Heima og erlendis - 01.10.1946, Blaðsíða 8

Heima og erlendis - 01.10.1946, Blaðsíða 8
og landi. ViÖ kafla fyrst í ræÖu hans varð mér á aÖ hvarfla huganum 50 ár aftur i tímann, þegar viÖ strákar í Reykjavík stóö- um á höfði í pappírsdíngjum sem hent var úr húðum í fjöruna, og fundum þar smá- peninga, sem viö svo keyptum okkur brjóst- sykur fyrir. W.-N. sagði: „Fyrsta hálfa mán- uðinn, sem viÖ vorum í Reykjavík, hafði ég afar slæman verk í bakinu, og stafaði hann eingöngu af því, að hin meðfædda danska sparsemi mín bauð mér hvaö eftir annað að beygja mig til aÖ taka upp smápeninga, sem láu á öllum götum. Enginn Islendingur hirti um að tína upp þessa smápeninga, en ég safnaði fyrsta daginn þrem krónum og 08 aurum og þóttist vera stórríkur“. LífiÖ í Reyjavík og útlit bæjarins hafði tekiö miklum stakkaskiftum frá því W.-N. kom þar fyrst: „Eg fór oft Fjólugötu aðeins til aÖ dást að þeim fallega trjávexti, sem er þar, og viÖ hjónin dáðumst engu síÖur að blómskrúðinu á Austurvelli. þessi trjá- og hlómrækt í heimskautslandi er ekki ein- göngu skemmtilegt og lífgandi litfyrirhrigði fyrir landsmenn, en einnig mjög gleÖilegur vitnisburður um þróun hinna áður fvrri — að minnsta kosti oft í augum útlendingsins — kaldrifjuðu landsmanna". Um land og þjóÖ fórust W.-N. orð á þessa leiÖ: „Mér gafst kostur á, meðan ég dvaldi í fagra landinu ykkar sem fulltrúi Dansk- íslenska félagsins, að endurnýja kynni mín af landi og þjóð, og mér var óblandin á- nægja að sjá meö eigin augum allar þær framfarir, sem voru mér aðeins kunnar úr hókum og blöðum og frásögn annara manna. lslendingar hafa á stríðsárunum þróast geysi- lega, hvaÖ tækni og efnahag snertir, og þessi þróun er miklu meiri, en fólk í Danmörku getur gert sér i hugarlund, því á sama tíma hafa Danir staÖiÖ í staÖ á þessum sviðum, þeir urÖu að þola harða raun til að vernda frumstæÖasta tilverurétt sinn“. Um hug Islendinga til Dana sagði hann: „Mér var þaÓ mikiö ánægjuefni að fínna það, að þó viðhorf Dana og Islendinga séu mjög ólík um þessar mundir, eru vináttuböndin milli þessara tveggja þjóða þó sterkari en ef til vill nokkurn tíma áður, og ég fann í rík- um mæli þann hjartayl, sem býr í brjósti velflestra Islendinga gagnvart Dönum. AÖ vísu hafði þessi hjartaylur sýnt sig í þeim 24 stórkostlegu gjöfum, sem íslendingar sendu Dönum eftir lausnina, og í mörgu öðru. Besta dæmiÖ uppá þennan lijartayl tel ég þaÖ, aÓ óbreytt íslensk kona sagði mér, að hún hefði aðeins séð íslensku þjóðina gráta af gleði í þrjú skipti. Fyrst á AlþingishátíÖ- inni, þegar þjóÓin mætti á þingvöllum, svo lýÓveldishátíðinni, þegar heillaóskaskeyti konungs var lesið upp, og loks hinn fjórða mai 1945, þegar fregnin barst um lausn Dan- merkur. Eg þóttist skilja við þessa frásögn, aÖ tilfinningar Islendinga gagnvart Dönum væru ennþá dýpri, og þau oft ósýnilegu vin- áttubönd, sem tengja þessar tvær þjóðir sam- an þrátt fyrir alt rifrildið áratugum saman, væru ennþá fleiri og sterkari, en ég og margir aðrir höfðum gert okkur í hugarlund“. Westergárd-Nielsen endaði ræöu sina meÖ þessum orðum: „Mér fanst aldrei landið ykkar eins heill- andi fagurt né þjóðin eins alúðleg eins og í sumar. Og ég nota tækifærið hér til aÓ þakka þjóð ykkar og einstaklingum fyrir þær ágætu viðtökur, sem viö hjónin urÖum alstaðar aðnjótandi“. eim er aö fækka farfuglunum íslenzku sem hér hafa verið á ferö í sumar, og ýmist hafa komið sjóleiðina eða eins og fuglinn fljúg- andi. Ætli þaÖ sé ekki í fyrsta sinn í sög- unni, að menn hafi híl sinn meÖ sér að heiman. En þeim fjölgar þó smámsaman, sem hafa löngun til að staldra vió vetrar- langt eða meira. þau fyrirhrigði hafa og veriÖ alltíð í sumar, að sjá ísl. konur á þjóð- húningnum, eins upphlut sem liinum al- menna, skrjávaÖ í silki í öllum regnbogans litum — og vakið minningar frá löngu liðn- um tímum, ljúfum — ógleymanlegum. HEI9IA OG KRLKMHS ÚTGEFANDI OG RITSTJÓRI: pORFINNUR KRISTJÁNSSON ENGTOFTEVEI 7, K0BENHAVN V. ★ Blaðið kemur út annan hvern mánuð. Yerð árgangsins í Danm. kr. 4.50, einstök blöð 75 aura. Á íslandi einstök blöð kr. 1.50, árg- kr. 0.00. Aðalumboð á lslandi: Bókaverzlun Isafoldar. í Kaupmannahöfn: Ejnar Munksgaard, Nerregade 6. Prentað hjá S. L. Moller, Kaupmannahöfn. J

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.