Heima og erlendis - 01.02.1947, Qupperneq 8

Heima og erlendis - 01.02.1947, Qupperneq 8
Guðsþjónustu hélt sira Haukur Gíslason á jóladag eins og venja er til, í Nikolaj Kirke. Síðustu 10—15 árin hefur síra Haukur haldið íslenzka guðsþjónustu 1. jóladag og páska, án nokkurs endurgjalds frá Islendingum. Félag ísl. stúdentá liélt þorláksblót sunnu- daginn 22. des. 1946 í Gsterbro's Selskahs- lokaler, 0sterbrogade 41. Hér var íslenzkur matur á borðum, „harðfiskur undan Jökli, Hólsfjalla-hangikjöt með kartöflujafningi og flatkökur með kæfu“ eins og stendur í boðs- hréfinu, vantaði bara „svartadauða" en Ala- borgar hrennivín var þar og gamli Carlsherg. Yar á skemmtun þessari um 70 manns og skemmtu sér hið bezta við söng, ræður og rabb. þetta mun liafa verið fyrsta þorláks- blót félagsins síðan 1940. Kvöldvökur sínar hóf Félag ísl. stúdenta aftur á síðastliðnu hausti og liafa verið þrjár það sem af er vetrar. Hefur jón próf. Helga- son lesið upp úr ritum vestfirzkra skálda og úr skáldritum frá 19. öld. Hafa kvöldvökur þessar verið vel sóttar, að jafnaði 70—80 manns á hverjum fundi. Söngfélag íslendinga í Kaupmannahöfn var við stríðs lok orðið öflugt félag og lofaði góðu um framtíðina, enda hafði söngstjóri þess, Axel Arnfjörð, lagt mikla vinnu i það, og félagar þess sýndu lofsverðan áhuga fyrir því. En síðan haustið 1945 hefur það legið á „banasænginni“ og „gaf upp andann“ 13. jan. þ. á. Yar gert það sem hægt var, til að blása líf og fjör í það aftur, um 50 manns karla og kvenna voru félagar þess, en alt kom fyrir ekki, og nú eru litlar líkur til þess, aó það verði vakið upp aftur. Vió konunglega leikhúsið (leikskólann) dvel- ur síðan í fyrra frk. Helgá Möller, dóttir Jakobs Möllers, sendiherra. JVLóðir lrú Áróru heit. Trampe, sem getið var í síðasta hlaði, hét ekki Kristín heldur Kirstín. Bið afsökunar. Nokkrar stafvillur slæðast líka í hlaðið öðru hvoru, og sýnist vera eins og þær eigi að sjálfsögðu að fylgja í kjölfar út- gefanda. Vona að menn lesi í máliö! Xhorvald Krabbe, fyrv. vitamálastjóri Isl., hefur verið veikur undanfarið og er þungt haldinn ennþá. Hanu veiktist skyndilega af heilablóðfalli. Menn hafa saknað flugpósts frá íslandi síð- ustu 2 mánuðina. Héðan á að fara flugpóst- ur á hverjum fimtudegi en koma hingaó frá Islandi á föstudögum, en ferðirnar virðast óreglulegar og komið liafa bréf loftleiðina, er verið hafa 12 daga á leiðinni. Og hlöð hafa ekki komió loflleiðina síðan i haust. J)að er örðugt að gera svo öllum liki, og því hefir útgefandi blaðs þessa þreifað á ný- lega. Mikils metinn landi liér í Höfn hefur reiðst honum fyrir greinina um fundarstaði Islendinga hér „liún sýnir aðeins að félögin okkar hafa hvergi fest rætur, en flækst um allan hæ, og því verður enginn staðurinn Islendingum minnistæður og greinin er af- leit aflestrar öllum sem ekki þekkja til — og þeir eru lang flestir“. Svo mörg eru orð hréfritara um þá grein, og get ég ekki verið honum sammála, því Islendingum er það engin skömm að hafa verið svo víða með fundi sina, flest félög hér hafa sömu sögu að segja — en stílinn má ávalt greina á um. þá er greinin um „Kára“, og segir bréf- ritari: „Svo er það alveg afleitt að þér skul- uð vera að vekja upp gamla drauga eins og Valtýsmálið; það er alveg óþarfi að ýfa upp í öðru eins; ætli þér hugsið þá ekki lika til að vekja upp Rask-hneykslið.“ Skal hér ekki farið lengra í pistilinn, en ekki fær útgefandi blaðsins séð, aö meiri sanngirni sé í þessari aðfinnslu en hinni fyrri, — en l)áðar hygðar á misskilningi! HEIMA Oft ERLEKDIS ÚTGEFANDI OG RITSTJÓRI: pORFINNUR KRISTJANSSON ENGTOFTEVEJ 7, K0BENIIAVN V. ★ Blaðiö kemur út annan livern mánuð. Yerð áníangsins í Danm. kr. 4.50, einstök blöð 75 aura. Á íslandi einstök blöð kr. 1.50, árg. la*. 9.00. AÖalumboÖ á íslandi: Bókaverzlun ísafoldár. v I Kaupmannahöfn: Ejnar Munksgaard, Norregade (i. PrentaÖ bjá S. L. Moller, Kaupmannahöfn. 40

x

Heima og erlendis

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.