Heima og erlendis - 01.02.1947, Blaðsíða 3

Heima og erlendis - 01.02.1947, Blaðsíða 3
IX., Friðriks VIII. og Kristjáns X., Arne Moller fyrir minni íslenzkrar og danskrar æsku, GuÖm. Kamban fyrir minni Jóns Krabbe, Jóns Magnússonar forsætisráðh. og Dansk-íslenzka félagsins og Thor Thulinius fyrir Danmörku (eða svo heitir í Berl. Tid. 3. des. 1918). þá talaði líka Bogi Th. Mel- steð; minntist hann þeirra er þá höfðu stað- ið fremstir í sjálfstæðisbaráttu íslendinga, en nefndi ekki Björn Jónsson. þegar hann hafði lokið ræðu sinni, kvaddi Jón Krabbe sér hljóðs og sagði eitthvað á þá leið, að menn mættu ekki gleyma Birni Jónssyni, þegar talað væri um þá menn, er tekið hefðu þátt í sjálfstæðisbaráttu Islands. Kl. 10,20 eða þar um var staðið upp frá borðum, skyldi svo dansað í stóra salnum uppi, en í litla salnum niöri var svo sam- drykkja, ræður og samskot; má vera aö ein- hverjar af ræðum þeim, er eg hefi nefnt, hafi verið haldnar í minni salnum, þó hygg eg ekki. Um samskotin, sem ætluð voru til hjálpar eftirlifandi ættingjum þeirra er dóu úr spönsku veikinni, segir í Berl. Tid. 3. des. að mikið fé hafi safnast á skömmum tíma; en samskotunum mun hafa verið haldið áfram, þó ekki sé hægt að rekja slóða þeirra hér. I stóra salnum uppi var dansað til kl. 1, en þá lauk líka þessum fagnaði íslend- inga hér. I dönskum blöðum er lítið að fínna um hátíðahöld þessi, þó finst þeirra getið í Berl. Tid. eins og áður er sagt, en það mun vera Islendingur sem það skrifar. þá nefnir Politiken það líka 3. des., en frásögnin þar er styttri. Einnig hafði Berl. Tid. leiðandi grein um 1. des., en ekkert sérstakt eða merkilegt er að finna þar um viðburðinn. Eg hafði búist við að finna eitthvað í Social- Demokraten, en það brást mér; þó er sagt frá því þar, að Borgbjerg tali um ísland í einu kosningafélagi flokksins, en hvergi nefnt síðar, hvað hann hafi sagt. þá hafði eg vonað að mér tækist að fá mynd af hátíðahaldinu hér, en mér tókst það ekki; lét mér því nægja þá mynd er grein þessari fylgir. Myndirnar framvegis geta því einnig orðið af handahófi, því eigi hefur ljósmyndari ávalt verið á fundum ís- lendinga hér. Greinarflokk þessum er ætlað að koma öðru hvoru. þorf. Kr. OPIÐ HÚS HJA ÁGE M. BENEDICTSEN OG FRÚ KARITAS Age M. Benedictsen var ritari Dansk-isl. félagsins frá stofnun þess og þar til hann dó 21. okt. 1927. Og íslendingar hér í bæ áttu í honum góðan vin og velgjörðamann. Enginn sem kyntist honum mun nokkurn tíma gleyma honum, hans umhyggju og ástríki fyrir mönnum og málefni sem hann hafði gert að vin- um sínum og áhugamálum. Árið 1922 hóf félagið nýjastarfsemi það hafði opið hús fyrir Isl. hér í bæ og fól honum og konu hans frú Karitas, allar framkvæmdir í því máli. Og það var ekki hægt að leggja það mál í betri hendur. þau hjón voru þá nýlega flutt inn til bæjarins frá Charlottenlund og höfðu nú stóra íbúð í Holbergsgade 5, 4 hæð. Hér var þá skrifstofa félagsins líka, og var Kristín heitin Jóhans, sem margir sjálfsagt muna ennþá, til aðstoðar þar. það vantaði sjaldan gesti við þessi kvöld- boð þeirra hjóna, mest alt ungt fólk og Is- lendingar þar í yfirgnæfandi meirihluta. þó voru oftast einhverjir Danir þar, vinafólk þeirra hjóna. Og glatt var á.hjalla og gam- an þar oft. Eg taldi einu sinni 110 manns á einni kvöldsamkomu þar, annars mun að jafnaði hafa komið þar frá 40—80 manns. Og enginn þurfti að láta sér leiðast, því vart gafst fróðari og skemmtilegri húsbóndi en Age M. Benedictsen eða umhyggju meiri húsfreyja en frú Karitas. En það var líka séð fyrir því, að þessu unga fólki leiddist ekki, Á. M. B. hafði ávalt frá einhverju að segja í fyrirlestrar formi og stundum sýndi hann líka skuggamyndir. En hánn fekk líka íslendinga til þess að koma og segja mönnum eitthvað til skemmtunar 35

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.