Heima og erlendis - 01.09.1947, Blaðsíða 5

Heima og erlendis - 01.09.1947, Blaðsíða 5
hæfi íslenskra lesenda. En úr þessu hef- ur dr. Arne Meller nú bætt með þessari bók sinni. því hún er í alla staði alþýðleg og allar tilvitnanir í henni þýddar á dönsku. I henni er líka framsetningin svo lipur og ljós og stíllinn svo fjörugur og viðfeldin, að hún laðar mann til að lesa sig. Hún er því eink- ar vel löguÖ til að auka þekkingu útlend- inga á andlegum kveðskap Islendinga — og nieira aÖ segja Islendinga sjálfra líka. þvi á íslensku er ekkert slíkt yfírlit til, sem hún hefur til hrunns aó bera, enda dr. Moller í ýmsum greinum hreinn lirautryðjandi á þessu sviði.“ Arne Moller lék mjög hugur á því, aÖ fræða landa sína um Island og íslenzkar hók- menntir, að lyfta þoku- og þekkingarleysis- slörinu um Island í Danmörk. Og hann gleymdi þessu aldrei, það var fyrst og síðast í huga hans, hæði á fundum félagsins og í viöræðum við menn. Hann hafÖi og hug á að landar hans kynntu sér ísl. tungu. Um þetta ritaói hann grein í „17. júní“ 1924, ís- lensk tunga og dönsk menning heitir hún: „Jeg hefi nýverið lokiÖ viÖ aö lesa annað hefti af „Islandske Kulturl)illeder“ eftir Sig- fús Blöndal, sem Dansk-íslenska félagiÓ hefir gefiö út. Mjer hefir verið þaÖ gleöiefni aö lesa þessar einkennilegu lýsingar á íslensk- mn þjóðarkjörum frá seinni tímum, t. d. frá- sögnina um Jón prófast Steingrímsson, líf hans og píslarvætti. ViÖ lestur bókarinnar flaug mjer í hug: Hjer er einn Islendingurinn ennþá, er ritar móÖurmál vort svo fagurt og með svo miklu lífi, meðan vjer aðeins geturn stamaÖ á hans máli — ef vjer þá erum færir um það. Kannse aÖ „17. júní“ geti oröið aö liði í þessari starfsemi, svo að íslensk tunga yrði nieira þekt og skilin hér í landi, og aö Danir einhvern tíma yrÓu færir um að skrifa í blaðið á ísl ensku, en þyrftu ekki — eins °g undirritaöur — að láta þýða“. Skömmu áður en Arne Moller dó, hafði Háskóli íslands heiðrað hann með því aÓ gera hann að heiðursdoktor. Fátt mun hon- uni hafa þótt vænna um og hann gladdi sig vió hugsunina um fyrirlestrarferÖ til Islands 1 náinni framlíÖ. Af þeirri ferð varÖ ekki, hfsstrengurinn hrast, kannske fyrr en hann hugói sjálfur. Hoktorshring Háskóla Islands lifði Arne Moller ekki aö sjá, hann kom degi of seint en hann vissi aÖ hann var á næstu grösum. Islendingar hafa átt marga góða vini með- al Dana og eiga enn, en með Arne Moller er horfinn sá hvíti svanur er ávalt söng vel og skært um hina fannhvítu fóstru vora og við syrgjum hann. þorfinnur Kristjánsson. fSLENDINGAR BÚSETTIR í DANMÖRKU FriÖfríbur Simonardóttir, fædd 5. des. 1887 að Silfrastöðum í Akrahrepp i Skaga- firöi. Foreldrar hennar voru Símon Bjarna- son (Dalaskáld) og Mar- gret Sigurðardóttir. FriÖ- fríÖur á eina hálfsystir af fyrra hjónabandi móÖur hennar og hú- sett er í Ameríku. FriÖ- fríður stundaði nám við Kvennaskólan í Reykja- vík, en aÖ loknu námi réðst hún til Björns Símonarsonar í Vallar- stræti í Rvík og var þar afgreiðslustúlka um langt skeiÖ. J»aÖan flutt- ist hún að veitingahúsinu Skjaldbreið og lluttist þaöan til Danmerkur meö Bruun hak- ara, áriÖ 1919 og vann áfram i brauðbúð hans í Hellerup, nágrenni Hafnar, og var þar í 10 ár eða ])ar til liún giftist 1929. MaÓur hennar er danskur, Valdemar Ander- sen aÖ nafni, húsbyggingarmeistari, ættaÖur frá Svendhorg á Fjóni. Heimili þeirra hjóna er Karlslundevej 1, Bronshoj. HjónahandiÖ er barnlaust. Valdimar Erlendsson, læknir og járn- hrautarlæknir í Frederikshavn á Jótlandi. Hann er fæddur lfi. júní 1879 að GarÖi í Kelduhverfi í Noröur-þingeyjarsýslu. Foreldr- ar hans voru Erlendur Gottskálksson hóndi og alþingismaöur að GarÖi, sonur Gottskálks Pálssonar hónda og hreppstjóra á Fjöllum, og kona hans þorbjörg Guómundsdótlir, Vig- fússonar aÖ GrásíÖu 'í Kelduhverfi. Alsystir á Valdimar er SigríÖur heitir og hýr í Saskatchewan í Canata, gift skotskum manni 45

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.