Heima og erlendis - 01.02.1947, Blaðsíða 6

Heima og erlendis - 01.02.1947, Blaðsíða 6
fundi Islendinga hér; eg veit ekki hvort hann hefur nokkurn tíma verið í stjórn Is- lendingafélagsins, en fyrstu ár inín hér man eg að hafa séð hann taka við inngangseyri að mótum félagsins. Davíð var gleðimaður, góður heim aö sækja og tryggur er maður hafÖi náð vin- áttu hans. Hann var góður heimilisfaóir, ást- ríkur börnum sínum og umhyggjusamur. DavíÖ kvæntist 19. júní 1904 danskri konu er Marie heitir f. Madsen; hún er ættuð frá Magleby á Stevns á Sjálandi, myndarkona, og fór allt af vel á með þeim lijónum. þau eignuðust 3 börn, tvær dætur og einn son, en hann mistu þau tveggja ára gamlan. Elsla dóttir þeirra Else er gift og hýr í Fjerritslev á Jótlandi, maöur hennar er Erik Vejle lög- fræÖingur og eiga þau 3 hörn, Flemming, Poul og Lise og hera einnig nafnið Heil- mann; yngsta dóttirin Lise er stúdent, les til tannlæknis og á aö ljúka próíi í vor, hún er einnig gift, heitir maÖur hennar Poul Steller, stud. mag. og barnakennari; þau eru barnlaus. AriÖ 1934 veiktist DavíÖ skyndilega, hafÖi fengið aÖkenning af slagi og var viÖ rúmiö upp frá því. Hann lézt 7. maí 1942 tæpra 65 ára gamall og liggur grafínn í Vestre Kirkegaard í Kaupmannahöfn. þorfinnur Kristjánsson. Gjöf íslendinga r Danmörku til Alþingis 1030. Aö sjálfsögöu minntust Islendingar 1 Dan- mörkn þúsund ára afmælis Alþingis Islend- inga 1930. Félögin hér tvö gengust fyrir því, að sent var skrautritað ávarp til Alþingis frá hér húsettum Islendingum, þeim er náð- ist til, en margir þeirra fóru heim þetta sumar, einkum stú- dentar. 187 manns skrifuóu undir ávarpiÖ og þeg- ar litið er á allar á- stæður þá, verður ekki annað sagt, en aÖ árangurinn hafí oröiÓ all góður. SamhliÖa ávarpinu var send forseta hjalla sú, er myndin hér er af. Gerði hana Georg Jensen, silfursmiöur í Kaupmannahöfn og kostaði hún 775 kr. A hana er letrað: „MeÖ lögum skal land vort hyggja“ og: „þing skal til þrifnaðar landi“. Auk þessa er á liana grafið skjaldar- merki Islands. FœÖingarstaÖur Sveins Björnssonar. Hús þetta er að því leyti merkilegt, aö í því bjuggu áriÓ 1881 Björn Jónsson ritstjóri og kona hans Elísabet Sveinsdóttir. Hér er Sveinn Björnsson, forseti íslands, því fæddur, sé hann fæddur í heimahúsum. Foreldrar hans hjuggu hér á 4. hæÖ, en hvort það hefur verið til hægri eÖa vinstri handar frá ganginum, hefur ekki veriÓ hægt aö ákveða. þaÖ er tveggja herbergja íbúÓ og stofurnar fremur litlar. Húsiö liggur andspænis Botanisk Have og er nr. 147 í Gothersgade; hér er bjart og útsýni fagurt. Björn Jónsson bjó víðar, 1880 eru þau lijón í Bangertsgade 5, 2. hæð, en þaðan lluttu þau í áðurnefnt hús. þá liafa þau húiÖ í Yævergade 5, 4. hæð og H. C. Andersens- gade 3, 2. liæð. Nii vita þá Islendingar, hvar fyrsti forseti íslenzka lýðveldisins er fæddur. 38

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.