Heima og erlendis - 01.04.1953, Blaðsíða 1

Heima og erlendis - 01.04.1953, Blaðsíða 1
G. árp. 2. tltl. Heima og erlendis Um Island og Islendinga erlendis Apríl 1958 STÚDENTAFÉLAGIÐ VIÐ GO ARA AFMÆLI fESS það sætir undrun, aÖ félagsskapur meÖal Islendinga í Kaupmannaliöfn skuli hafa náÖ svo háum aldri og raun er á um Félag ísl. slúdenta í Kaupmannahöfn, er átti 60 ára afmæli 21. janúar þessa árs. AstæÖan er sennilega sú, aö félagiö er í raun réttri stéttarfélag og aÖ því hætist áriega nýjir fé- lagar — nýtt blóð. Félagsskapur þessi hefir aldrei legiÖ niÖri eöa veriö í dauðateygjunum, enda þótt það hafi á tímabili orÖið fyrir hlóðmissi, sem mun hafa dregiÖ úr lífsfjöri þess um stund. Um tildrög og stofnun félagsins segir Sig- fús Blöndal (Frón janúar 1943): „Af daghók, sem ég hélt þá, sé ég að 19. des. 1892 sendum við út áskorun um al- mennan stúdentafund og vorum alls 14 sem skrifuÖum undir, aÖ Bjarna meðtöldum (Jóns- syni frá Vogi). Auk þeirra sem áÖur eru nefndir voru meÖ okkur Eggert Briem (síð- ar yfirdómari), Pétur Hjálmsson (sem þá las norrænu en síÖar varð prestur í Vesturheimi), — ég hygg þessir tveir hafi líka skrifaÖ undir skjalið. AÖrir stuðningsmenn okkar voru þeir Bjarni Sæmundsson (dýrafræðingur) Arni Thorsteinsson (þá stud. jur., síðar tónskáld), Helgi Pétursson (síðar Dr. Helgi Péturss, jaröfræðingur) og SigurÖur Pétursson frá Ananaustum, verkfræöingur. Af dagbókinni sé ég aÖ daginn eftir höfum viÖ haldiÖ eins- konar undirhúningsfund á GarÖi í herhergi Péturs Hjálmssonar, og vorum við á honum Bjarni og GuÖmundur Björnsson, Steingrím- Rr Jónsson, Pétur Hjálmsson og ég. A þorláksmessu 23. des. kom svo saman almenni stúdentafundurinn í Skindergade 9 þar höfóu stundum áður veriö haldnir fundir 1 Islendingafélagi. Eggert Briem var kjörinn fundarstjóri. Á fundin- um uröu allsnarpar um- ræÓur. Einkum veittist stjórn íslendingafélags móti okkur, og gekk þeim mönnum þó gott eitt til. þeir voru sem sé hræddir um, aÖ nú kynni að rísa upp ný óróa- og æsingaöld og klofningur, eins ogverið haföi nokkrum árum áður. Helzti maðurinn, sem talaði af þeirra hálfu, var Jóhannes Jóhannesson (síðar bæjarfógeti). Eg man ekki meÖ vissu hvort Dr. Valtýr GuÖmundsson talaði þar líka, en viÖ þóttumst vita aÖ hann væri okkur and- vígur. Aftur á móti studdi Dr. Jón þorkels- son okkur kröftuglega. Hann hafÖi þá árið áður byrjaÖ aÖ gefa út „Sunnanfara", og ýmsir af okkur, Bjarni Jónsson, þorsteinn Gíslason og ég, studdum hlaÓ hans og rit- uðum í þaÖ, og hann var sérstakur vinur þorláks Jónssonar. Fundinum lauk meÖ því aÖ samþykkt var tillaga okkar um að stofna stúdentafélag, og var nefnd sett til aÖ semja lög. I henni voru Bjarni Jónsson, Steingrím- ur Jónsson, Eggert Briem, Siguröur Hjör- leifsson (Kvaran, siðar héraðslæknir) og Dr. Jón þorkelsson. Eg vil segja þaÖ til heiöurs Jóhannesi Jóhannessyni og stjórn íslendinga- félags yfirleitt og eins Dr. Valtý GuÖmunds- syni aÖ þeir gengu allir í félag okkar, er þaÖ var komið á stofn, og ég man eftir aÖ Jóhannes kom viÖ og viÖ á fundi og tók þátt í umræðum. Laganefnd lauk starfi sínu fljótt og vel, og fyrsti fundur hins nýstofnaóa félags var svo haldinn 21. janúar 1893, aÖ mig minnir hjá Kúcher í Ostergade 32l, og þar voru Steingrímur Jónsson einn af núlifandi stofn- endum félagsins 9

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.