Heima og erlendis - 01.02.1947, Qupperneq 4

Heima og erlendis - 01.02.1947, Qupperneq 4
þannig man eg að frk. Halldóra Bjarnadóttir ritstj. var sunnudaginn 27. apríl 1924 og sagði frá starfsemi kvenfélaganna á Islandi, líknarstarfsemi þeirra og baráttu fyrir aö auka menntun og menning ísl. kvenna. A þessu kvöldi voru liðlega 100 manns. Frið- rik A. Brekkan kom hér líka oft og hafði frá ýmsu að segja. þá má nefna, að sá er þetta ritar, sagÓi einu sinni á samkomum þessum frá ferö er hann hafði farið um Dan- mörku með styrk frá félaginu. þegar fyrirlestrum var lokiö, settust menn aÖ kaffidrykkju og sá frú Karitas fyrir því, að allir fengju það, er þeir gætu í sig látiÖ. AÖ þessu loknu skemmtu menn sér svo viÖ söng, hljóðfæraslátt og samræÖur, en kl. 11 fóru menn að liugsa til heimferðar, húsið hafði staÖiÖ á öÖrum endanum, við gestirnir höfðum verið í öllum lierbergjunum og látiÖ eins og við værum heima hjá okkur. þessi opnu kvöld héldust 5—6 ár, og það, hve vel þau voru sótt, sýnir að mönnum bæÖi þótti skemmtilegt að koma þar og að menn voru ekki feimnir, þótt hjá framandi væri, enda gafst aldrei ástæÖa til feimni, öll- um var tekiÖ eins og gömlum og góðum kunningjum. þessi kvöld geymir nú sagan, hann sem var lífiÖ og sálin þessi kvöld er nú horfinn okkur, en hún sem gekk um beina með bros á vörum og vingjarnleg orð til allra, lifir enn — einmana, en í endurminningum um samvist með góðum manni og gáfuðum, sem ávalt baröist meö þeim og fyrir þá sem voru minni máttar. þorf. Kr. ÍSLENDINGAR BÚSETTIR í DANMÖRKU Gísli Kristjánsson, fyrv. aÖstoöarmaÓur við Landokonomisk Forsogslahoratorium í Khöfn. Hann er fæddur 28. febrúar 1904 aÖ Gröf í SvarfaÖardal. Foreldrar hans eru Kristján Sigurjónsson og kona hans Kristín Kristjánsdóltir, fyrr húandi á Brautarhóli í SvarfaÖardal. Systkini hans eru Siguröur cand. theol, Sigurjón bóndi á Brautarhóli, Filippía, skáldkona Reykjavík, Lilja stúdent og Svanfríður, Brautarhóli. Gísli kom til Danmerkur fyrst 1926; hvarf síðan heim og kom hingað í annað sinn 1931 og dvaldi svo hér til sumarsins 1945 aö hann ílutti til ísl. Hann hefur stundað nám viÖ Ollerup Gymna- stikhojsk., International Peoples College, Lyngby Landhoskole, Kongelig Veterinær- og Landho- liojskole, Handelshoj- skolen og Universitetet Lauk prófi í al- mennum búvísindum 1939 og prófi eflir framhaldsnám í búmegunarfræði 1941. Fór siÖan til Svíþjóðar og dvaldi þar um tíma. Gísli vann liér sem náms- og aÖstoÖarmaður við Samband húaðarfélaganna, Statens Korn- kontor, Landokonomisk Driftshureau, Lig- ningsdirektoratet, Landbrugsraadet, Land- brugsministeriet og Landokonomisk Forsogs- laboratorium. A árunum 1931—39 ritaði hann í íslenzk hlöð (Dag og Tímann), BúnaÖarriliÖ og Frey. Auk þessa ritaói hann í ýms dönsk hlöð og tímarit um búfræóileg efni og hag- fræðileg, í Ugeskrift for Landmænd, Dansk Landbrug, Hippologisk Tidsskrift o. fl. Stærstu ritgerÖir hans eru 213. Beretning fra For- sogslahoratoriet og í hókinni Hesten. þá flutti hann erindi um ísland í útvarpiö hér og fyrirlestra viÖsvegar í Danmörku. Var stjórnarmeðlimur í Landhrugskandidaternes Kluh 1942—43, formaður Söngfélags íslend- inga í Kaupmannahöfn 1943—44 og í stjórn Islendingafélagsins 1944. Gísli er kvæntur danskri konu er heitir Thora Nielsen, dóttir Hans Nilsens kennara í Maabjerg við Holste- bro og konu hans Margrethe Nielsen (f. Christoffersen). þau eiga þrjár dætur er heita: Rúna, f. 3. sept. 1940, Stína, f. 16. maí 1943 og Edda, f. 20. okt. 1944. Ólöf Briem, hjúkrun- arkona, fædd 23. septem- ber 1914 að MelstaÖ í MiÖfirÖi. Foreldrarhenn- ar eru Jóhann Krislján Briem, prestur að Mel- stað í Miöfiröi og kona hans Ingibjörg Briem. Systkini Olafar heita: Steindór, Camilla og 3G

x

Heima og erlendis

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.