Heima og erlendis - 01.01.1953, Blaðsíða 2

Heima og erlendis - 01.01.1953, Blaðsíða 2
leyti við náttúrufræði, og von hans var nú aÖ fá styrk til þess aÖ ferÖast um Island og rannsaka náttúru þess, safna gripum handa söfnunum í Kaupmannahöfn og þvíumlíkt. Sá stúdentahópur sem Jónas var nú um þaÖ bil aÖ kveÖja var fámennur en samval- inn. Flestir voru rosknir menn hjá því sem stúdentar eru nú, en þeir höfÖu gengiÖ í sama latínuskólann, átt heima í sömu heima- vistinni, þektu hver annan af margra ára samvistum. ]>eir liföu hjer eins og gestir, áttu fæstir neitt athvarf meÖal hjerlendra manna, voru grunaÖir um óþrif og lús, best aö skipta sjer sem minst af þeim. En þeir studdu hver annan af fremsta megni og hjeldu hópinn. Yináttan var höfuöþáttur í lííi þeirra, „hvaÖ er svo glatt sem góÖra vina fundur“. En ]>aÖ átti fyrir þeim aÖ liggja aó tínast burtu hver af öÓrum, og óvíst hvort þeir sæjust nokkurn tíma framar; aÖ minsta kosti yröu þeir þá alt aÖrir menn. „J»aÖ er svo tæpt að trúa heimsins glaumi, því tára- daggir falla stundum skjótt, og vinir berast burt á tímans straumi, og blómin fölna á einni hjelunótt“. Island var óralangt burtu, hálfs mánaðar sjóferö eða meir, og eins og samgöngur voru ]>á, mundi sá sem lenti t. d. á YestfjörÖum vera álíkafjarri þeim sem lenti í Skaftafellssýslu, eins og annar væri á tungl- inu og hinn á jörðinni, fjallgaröar og veg- leysur og stórfljót á milli. Jónas var ekki hafÖur í miklum hávegum af Islendingum alment um þessar mundir. Hann hafÖi átt heima í Reykjavík nokkur ár áður en hann sigldi, og var þá sakaöur um meira yfirlæti en manni á hans aldri þótti hæfa. Hann var aÖ eÖIisfari hneigður fyrir aö halda sjer til, og |>etta kom fram á nokkuð harnalegan hátt í fásinninu; þær 500 hræÖur sem þá áttu heima í höfuöstaönum, litu heldur hornauga til hans, þegar hann fór út aÖ spássera á sunnudögum, í heið- hláum frakka meÖ logagyltum linöppum. þegar auösætt var aÖ liann mundi hverfa próflaus frá háskólanum, er ekki ólíklegt aÖ sumir hafi farið aÖ líta á hann sem hálf- gerðan auðnuleysingja. YiÖ þetta hættist að hann hafði notað stúdentsárin til þess aö espa ýmsa heldur á móti sjer. Hann var einn af útgefendum Fjölnis. Við höfum van- ist því aö líta á Fjölni sem eitt höfuðrit ísl. hókmenta. ViÖ vitum að þar var slegið á strengi íslensks máls af meiri list og meiri alúÖ og vandvirkni en áður hafÖi tíðkast um langan aldur, og viö vitum líka að þar voru hirt kvæöi sem hvert íslenskt manns- harn, sem á annað horð kann nokkurt kvæði, hefur kunnaö í 100 ár. En samtíðarmönn- um Fjölnis varð starsýnna á annaÖ, aÖ minsta kosti fyrst í stað. þessir ungu menn, sem aÓ honum stóðu, voru ekki eins auðsveipir eins og ungum mönnum bar aö vera, heldur leyfðu þeir sjer að hafa aörar skoöanir á sumu en ráðsettustu og reyndustu embættis- menn. Og þar á ofan áttu þeir það til að vera stríÖnir, og sumir helstu höföingjar landsins fengu þar glefsur sem þeim sveið undan. það var líka í Fjölni sem Jónas birti sinn nafntogaða ritdóm um Tístransrímur SigurÖar Breiðfjörðs, og um leið árás á allan rímnakveÖskapinn; en allur almenningur liafÖi þá svo miklar mætur á rímum að margir urðu Jónasi mótfallnir fyrir þessa sök. Jónas Hallgrímsson átti að því leyti sam- merkt við nálega öll önnur íslensk skáld að skáldskapur var aldrei aðalstarf hans, heldur íþrótt sem hann greip til viö og viÖ. Hann virðist aldrei hafa látiÖ sjer detta í hug að einheita kröftum sínum aö stóru skáldverki, enda átti hann ekki við þau kjör aö húa, aÖ hann ætti hægt meö aö verja tíma sínum þannig. Hann haföi að vísu mikla hók í huga, en það átti aÖ vera fræöihók, ekki skáldrit. J>að var lengi von hans og annarra Islendinga, aÖ honum mætti auðnast að semja nákvæma lslandslýsingu, og til ]>ess hafði hann gert mikil drög. ]>að er rangt aö ímynda sjer aÖ æfiferill Jónasar hafi veriö tómt hasl og vesaldómur. Honum veittist þaó lán aÓ fá talsvert fje til aÖ ferÖast uru Island, og það má nærri geta, að maður sem hafði annað eins yndi af náttúru lands- ins eins og hann, heíúr lifaÖ margar sælar stundir þau sumur sem liann var aÖ skoÖa landiÖ. Hann komst svo langt að hann halði sjeð mikið af landinu með eigin augum, aðeins óbygðunum var hann ókunnugu1'' Hann haföi dregiö saman efni í landlýsing- una, bæði í daghækur og á annan hátt, en mikiÖ mun hann hafa geymt í huganunu þegar Jónas dó á 88. aldursári, misti íslenska þjóðin ekki aöeins öll þau kvæÖi sem hann átti eftir óort, lieldur misti hún líka von- ina um þetta mikla verk hans, sem engim1 2

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.