Heima og erlendis - 01.10.1946, Blaðsíða 3

Heima og erlendis - 01.10.1946, Blaðsíða 3
myndasafnið Glyptotheket, (Ráðhúsið, Garð, safnið í Lyngby) o. s. frv. Alþingismennirnir dáðst að öllu, sem þeir sjá og heyra, og efnið í ræðum allra og samtölum, jafnt hjá Islendingum sem Dönum, er, að þessi sumar- heimsókn hljóti að valda gagnkvæmu og gifturíku samstarfí í framtíðinni. Islenzki ráðherrann Hannes Hafstein sagði í ræðu sinni við miðdagsveizlu Ríkisdagsins: ?jStraks fyrsta daginn, þegar við sáum hið fagra Sjáland andaði til vor hlýju og vin- áttu frá hinum dönsku ströndum“. Og fáum dögum eftir komuna hingað, sagði íslenzkur þingmaður, sem er hóndi, og sem aldrei fyrr hafði komið út fyrir landsteinana, að þonum fyndist þetta allt vera sem draumur eða ævintýr. það var alveg nýr og óvæntur heimur, sem honum hafði opinherast. Ekki, á meðen hann lifði, myndi hann gleyma þessari Danmerkurför. það er einmitt með því að fínna nýja heima, eins og þann, sem þessi alþingis- bóndi átti við, sem stuðlar að því, að heim- sóknin fái raunhæfa þýðingu. Og ef menn þekkja rétt íslenzkt og danskt þjóðlíf, eins og það er nú, er örugt að treysta því, að koma niuni ávextir upp af því fræi, sem sáð hefur verið til, þessa sögulegu, íslenzku daga liins fagra danska miðsumars, ársins 1906. Heillri viku áður en þingmennirnir koma, fara blöðin að segja frá fyrirkomulagi há- tíðahaldanna, fyrirhuguðum ferðalögum o. s. frv. Og þegar koma þeirra nálgast, hirtir jJPolitiken“' nöfn þingmannanna með stuttu *viatriði hvers eins og mynd af viðkomandi þingmanni. Og meðan þeir dveljast hér, fylgja blöðin þeim dag frá degi og myndir eru teknar af þeim, þannig birtir „111. Tid.“ (29. júlí) mynd af þeim á Garði, í Tivoli og í Glyptotheket. Segir í „Nat. Tid.í£ að engin endi hafí ætlað að verða á myndatöku við lieimsóknina til konungs í Fredenshorg. það má líka kalla svo, að ferð þessi liafí °rðið landkynning fyrir Island, því svo víða liirtust greinar um þetta leyti um ísland og 'slenzk mál, þannig skrifar M. P. Blem, þing- raaður um „Islands okonomiske Fremskridts periode“ í „111. Tid.“ og Holger Wiehe grein 1 sama hlað með fyrirsögninni (á íslenzku): jjTil vináttu og heillar frændsemi“ og gerir a& einkunaroðum þetta úr kvæði Matt. Joch. . . . samskifta vorra sé endir bróðurlegt orð. Fylgja greininni myndir frá íslandi. Væri grein þessi vel þess virði, að Islendingar læsu liana. Hún er skrifuð af svo næmum skiln- ingi á sjálfstæðismálum Islendinga, eins og þau lágu þá. Heima og erlendis. Fyrir dugnað tveggja vina minna á íslandi, vinarhug þeirra í minn garð og samúð með þeirri liugmynd, sem hlað þetta er hyggt á, er útgáfa blaðsins nú tryggð fjárhagslega. Fæ eg aldrei fullþakkað þessum vinum mín- um lijálpina. þá hafa íslenzku blöðin tekið blaði mínu vel, með miklu meiri samúð en mig hafði dreymt um. Færi eg þeim þakkir mínar fyrir en bið þau jafnframt að sleppa ekki af mér hendinni, fyrr en yfír lýkur. Einnig hafa iðnbræður mínir á íslandi og ýmsir aðrir vinir og vandamenn sýnt mér þann vinahug, ekki að eins að kaupa hlaöið heldur líka verið með að afla þvi kaupenda heima á gamla Fróni. þökk sé þeim fyrir það. Og þá landar mínir i Danmörku, þeir hafa líka sýnt mér velvilja og skiling, með því að kaupa l)laðið. það fínnast alt af menn rneðal Islendinga hér, sem hlaupa undir hagga ef á liggur, maÖur veit nöfnin og bregst aldrei árangur. þeir skulu líka hafa þakkir mínar fyrir. Vingjarnleg bréf hafa mér líka horist í til- efni af stofnun hlaðsins — já, alla vegu frá Istanbul! Bréf þessi hafa veriö mér hvatn- ing og eg er þakklátur fyrir þau. En þrátt fyrir alt þetta eru þó óskir mín- ar ekki á enda. Von mín er sú, að fleiri og íleiri verði til þess að kaupa blaðið, þvi eng- inn skyldi ætla, að þetta sé orðin féþúfa fyrir mig, að eg geti slangrað eftir götum horgar- innar og lifað áhyggjulausu lífi! þá ósk el eg ekki í brjósti, en vel gæti eg liugsað mér að ná svo langl, að þurfa ekki að óttast að eg eða aðrir hættu fé sínu fyrir útgáfu blaös þessa. Svo áfram og upp á við! Til þess geta íslendingar hjálpað mér — heima og er- lendis. þorfinnur Kristjánsson. 19

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.