Heima og erlendis - 01.10.1946, Blaðsíða 7

Heima og erlendis - 01.10.1946, Blaðsíða 7
en hann hefÖi orðið þrítugur. Síðustu fjögur ár æfi sinnar var hann mjög tengdur Skag- anum. þar hafði hann mætt konu sinni, sem var hollenzk. Haföi hún búiÖ þessum heim- ilislausa manni heimili í þrjú hamingjusöm ár og fætt honum son. Hann dó á Skaga-hóteli. — I tæplega eitt ár hafÖi hann kennt sjúkleika. — Snemma morguns vaknaði Anni, kona hans. En hún var sjaldgæf kona, sem hafði verið oss öllum eins og móðir á þessurn árum. Hann hafði 1'engiÓ blóðspýting. Anni sat alein við rekkju lians. Aprílsólin kastaði fyrstu geislum sínum inn um gluggann. — Síðustu orð hans voru: Sjáðu vorsólina .... Svo nefndi hann nöfn konu sinnar og son- ar síns. Gröf hans er í SkagakirkjugarÖi, rétt hjá hinu mikla listamannaleiði. Dálítill hópur af vinum reisti honum bautastein, og ekkert sumar líöur til enda án þess, að einhverjir veröi til að leggja hlóm á leiði hans. „Kólfur“. Hefí heðiö dr. Sigfús Blöndal að segja frá þessum félagsskap og fer svar hans hér á eftir: Hann er svo til kominn, að meÖan hér var Hafnardeild Bókmenntafélagsins var þaÖ komiÖ í venju aÖ stjórn þess félags á eftir hverjum aÖalfundi borÖaði kvöldverð bjá á Porta á horninu á Nytorv, og var þá stú- dentum, sem eitthvaö höfÖu aöstoðað stjórn- ina, oft boðið með. þegar svo Bókmenntafé- lagió fluttist heim héðan, söknuÓum viö sem þá vorum í síðustu stjórninni þessara kvöld- veröa, og viö fímm (Finnur Jónsson, Bogi Melsteð, þorv. Thoroddsen og Gísli Brynjólfs- son auk mín) fórum svo að halda þeim áfram og oftar en áður, og fengum nokkra aöra menntamenn hér búsetla smámsaman meö okkur. ViÖ kölluðum okkur „Kólf" — ég var „Forkólfur" af því ég hafÖi átt upp- tökin. ViÖ komum saman einu sinni á mán- uöi lijá á Porta, og höfÖum |)ar herhergi út af fyrir okkur. ViÓ ákváöum sjálfir hverja yiö tókum meÓ sem fasta félagsmenn, og huóum sjaldan gestum; þó kom þaö fyrir. A síöustu árum hefur ekki verið hægt aÖ halda uppi mánaðar kvöldveröum; við höfum komiö saman einu sinni eða tvisvar á ári, °S þá venjulegast lunch á sunnudögum. Minningartafla Jónasar Hallgrímssonar. Flestum Islendingum mun nú kunnugt, að sett befír verið minningartafla á hús þaÖ i Sct. Pederstræde 22 (áður 140) í Kaupmanna- höfn, þar sem Jónas Hallgrímsson hjó seinast. A töflunni, sem er úr marmara, stendur: Den islandske Digter JÓNAS HALLGRÍMSSON, fodt paa Gaarden SteinstaÖir i Öxnadal 16. November 1807, dod i Kobenhavn 26. Maj 1845 havde her sin sidste Bolig. Fyrir þessu gekst dönsk kona frk. Ingeborg Stemann, cand. mag. og safnaði hún fé til þessa hér rneðal Islendinga og Dana. Töfl- una teiknaði Arne Finsen arkitekt, en Schan- nong steinhöggvari l)jó hana til. Minningartaflan var afhjúpuÖ föstudaginn 16. nóv. 1928. AÖal ræöuna flutti prófessor Vilhelm Andersen en þáverandi sendiherra Islands í Khöfn, Sveinn Björnsson, þakkaöi fyrir töfluna fyrir liönd Islands. Eigandi liússins, BischolT koparsmiður, lof- aÖi að sjá svo um, aÖ þótt húsiö yröi rifið niöur, skyldi minningartallan verða áfram á hinu nýja húsi. Fyrir tveimur árum lét Islendingafélagið hreinsa töfluna og heldur henni vonandi viö áfram. Frk. Ingeborg Stemánn hefír áhuga fyrir Islandi og ísl. bókmenntum, hefir haldið fyrirlestra um Island víöa erlendis, gefíð út hók um Island, land og þjóÖ, á pólsku. Hún ferÓaðist á íslandi 1924—25 og hefír gefið út Praktisk Lærebog í Islandsk Nutidssprog ásamt dr. Sigf. Blöndal 1943. HAFNAR-ANNÁLL Fyrsta fundinn á þessum vetri hélt íslend- ingafélagiö sunnudaginn 29. septemher í húsi Slúdentafélagsins danska, Vestre Boulevard 6. Átti þetta að venju aÖ vera aöalfundur félagsins, en eins og svo oft áður komu ekki svo margir, að fundurinn yrði lögmætur. Stjórnin liafói fengið Chr. Westergárd- Nielsen til aö segja félagsmönnum frá ferÖ sinni á íslandi síöastl. sumar, gerði hann þaö á íslenzku og lét vel af, bæði viðtökum, þjóÖ 23

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.