Heima og erlendis - 01.10.1946, Blaðsíða 6

Heima og erlendis - 01.10.1946, Blaðsíða 6
þeirra Ibsens og Björnsons, sem þá virtist braut er bar til frægðar og frama í allri norðurálfunni — ótamdir kraftar, sem á þeim árum sneru öllu upp og niður í gildaskálum og listamannalífi Kaupmannahafnan Jónasi GuÖlaugssyni skýtur nú líka upp í þessari lifandi bringiðu, og barátta bans fyrir aÖ tileinka sér danskt ritmál hefst. Honum var þegar ljóst, að liann ætti aÖ yrkja á dönsku, bæöi til þess aÖ geta lifað af því — möguleiki, sem þó alltaf var lítill alla lians ævi — og til þess aö vinna sér frægö. Hann hefur á- reiðanlega á þessum ár- um dreymt hina stóru drauma æsku sinnar um frægÖ, sem náði langt út yfir bin þröngu tak- mörk Islands og Dan- merkur. Eg man enn eftir fyrstu fálmandi tilraunum lians á dönsku, bæÖi í ljóÖ- um og óbundnum stíl. Hann las |>aÖ fyrir mig einn vormorgun i FriÖriksberg-garðinum. Hinn logandi skáld- andi bans minnti á vængbrotinn örn, sem reynir aö hefja sig til ilugs. Meö hreyfingum höfuÖs og banda meitlaði hann út hrynj- anda, sem bljómaði í eyra hans, meðan hann fálmaði og leitaði að orðum, sem gefiÓ gætu tilfinningunni útrás. En furÖu iljótt náði biÖ næma eyra bans tilfinningu fyrir málinu, og eftir aðeins tvö ár kom fyrsta ljóöabókin á dönsku: „Sange fra Nordhavet“, og á eftir hinar tvær: „Viddernes Poesi“ og „Sange fra de blaa Bjerge“. Titlarnir einir skýra frá draumum hans um beimalandið. Hann var ekki aðeins íslendingur aö uppruna held- ur var öll tilvera bans og efniviÖur íslenzkt: Hann yrkir á dönsku um jökla og víöerni óbyggÖanna og bin bláu fjöll og barÓa og stríöa veðráttuna við strendur heimalandsins nyrzt í Atlanlshafi. Hugur hans hverfur aldrei frá Islandi nokkra stund. AÖ lesa ljóð bans er eins og aÖ sjá landió opiö fyrir sér. Hann er í raun og veru það íslenzka skáld, sem syngur um land sitt og þjóÖ með svo djúptækri og næmri tilfinningu, að það er eins og vér í gegnum sál hans fyrst skynjum fullkomlega hin íslenzku þjóðarsérkenni. Hann fékk eiunig tíma til aÖ gefa út þrjár bækur í óbundnu máli: „Sólrún og biÖlar hennar“, „Monika“ og „BreiöfirÖingar“. Hér finnum vér íslenzkar þjóólífslýsingar á kristalhreinu rnáli, sem minnir á stíl Björn- sons. jiaö eru minningar frá bernskuárunum, sem hér koma fram — sérkennilegt almúga- fólk, lífiÖ á sveitabæjum og á heimilum fá- tæklinga — allt fléttað inn í anda sögualdar- innar, en samt sem áður hárvissar lýsingar úr þjóðlífinu í byrjun aldarinnar. Hann er hvorttveggja í senn máttugur og mildur og meÖ djúpum skilning á mannlífinu og jiví, sem oft leynist hversdagslega undir yfirborö- inu, en liefur þó sína miklu þýÖingu fyrir hið mannlega. þrátt fyrir þaÖ að liann var svo ungur aÓ árum var hann þó meö í baráttunni fyrir sjálfstæði lands síns, fyrir fánamálinu og fyrir sambandshugmyndinni. Hann var ekki skilnaöarmaður. En sjálfstæÖistímabil íslands á söguöldinni slóð jafnan fyrir honum eins og hugsjón og draumur, þó án þess aÖ í því fælist broddur gagnvart landi voru. Hann var óþreytandi að skrifa í dagblöÖin um for- tíð og framtíÖ íslands. Naumast hefur nokkur Islendingur staðiÖ oss Dönum nær en Jónas Guölaugsson. Hann hafÖi afar víðtæka þekkingu á bók- menntum vorum, sögu og þjóðfélagsmálum. Fáir höfðu lesið meira en hann, og þekking bans var svo margþætt, að maður gat „flett upp í honum“ eins og í stórri aifræðiorÖabók. SameiningNorðurlandajijóÖanna er hugsun, sem stöðugt og upp aftur og aftur kemur fram í skáldskap hans. Hann eins og sá fyrir þann anda, sem heimsstyrjaldirnar tvær bafa eins og knúiö fram, um samheldni og einingu milli Dana, Norömanna og Svía — að Islandi ógleymdu. Kan 1 mærke, det lysner af Solskin i Sindet, Kan I se, at det gloder i Tanker og Ord, At vi samles i Haahet og modes i Mindet, Vi Born af een Race, vi Sonner af Nord. Segir hann 1912 í kvæöinu „Det nye Nord“. Hann var ekki aÖeins Islendingur, bann var Norðurlandabúi i hæsta veldi. Og þaÖ er mikil ánægja aö geta fullyrt, aö ljóð hans séu engan veginn gleymd. Vormorgun — þann 15. apríl 1916 — dó Jónas GuÖlaugsson skyndilega norður á Skaganum, um þaö bil hálfum mánuði áöur 22

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.