Heima og erlendis - 01.09.1947, Blaðsíða 1

Heima og erlendis - 01.09.1947, Blaðsíða 1
Heima og erlendis Um Island og Islendinga erlendis 1. árgr. Septemtter 1947 6. tbl. „TIL VINATTU og HEILLAR FRÆNDSEMI" „Samskipta vorra sé endir bróourlegt orö". Maltli. Jochumsson Grein þá er hér fer á eftir, ritaði Holger Wiehe í „Illustreret Tidende" nr. 44 árið 1906, þá er ísl. þingmennirnir voru hér í heimsókn hjá Friðriki VIII. Hún er skrifuÖ af svo næmum skilningi á málum Islendinga, eins og þeim var þá komið, og svo einlægri samúð með íslenzku þjóðinni, að rétt þótti að snúa henni á íslenzku og láta hana vera bautastein til minningar um H. W., þessa ágæta fræðimanns um ísland og ísl. bók- menntir og sem þegar í æsku festi ást á Is- landi og íslendingum. Vinátta og hræðraþel ætti að vera undir- staða allra samskipta íslenzkra og danskra stjórnmálamanna. Alltof lengi hefir misskiln- ingur og tortryggni verið ráðandi í sambúð þessara tveggja frændþjóða. Og þótt Islend- ingar hafi nýverið öðlast veruleg stjórnar- farsleg réttindi, miðað við það sem áður var, skortir enn mikið á að ástandið geti kallast viðunandi. |>að er staðreynd að enn er meðal Islendinga megn óánægja til Dana. En hvað er það, sem veldur? Stjórnmálin, kunna einhverjir að segja. Nú gæti manni virzt að einmitt þar væri sízt að leita eftir orsökinni, eftir að Islend- ingar hafa fengið sinn eigin ráðherra, og þar með veruleg umráð sinna eigin málefna. En mergurinn málsins er, að það er danski forsætisráðherrann, sem hefir sett hann inn i embættið, og hann er skyldur til að svara til saka frammi fyrir dönskum stjórnarvöld- um. Kannske eru þau ákvæði, sem kveða á um þetta, aukaatriði, en óheppilegar eru Hvílá, ein af brcmur myndum er fylgdu grein H. VV. 41

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.