Heima og erlendis - 01.09.1947, Blaðsíða 2

Heima og erlendis - 01.09.1947, Blaðsíða 2
þessar „öryggisráðstafanir“ samt sem áður, og munu ekki verða til þess að bæta sam- búðina heldur þvert á móti, og var þó þar ekki á bætandi. Flestir Danir vita ekki annað en að Island sé innlimað í Danmörk, enda þannig tekið til oröa i lögunum frá 1871, sem kveða á um stöðu Islands i ríkinu. En svo ógæfu- samlega liefír þar til tekist að það eru Danir einir, sem hafa lagt blessun sína yfír þau, en þau hafa aldrei veriö samþykkt af Islend- ingum. |>ar áður voru það ákvæði „Gamla sáttmála", sem giltu. þar skuldbinda Islend- ingar sig til þess að viðurkenna konunglega yíirstjórn gegn gagnkvæmum skjddum. Upp- haflega var það Noregs konungur. Um inn- limun var ekki að ræða, og sé nokkuð Is- „ lendingum fjarri skapi er það innlimun. Vissulega væri þaö mikil bót ef fyrrgreind ásteytingsefni væri numin úr lögum. En þótt það jafnaði deilumálin í bráðina, er samt sem áður tímabært og nauðsynlegt að hefja umræður um sambandið á milli land- anna, láta fara fram gagngerða athugun á því, hvernig þessum málum verði bezt fyrir komið í framtíðinni. Og lausn þessara mála verður aö byggjast á svo miklu sjálfstæði Islendingum til handa, sem auðiö er. þeir verða að fá full yfirráð þeirra málefna, sem snerta Island, og þeir verða að fá íhlutunar- rélt í öllum þeim málum, sem snerta bæði löndin sameiginlega. Island verður að tak- asl upp í titil konungsins, og afstaða þess verður að vera ljós og ákveöin. I þeim efn- um ríkja meðal Dana fullkomin vandræði. Hvað er Islandl því gelur raunar enginn svarað. Nýlenda, kunna einbverjir að segja. „Hjálenda“ segja aðrir, land, sem tilheyrir Danmörku. þótt kannske sé þar komizt næst sannleikanum, er það óljóst og ekki líklegt til þess að falla Islendingum í geð. „Lands- höfðingjadæmi" hefír það líka verið kallað, en nú er landshöfðingjaembættið úr sögunni og þar með sá möguleiki útilokaður aö nota það nafn. „Oaðskiljanlegur hluti“, segja lögin frá 1871, en ekki bætir það úr skák. Svo sjálfsagl og eðlilegt sem það er, að Island öðlist sjálfstæði, þótt sambandinu sé ekki slitið, er það ekki síður áríðandi að því sé gefíð nafn, sem fyllilega leysi vanda- málið um það hvað Island er. Islendingar verða líka að fá sinn eigin fána. það má kallast furöulegt, að íslenzka þjóðin skuli ekki eiga neitt opinbert tákn. Hvort það verður fálkamerki, sem einstaklingar hafa flaggað með, eða eitthvað annað, getum viö látið stjórnmálamönnunum eftir að ákveða. Islendingar geta ekki enn staðið á eigin fótum. En þrátt fyrir þær misfellur og mis- klíð, sem drepið befir verið á, er engin á- stæða fyrir Islenginga að verða sér úti um önnur sambönd. það gæti falið í sér mikla hættu fyrir íslenzkt þjóðerni. það verður að segjasl dönsku þjóðinni til hróss, að hún hefír aldrei ógnað íslenzkri lungu eða þjóð- erni. En við böfum viljandi verið blindir fyrir íslenzkri menningu og þjóðháttum. Með þögn og afskiptaleysi höfum við næstum því tortímt íslenzku þjóðinni sem þjóð. Hér er það, sem skórinn kreppir. Og hér er þörf breytinga ekki síður en í hinum pólitísku málum. þessi helþögn okkar stafar af verulegu leyti af vanþekkingu á Islandi og íslenzku þjóðinni eins og hún er í dag. I skólunum er ekki mikinn fróðleik að fá. Sagnfræðing- ar okkar minnast ekki á Island eftir 1387 er það komst undir Danmörk. I landafræði- hókum er ekki heldur verið að eyða mörg- um orðum á Island, og sumt af því, sem þar stendur, er beinlínis rangt. Við liöfum fyrst og fremst lagt trúnað á skröksögur, sagðar af mönnum, sem kannske hafa komið til Islands, en ekki haft þar svo langa dvöl að þeir hafi með nokkru móti getað fengið rétta hugmynd um land og þjóö. það er staðreynd að ennþá lifír fjöldi Dana í þeirri trú, aö á Islandi húi hálfgildings Eskimóar, og tali hjagaða dönsku. Hvað skyldu þeir vera margir, sem vita að Islendingar eru ekki aðeins sérstök þjóð, sem hefir varðveitt sína fornu og upphaflegu tungu lítið hreytta, heldur og eiga sérstaka og merkilega menn- ingu, og á eg þar fyrst og fremst við forn- bókmenntirnar. En jafnvel þei.r, sem eitthvað vita, hafa tilhneigingu til þess að sniðganga íslend- inga sem þjóð. þegar talað er um Norður- lönd, er Ísland aldrei talió með. ísland er kallað danskt landsvæði og íslendingar dansk- ir þegnar. Kannske er þó ekki ástæða til að taka slíkt alltof bókstaflega, en þess háttar orðalag er þó engan veginn rétllætanlegt. 42

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.