ljúka námi við tónskóla Þjóðkirkjunnar og jafnframt að útskrifast á kirkjutónlistarbraut Listaháskólans.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.