Heima og erlendis - 01.02.1947, Blaðsíða 2

Heima og erlendis - 01.02.1947, Blaðsíða 2
Fagnaöur þessi er nefndur Islendinga- hátíð 1. des. 1918. A 1. síÖu þess er kort yfir Island. líklega frá einhverju riti um jaröfræÖilegar rannsóknir, eÖa svo lítur út fyrir. Undir þvi stendur sem einkunarorÖ: „það gildir sem fyrrum: Ab gjalda sín gjöld og ganga fram ineb djarft og óskelft hjarta." Svo heitir jiaÖ Hátíóarskrá. Eins og áður er sagt, setti Kristinn Armannsson há- tíÖina. A eftir ræÖu lians var sungiÖ: O, Guö vors lands. þá voru lesin upp og send sim- skeyti. Samkomunni höfðu horist heillaóska- skeyti frá Islendingum víÓsvegar að, nokkr- um Dönum og norskum stúdentum. Sam- koman sendi líka símskeyti, meðal annars til konungs, Hage verzlunarmálaráðh. Dana, en hann var form. samninganefndarinnar dönsku, Jóh. Jóhannessonar hæjarfógeta og alþm., en hann var form. íslenzku nefndar- innar, C. Th. Zalile forsætisráðh. Dana og Krieger, ritara konungs. j^á var og sam- þykkt að senda skeyti til Hansen-Norre- molle forgöngumanns SuÖurjóta. AÖ þessu loknu, kl. 7,50, hélt Finnur próf. Jónsson fyrirlestur, sögulegt yfirlit yfir sjálf- stæðisliaráttu Islands. Á eftir ræðu hans var sungiÖ kvæði Gunnars Gunnarssonar: Islands- minni, og ort haföi veriÖ í tilefni dagsins; er þaÖ ort undir laginu: Jjú bláfjalla geym- ur, og fylgir kvæöið hér: [>ú eyjan vor hvíta í æginum blá, sem eldhraunum girðir frí&a bala, með fossunum björtu og fjöllunum há, nú flýgur klökkur muni heim til dala. Hann elskar jafnl hamar og hafbarinn drang sem heiöar og dala vænan gróÖur, því hjarlaö ei skiflir um heimilisfang, og höf og lönd ei skilja barn frá móöur. þú liggur und snæhjúpi, klökug og köld, og Katla spýr ösku’= og bruna=dauöa, en samt er nú hatín þín liamingjuöld. Sjá heillatáknið l)láa»hvíta*rauða! A landi og sjó blaktir fáni þinn frjáls, þitt fullveldistákn, vorl heiöursmerki. þau regin sem gættu vors goðhelga máls, þau gæta hans, ef stöndum trútt að verki. í dag rætist feðranna draumur um Frón! Sá draumur, sem bygði íslands strendur, Ó! Ingólfur, Hjörleifur, Arason, Jón! — sjá óháð þjóð í frjálsu landi stendur! En gleymum ei, vinir, á gleðinnar slund, að góðbróðir rjetti hönd til friöar; og erfum ei skammsýni. Skapbráð var lund og skilningurinn smár á báðar hliðar. * * * I sólmóðu hillinga sögunnar öld við sjáum, þar frelsishetjur skarta. það gildir sem fyrrum að gjalda sín gjöld og ganga fram meö djarft og óskelft hjarta. Vjer börn þín, ó ísland, vjer óskum þess heitt, í öllu að hlúa þínum blóma. þjer, móöir, lil handa vjer öll viljum eitt: Um aldir alda frelsi, heill og sóma! Var nú fyrri hluta fagnaðarins lokið og hafði farið fram í stóra salnum uppi. Nú hófst borÖhald í minni salnum niÖri og var hljóðfærasláttur meðan á því stóð. Hér talaói Kristján Albertson fyrir minni Islands og eftir ræðu hans var sungiÓ: Eld- gamla Isafold. j»á talaÖí Jóhann Sigurjóns- son fyrir minni Danmerkur og sungu menn svo: Der er et yndigt Land. j>riðji ræöu- maður var Sigfús Blöndal, talaði hann fyrir minni NorÖurlanda; á eftir ræÖu hans var sungiÖ: Ja vi elsker, Ur svenska hjartans djup og j>jóðarminni eftir Gunnar Gunn- arsson og undir laginu: Norður viÖ heim- skaut og hér er kvæðiÓ: Gimsteina dýrra þú gætir með sóma, goðhelga málsins og þjóðernis hreins; gott er að vita þitt gengi og blóma, gætir þú fánans og frelsisins eins, íslenzka þjóð! Gegn um þrautahúm ára þordjörf og eldhert þú varðir þinn rjett; leið varð oft biðin, hin laDga og sára, unz lög voru tekin og grið voru sett! Skjöldur og hlíf voru lögin þér löngum, lögvilra þjóð, svo sem smámagnans æ; stríð þitt var háö undir hömrum og dröngum, við hafís og faunkyngi, jarðeld og sæ. I.angt er nú síðan meö bröndum þú barðist, blámóöa geymir nú Slurlungaöld, langt síöan Gunnar við gluggann sinn varðist, grið setl um eilífö, með lögvernd sem skjöld! Kletlelsk þú býrð þig á brattsligu fjalla, brekku að kljúfa á framtíöar-leið; ótalda áttu þar liamra og hjalla — hrævörðuð einstigi marka það skeiö. — Bræður, við stöndum við brekkunnar rætur, brúnin við sjónarbaug himingnæf rís. ísland á hendur og hjarta og fælur — hlífum oss ei, þá er sigurinn vís! Nú var orðið frjálst og rak hver ræðan aÖra. Hér töluðu meðal annara: Jón Magn- ússon, þáverandi forsætisráÓh.; lalaÖi hann fyrir minni konunganna þriggja: Kristjáns 34

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.