Heima og erlendis - 01.01.1953, Blaðsíða 8

Heima og erlendis - 01.01.1953, Blaðsíða 8
denterforeningen, Vestre Boulevard 6, þar var og fullveldishátíðin. A fundi þessum voru um 200 manns, liefi eg sjaldan séð fríÖari hóp meyja og sveina á fundi félaganna gamlárskvöld, en í þetta sinn. MaÖur ýngist sjálfur viÖ þá sjón, en líka er þaÖ ömurlegt aÖ vita sig „aldurs- forseta" meÖal svo ungrar hjarÖar, vita sig vaxinn frá „gælsku og gammni<£ þessarar komandi kynslóÖar og fá ekki aÖ sjá framá þroskaveg hennar. Eg varö svo klökkur, aÖ „áramótaræÖa" mín varÖ hvergi þaÖ, sem eg hafÖi ætlaÖ, og verÖur hún þó sjálfsagt sú síÖasta viÖ þaÖ tækifæri.— StúdentafélagiÖ hefir veriö í fullu fjöri síÓan í haust, haldiÖ einn og tvo fundi í mánuði, og sé eg aÖ íslensku hlaði J)ykir nóg um. Ekki fynst mér ástæða aÖ amast við því, er þaÖ ólíku hetra en svefnmók og aÖgerðarlevsi, þótt ekki eigum viÖ samleið með öllu því brölli. —þorláksblót hélt félagiÖ aö vanda mánudaginn 22. des. í Biskupa- kjallaranum, Norregade 10. Var þar á borö- um „hangikjöt og annar íslenzkur hátíÖa- matur“. 01 gátu menn keypt á staönum, „en aðra sterkari drykki hafi menn sjálfír með sér“ segir í fundarboÖinu. Sigurður Nordal sendiherra var veislustjóri en Ste- fán Karlsson talaði fyrir minni þorláks helga. Eftir ræðu hans og menn voru orðnir nokkurn vegin mettir, tók Jón Helgason próf. til máls og hélt skemmtilega ræÖu, á eftir honum las Skúli V. GuÖjónsson próf. upp kvæði eftir sjálfan sig, mörg hnellin og vel ort. Nú hugðu menn aÖ nóg væri komið af slíku, en svo segir veislustjóri: „þá hefir þorfinnur Kristjánsson orÖiö!“ það gagnaÖi mér ekki þólt eg l'ullyrti, aö eg hefÖi komið með þeim ásetningi, aÖ segja ekki orð (því trúði enginn) og að eg |)essvegna hefÖi held- ur ekki beðiÖ um orðiÖ (því trúÖi heldur enginn) og var |)á ekki annað aÖ gera, en aÖ vaða elginn. þegar eg setti mig niður og ætlaði að víkja orðum aÖ kunningjum mínum, sem setiö höl'Óu beint á móti mér, voru þeir báÖir farnir! Má af því nokkuð ráöa, hvernig ræöan liafi veriÓ. — RæÖa Stefáns var bæÖi vel llutt og vel samin og veislustjóri var röggsamur og ákveöinn. Blót- iÖ sátu um 100 manns og aðgangseyrir var 10 kr. Síra FRIÐRIK FRIÐRIKSSON 1868 - 23. mai — 1943. Æskulýðsins aldni vinur, ómar límans loftin fylla, minninganna miklu straumar manninn sanna allir hylla. Menntun, göfgi, mannúb, gæzku, miðla vannstu hám sem iágum, veittir styrk þeim veik’u og mæddu vonarljós í kjörum hágum. Trú á allt hið göfg'a og góða gaf þér styrk til lífsins vanda, sjúkum varstu sannur hróðir, sjálfum má þér pest ei granda. þó að engill dapurs dauða dyrum fyrir hleikur stæöi, vannst’u í ró við banaheðinn, bæn gaf þrek á lífsins græði. Hygg ég eigi lsafoldu eiga marga þína líka, henni vannstu heiður margan hirðir þó ei slíku að flíka. Stærsla heiminn hér á jörðu liugsananna víddir geyma, og úr þessum undralöndum óskir heztu tii þín streyma. yiir hafsins báru hláu hergsins hæð og skóg í blóma, hugaskeyti í hópum svífa heitt þér óska láns og sóma. Æfikvöldið auðn’u þér veiti, yndi friðar heim’a á Fróni, þar sem verkin vott þér hera völdum dreng og Drottins þjóni. KvæÖi þetta orti Olafur Gunnarsson frá Lóni viö 75 ára afmælisfagnaÖ síra FriÖriks Friórikssonar og Islendingafélag gekst fyrir. FagnaÖurinn var haldinn í K. F. U. M. Lag viö kvæðiÖ gerði Axel Arnfjörð, pianoleik- ari, en þaÖ mun fáum kunnugt. IIEI9IA OO lílJUÍMHS ÚTGEFANDl OG RITSTJÓRI: þORFINNUR KRISTJÁNSSON ENGTOFTEVEJ 7, K0BENHAVN V. ★ BlaðiÖ kemur út þriöj'a hvern mánuÖ. YerÖ árgangsins í Danm. kr. 4.50. A íslandi einstök blöö kr. 2.25, árg. kr. 10.00. AöalumboÖ á íslandi: Bókaverzlun Isafoldar. í Kaupmannahöfn: Ejnar Munksgaard, Norregade 6. PrentaÖ bjá S. L. MoIIer, Kaupmannahöfn. 8

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.