Heima og erlendis - 01.09.1947, Page 1

Heima og erlendis - 01.09.1947, Page 1
Heima og erlendis Um Island og Islendinga erlendis 1. árg-. September 1947 0. tbl. „TIL VINATTU og HEILLAR FRÆNDSEMI" „Samskipta vorra sé endir bróðurlegt orðk4. Matth. Jochumsson Grein þá er hér fer á eftir, ritaði Holger Wiehe í „Illustreret Tidende" nr. 44 árið 1906, þá er ísl. þingmennirnir voru hér í heimsókn hjá Friðriki VIII. Hún er skrifuð af svo næmum skilningi á málum íslendinga, eins og þeim var þá komið, og svo einlægri samúð með íslenzku þjóðinni, að rétt þótti að snúa henni á íslenzku og láta hana vera bautastein til minningar um H. W., þessa agæta fræðimanns um Island og ísl. bók- menntir og sem þegar í æsku festi ást á Is- landi og íslendingum. Vinátta og hræðraþel ætti að vera undir- staða allra samskipta íslenzkra og danskra stjórnmálamanna. Alltof lengi hefir misskiln- ingur og tortryggni verið ráöandi í samhúð þessara tveggja frændjjjóða. Og þótt Islend- ingar liafi nýverið öðlast veruleg stjórnar- farsleg réttindi, miðað við það sem áður var, skortir enn mikið á að ástandið geti kallast viðunandi. það er staðreynd að enn er meðal Islendinga megn óánægja til Dana. En hvað er það, sem veldurl Stjórnmálin, kunna einhverjir að segja. Nú gæti manni virzt að einmitt þar væri sízt að leita efdr orsökinni, eftir að Islend- ingar hafa fengið sinn eigin ráðherra, og þar með veruleg urnráÖ sinna eigin málefna. En mergurinn málsins er, aö það er danski forsætisráðherrann, sem hefir sett hann inn í embætdð, og hann er skyldur til að svara til saka frammi fyrir dönskum stjórnarvöld- um. Kannske eru þau ákvæði, sem kveða á um þetta, aukaatriði, en óheppilegar eru Hvítá, ein af bremur myndum er fylgdu grein H. W. 41

x

Heima og erlendis

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.